[MP3] Texas Jesús snýr aftur

n36450555681_1048418_9595

Í morgun dundi sú harmafregn á þjóðinni, eins og það væri ekki nógu andskoti mikið að nú þegar, að Rúnar Júlíusson væri látinn. Blessuð sé minning þess mikla kappa. En á sama tíma og þessi Keflvíski meistari fellur í valinn berast manni fregnir af þvi að annað afsprengi Keflavíkur sé risið frá dauðum. Það er hin stórmerka hljómsveit Texas Jesús.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 (segir á Facebook síðu sveitarinnar) uppúr "Ástardúettinum Siggi og Sverrir". Nafnið Texas Jesús á hinsvegar uppruna sinn í árinu 1993, en það er vísun í hinn sjáflkjörna frelsara David Koresh sem árið 1993 leiddi söfnuð sinn til heljar í Waco í Texas fylki Bandaríkjanna.

Tónleikar Texas Jesús á þeirra stutta líftíma lifa lengi í minnum þeirra sem þá upplifðu, enda hljómsveitin alræmd fyrir skemmtilega sviðsframkomu og tónlist sem þá var, og er enn, á skjön við allar stefnur og strauma. Sveitin lagði upp laupana 1996 eftir útgáfu geisladisksins "Jæja Vinur". Meðlimir hennar hafa þó síðan skotið upp kollinum víðsvegar, Siggi söngvari er í hljómsveitinni Croisztans sem hefur höfuðsstöðvar sínar í danaveldi, og Sverrir bassaleikari er í Hellvar. Sveitin naut líka oft á tíðum liðsinnis Ragnheiðar Eiríksdóttur sem er forsprakki Hellvar og einhverjir kannast við sem Heiðu í Unun.

EN... Texas Jesús er nú að koma saman aftur, heyrst hefur af þeim í æfingarhúsnæði að stilla saman strengi sína og líklegt er að þau splæsi í eins og eina tónleika eða fleiri snemma á næsta ári. Og það, kæru vinir, eru bestu fréttir sem ég hef fengið það sem af er þessu ári.

Áhugafólk um sveitina getur fengið nánari upplýsingar og skoðað myndir á Fésbók:

http://www.facebook.com/home.php?#/pages/Texas-Jesus/36450555681?ref=nf

Hérna eru bara örfá af urmul góðra laga sveitarinnar: 

[MP3] Texas Jesús - Picking Flowers
[MP3] Texas Jesús - Salatbar
[MP3] Texas Jesús - How to succeed in the World of Disco without really trying
[MP3] Texas Jesús - Flower in my Veins

Svo bara hvet ég fólk til að missa ekki af þessari stórkostlegu endurkomu eins skemmtilegasta bands íslandssögunnar.

n36450555681_1048215_9194


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

var svo heppinn að fá að vera viðstaddur eina æfingu hjá bandinu núna í kringum seinustu áramót..og þvílík upplifun það var...var ekki einu sinni með orku eftir þá skemmtun til þess að fara út á gamlárskvöld sem var svo daginn eftir...

sammála þér, þetta eru frábærar fréttir....verst að maður er í DK svo maður getur ekki verið viðstaddur vonandi væntanlega tónleika...ekki nema þau bara sækji um að fá að spila á Hróaskelldu, sem væri náttúrulega bara snilld..ekki bara fyrir þau heldur fyrir mig og alla aðra gesti hátíðinnar líka...

Gylfi Gunnar Gylfason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband