[Vídeó] Ride og Hurricane #1

Stone Roses eru víst að koma saman aftur. Einnig Texas Jesús. Og Blur. Og My Bloody Valentine hafa verið á túr allt árið. Það er bara komið árið 1994 aftur. Einna hrifnastur yrði ég samt ef þetta ágæta band kæmi saman aftur. Hverjir sem lesa þetta muna eftir Ride?

Andy Bell gítarleikari Ride stofnaði sveitina Hurricane #1 eftir að Ride gaf upp öndina. Svo andaðist Hurricane #1 þegar honum bauðst staða bassaleikara í Oasis. Alex Lowe úr Hurricane #1 stofnaði þá The Garage Flowers. Mark Gardener og Loz Colbert stofnuðu The Animalhouse. Mark hefur seinustu árin mest komið fram á eigin spýtur með kassagítar. "Step into my World" með Hurricane #1 er lag sem mér finnst endalaust gott:

Vídeó útgáfan af þessu lagi er í styttri kantinum, helmingurinn af laginu er nefninlega æðisleg gítar súpa sem er klippt rækilega af hérna. Við skulum því hlusta á lagið í heild sinni hér:

[MP3] Hurricane #1 - Step into my World

 


[MP3] The Hot Toddies

hottoddies

Uppáhalds hljómsveitin mín í dag heitir The Hot Toddies og er frá Oakland í Kaliforníu. "Doo-wop bubblegum pop" hefur tónlist þeirra verið kölluð, og einnig hef ég rekist á frasann "They'll steal your heart while they rot your teeth out" og það má til sanns vegar færa. Áherslan er á grípandi laglínur sem rætur eiga að rekja í sjöunda áratuginum, og spilaðar svona hæfilega kæruleysislega.

Heidi Bodeson og Erin Skidmore stofnuðu bandið árið 2004 og fengu síðar Sylvia Hurtado á trommur og Jessica Wright sem spilar á allan andskotann. Nýlega kom út fyrsta plata sveitarinnar, Smell the Mitten, sem hefur hvarvetna vakið hrifningu. Þær eru núna að hljóðrita næstu plötu sem ku koma út í júní á næsta ári.

Þetta minnir dáldið á hið ágæta band All Girl Summer Fun Band sem ætti að vera lesendum þessa bloggs að góðu kunn. Hlustum á nokkur lög. Sérstaklega ætti lagið HTML að vekja kátínu tölvulæsra. Helvíti gott stöff! 

[MP3] The Hot Toddies - HTML
[MP3] The Hot Toddies - Wet Dreams
[MP3] The Hot Toddies - Seattle
[MP3] The Hot Toddies - Jaguar Love
[MP3] The Hot Toddies - Photosynthesis

[Myspace]


[MP3] Texas Jesús snýr aftur

n36450555681_1048418_9595

Í morgun dundi sú harmafregn á þjóðinni, eins og það væri ekki nógu andskoti mikið að nú þegar, að Rúnar Júlíusson væri látinn. Blessuð sé minning þess mikla kappa. En á sama tíma og þessi Keflvíski meistari fellur í valinn berast manni fregnir af þvi að annað afsprengi Keflavíkur sé risið frá dauðum. Það er hin stórmerka hljómsveit Texas Jesús.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 (segir á Facebook síðu sveitarinnar) uppúr "Ástardúettinum Siggi og Sverrir". Nafnið Texas Jesús á hinsvegar uppruna sinn í árinu 1993, en það er vísun í hinn sjáflkjörna frelsara David Koresh sem árið 1993 leiddi söfnuð sinn til heljar í Waco í Texas fylki Bandaríkjanna.

Tónleikar Texas Jesús á þeirra stutta líftíma lifa lengi í minnum þeirra sem þá upplifðu, enda hljómsveitin alræmd fyrir skemmtilega sviðsframkomu og tónlist sem þá var, og er enn, á skjön við allar stefnur og strauma. Sveitin lagði upp laupana 1996 eftir útgáfu geisladisksins "Jæja Vinur". Meðlimir hennar hafa þó síðan skotið upp kollinum víðsvegar, Siggi söngvari er í hljómsveitinni Croisztans sem hefur höfuðsstöðvar sínar í danaveldi, og Sverrir bassaleikari er í Hellvar. Sveitin naut líka oft á tíðum liðsinnis Ragnheiðar Eiríksdóttur sem er forsprakki Hellvar og einhverjir kannast við sem Heiðu í Unun.

EN... Texas Jesús er nú að koma saman aftur, heyrst hefur af þeim í æfingarhúsnæði að stilla saman strengi sína og líklegt er að þau splæsi í eins og eina tónleika eða fleiri snemma á næsta ári. Og það, kæru vinir, eru bestu fréttir sem ég hef fengið það sem af er þessu ári.

Áhugafólk um sveitina getur fengið nánari upplýsingar og skoðað myndir á Fésbók:

http://www.facebook.com/home.php?#/pages/Texas-Jesus/36450555681?ref=nf

Hérna eru bara örfá af urmul góðra laga sveitarinnar: 

[MP3] Texas Jesús - Picking Flowers
[MP3] Texas Jesús - Salatbar
[MP3] Texas Jesús - How to succeed in the World of Disco without really trying
[MP3] Texas Jesús - Flower in my Veins

Svo bara hvet ég fólk til að missa ekki af þessari stórkostlegu endurkomu eins skemmtilegasta bands íslandssögunnar.

n36450555681_1048215_9194


[MP3] Tónleikar í kvöld

Það verða illilega schizo tónleikar í kvöld á Cafe Amsterdam en þar leiða saman hesta sína hljómsveitinar Nóra, Dýrðin og Fist Fokkers. Það er að sjálfsögðu frítt inn og líklegt að gamanið byrji um klukkan 22.00. Það væri nú gaman að sjá sem flesta!

nora

[MP3] Nóra - Opin fyrir Morði

fist

[MP3] The Fist Fokkers - Zombies

dyrd2[

[MP3] Dýrðin - Hvert í Hoppandi

 


[MP3] Íslenskt - The Pet Cemetery

petc2

Ég missti alveg af þessu fyrirbæri, Global Battle of the Bands, eða öllu heldur undankeppninni hér á klakanum. Sama hvernig ég leita þá get ég hvergi fundið út hver vann keppnina. Hinsvegar veit ég hvaða band varð í öðru sæti, og það er band sem lofar virkilega góðu, The Pet Cemetery.

Þetta hressa band var stofnað í fyrra í Fjölbrautaskóla Vesturlands en allir eru meðlimirnir frá Akranesi. Þau eru ekkert að tvínóna við hlutina og unni tónlistarkeppni skólans í fyrra með glæsibrag og tóku svo GBOB í nefið hérna heima, eða svona því sem næst.

Hljómsveitina skipa gítarleikarinn og söngvarinn Sigurmon, bassaleikkonan Bergþóra, gítar- og hljómborðsleikarinn Fjölnir, Ása á fiðlu og Pétur lemur trommurnar. 

Hérna lagið Cold Hands, bæði MP3 og myndband:

[MP3] The Pet Cemetery - Cold Hands

Pet Cemetery

[The Pet Cemetery á Myspace

 


[MP3] Tannskemmandi sykurhúðað teiknimyndapönk

Bland í poka af stórkostlega mikið meðmæltum lögum.  

wolfie2

[MP3] Wolfie - Lkat me

tully2

[MP3] Tullycraft - The Punks are writing Love Songs (þessir aftur!?)

state2

[MP3] The State of Samuel - Duel between Kim and the Cool (besta lag í heimi)

llikeyoungpromo1

[MP3] The Like Young - Tighten my Tie (Þessi hjónakorn voru áður í Wolfie sem er hér efst í þessum pósti, meira um þau síðar)

los

[MP3] Los Campesinos - C is the heavenly Option (ábreiða af lagi Heavenly sem er í þriðjudagspóstinum)

utah

[MP3] Utah Rangers - Theme Song

 


[MP3] Þriðjudags Twee

Twee virðist aldrei hafa ratað almennilega inn í íslenska dægurlaga menningu, og það er kominn tími til að breyta því. Hérna er ágætt samansafn af lögum sem geta flokkast undir þessa skemmtilegu tónlistarstefnu, eða komast nálægt því og eru þá undantekningarlaust í hávegum höfð af þeim sem aðhyllast hana.

Njótið vel!

col

[MP3] Colin Clary and the Magogs - Shape of this Town

heavenly

[MP3] Heavenly - C is the heavenly Option (ásamt Calvin Johnson úr Beat Happening)

hellos

[MP3] Hello Seahorse! - Won't say Anything (frá Mexíkó)

jesuis

[MP3] Je Suis Animal - The Mystery of Marie Roget

lunchbox

[MP3] Lunchbox - Lotion (ba baba baba babababa... geðveikt!)

tully2

[MP3] Tullycraft - Twee

sakert

[MP3] Säkert! - Vi kommer at dö samtidigt (Ótrúlega hresst lag um dauðann)

trembling3

[MP3] Trembling Blue Stars - The Ghost of an unkissed Kiss

fattulips

[MP3] Fat Tulips - So unbelievable

josefk

[MP3] Josef K - Sorry for laughing

thepainsofbeingpureatheart01

[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Young Adult Friction

 


Bílalán

Sem betur fer virðist ég ekki vera í skítnum með íbúðalánið. Ekki enn allavegana. Hinsvegar er bílalánið að rjúka upp, 25.000 króna afborgun fyrir ári síðan er núna 61.000 kr.

Þá er gaman að geta þess að Avant býður frystingu á bílaláni að kostnaðarlausu, í 2 eða 4 mánuði. Þannig býðst fólki að greiða bara vexti í þann tíma og taka svo upp þráðinn seinna, og þá lengist lánstíminn sem því nemur. Kostnaður við svipaða breytingu hjá Lýsingu er hinsvegar 7000 krónur.

Það hefur alltaf verið talað um íbúðalán í þessum fréttum að mér finnst. Mér datt því ekki í hug fyrr að athuga með bílalánið, heyrði jafnvel einhverntíman í upphafi þessa rugls að Avant væri ekki að bjóða uppá þetta. En það hefur semsagt orðið breyting á.

Tékkum því næst á smá músík:

free

Þá passar ágætlega að heyra í hljómsveitinni Free Loan Investments frá Svíþjóð. Mæli með þessu fyrir aðdáendur Fat Tulips, Talulah Gosh og/eða Heavenly, sem eru auðvitað á allra vörum.

[MP3] Free Loan Investments - Kick his balls out
[MP3] Free Loan Investments - Day planner
[MP3] Free Loan Investments - Rush hour

[Meiri músik með bandinu á skatterbrain.org]
[Last.FM]


mbl.is Gagnasöfnun vegna lánafrystingar misdýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípó

Veigar Freyr Jökulsson er maður með puttann á púlsinum. Eða hníf. Hann hefur verið duglegur að gera gys að atburðum líðandi stundar á vefsíðu sinni.

http://veigar.is/skripo

Hér eru nokkur listaverk eftir piltinn:

v1

v2

v3

v4


[MP3] The Charade

charade

Á þessum tímu kreppu og volæðis þá er ekki úr vegi að fá sér vænan skammt af sænsku sólskinspoppi. Þar kemur hljómsveitin The Charade sterk inn á vinstri kantinum.

Tríóið skipa Ingela Matsson og Mikael Matsson en þau voru saman í eðalpoppsveitinni The Shermans. Mikael var einnig í hátt skrifuðu bandi sem hét Red Sleeping Beauty. Nafni minn Magnúus Karlson er svo heilinn á bakvið lagasmíðarnar en hann var áður í HappyDeadMen sem starfaði í um 10 ár frá 1988 til 1989 og ku hafa lagt popp grunninn fyrir The Cardigans.

Gaman er líka frá því að segja að tónlist The Charade minnir um margt á fyrstu plötu The Cardigans sem er í miklum hávegum höfð á þessu heimili. 

Bandið hefur núna gefið út 3 plötur, allar hjá Skipping Stones Records í Bandaríkjunum, en sú útgáfa miskunnaði sig yfir íslenskt band, Dýrðina, árið 2006.

[MP3] The Charade - Monday Morning
[MP3] The Charade - My Song to you
[MP3] The Charade - Keeping up Appearances
[MP3] The Charade - A tough Decision

[Myspace


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband