[MP3] Croisztans á Íslandi

croisztans

Þessi póstur birtist upphaflega í gær, en skartar núna glænýjum lögum! 

Meðalgreindir lesendur þessa bloggs þekkja ábyggilega til hinnar stórkostlegu hljómsveitar Texas Jesús sem tröllreið hér öllu um miðjan síðasta áratug. Fremstur meðal jafningja þar var hinn dimmraddaði Sigurður Óli Pálmason sem hefur núna um langt skeið verið búsettur í Kaupmannahöfn.

Hann hefur ekki setið þar auðum höndum heldur sett saman bandið Croisztans sem inniheldur landa okkar þar ytra sem og danska meðlimi. Tónlistin sjálf á þó líklega helst rætur að rekja til Úkraínu. Nú er öll hersingin á leið til landsins og treður upp á Grandrokk á föstudagskvöldið ásamt Dýrðinni. Þetta minnir mig dálítið á Wedding Present hliðarverkefnið The Ukrainians. Eða jafnvel heilmikið. Sigurður virðist syngja á einhverju torkennilegu tungumáli, eflaust Sígaunsku.

mycroi

Svona var Croisztans lýst á erlendri vefsíðu fyrir ekki alls löngu:

...at times their live performance bears more resemblance to a horde of gypsies, caravans and all, tumbling down a flight of stairs... With their bongo drums, horns, harmonicas and the booming-voiced singer dancing like a madman in the crowd they put on a good sweaty show.

Svo það er eflaust vel þess virði að skella sér.... algerlega ókeypis... á Grandrokk á föstudaginn. Góð upphitun fyrir mótmælin á laugardaginn.

Þangað til skulum við hlýða á 3 lög af væntanlegri plötu sveitarinnar, Vodka:

[MP3] Croisztans - Drambi
[MP3] Croisztans - Sznohrri Hei
[MP3] Croisztans - Madretzma

[Crosztans á Myspace]

 


Ódýrasta bensínið

Ég vildi nú gjarnan benda á vefinn gsmbensin.is nú þegar bensínverð er enn einu sinni milli tannanna á fólki. Miðað við þessa frétt og að því gefnu að vefsíðan gsmbensin.is sé rétt (uppfærð fyrir 10 mínútum þegar þetta er ritað) þá má spara sér 8 krónur á líterinn með því að sniðganga N1!

http://gsmbensin.is

95 okt
Félag-Stöð-Verð
OrkanHafnarfjörður149.10
OrkanDalvegur Kópavogi149.10
ÓBBæjarlind149.20
ÓBFjarðarkaup149.20
AtlantsolíaHafnarfjarðarhöfn149.20
AtlantsolíaBúðarkór149.90
AtlantsolíaKaplakriki149.90
OrkanSkemmuvegur151.10
OrkanGrafarvogur151.10
ÓBBarðastaðir151.20

 

 


mbl.is Eldsneyti hækkar hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

[MP3] Besta lag í heimi? - Mercy Seat með Ultra Vivid Scene

ultravivid2

Já, mörg lög eru góð. En sum lög eru betri en önnur. Og hérna er ég ekki að tala um Nick Cave lagið þótt vissulega sé hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Lagið "Mercy Seat" með Ultra Vivid Scene ratar alltaf aftur á fóninn, eða Winampinn, hjá mér ár eftir ár enda tímalaus snilld. Að mínu mati með betri lögum sem samin hafa verið.

[MP3] Ultra Vivid Scene - Mercy Seat

Kurt Ralske fæddist í New York árið 1967 og stofnaði Ultra Vivid Scene árið 1987. Hann skrifaði undir samning við 4AD árið eftir og samdi og spilaði einsamall á öll hljóðfæri á fyrstu breiðskífunni sem kom út í október það sama ár, en "Mercy Seat" er sjötta lag þeirrar plötu. Hann var þá undir talsverðum áhrifum frá Velvet Underground og The Jesus and Mary Chain. Nú þegar ég skrifa þetta (var að fletta því upp sko) þá heyri ég einmitt Velvet áhrifin í þessu tiltekna lagi, þunglyndislegar endurtekningarnar undir rifnum Mary Chain gítar.

Tvær aðrar plötur komu út, sú seinasta hjá Columbia Records árið 1992, en það samstarf varð skammlíft og Ultra Vivid Scene hvarf af sjónarsviðinu skömmu síðar. Kurt Ralske er núna mikilsvirtur sjónrænn listamaður og á meðal annars fastan sess í Museum og Modern Art í NYC þar sem vídeóverk eftir hann er og verður staðsett í anddyri safnsins. Hann er einnig lunkinn við forritun og skapaði myndbandavinnsluforritið Auvi.

Kurt sjálfan má heimsækja hér: http://retnull.com/

Hérna fylgir svo með myndband við lagið, þar sem Kurt hefur fengið til liðs við sig hljóðfæraleikara af ýmsu tagi, og glöggir áhorfendur gætu rekið augun í tónlistarmanninn Moby ....með hár!

[Myspace]
[last.fm


það væri kannski ráð...

... að snúa þessari grein rétt, svo maður fái ekki hálsríg af að lesa hana.


mbl.is Hjálp, ég er Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

[MP3] Björk 1977

1977

Ég er að reyna að átta mig á hvers virði þessi fyrsta plata Bjarkar er eiginlega. Mig minnir nefninlega ég hafi einhverntíman átt eintak af gripnum. Kannski er það grafið einhversstaðar í draslinu mínu. Leit á google skilar engu ennþá (þ.e.a.s. um verðið, ekki hvar ég setti hana). Hinsvegar eru misvísandi upplýsingar um hversu mörg eintök voru pressuð, á einum stað stendur 1000, á öðrum að hún hafi verið Platínu plata og því selst í allavegana 5000 eintökum. Þriðja síðan segir að allavegana 7000 eintök hafi verið pressuð.

Veit þetta einhver?

Annars rakst ég á áhugaverða síðu við þessa leit mína, þar sem hægt er að hlusta á allt heila klabbið. Hún er hér:

http://blog.wfmu.org/freeform/2007/03/bjrks_real_debu.html

Hérna er einmitt lag sem Björk ku hafa samið sjálf á þessari plötu, meðan flest hin lögin eru ábreiður.

[MP3] Björk - Jóhannes Kjarval

Nú og svo er auðvitað smellurinn:

[MP3] Björk - Arabadrengurinn

Á einhver eintak af plötunni? Veit einhver hvað gripurinn kostar núna?


[MP3] Milky Wimpshake lag dagsin - Didn't we?

milkywimpshake

"This hangover was the definition of purgatory..." Já hver kannast ekki við sjálfan sig í textum Milky Wimpshake?

Voðalega er annars skrýtið á þessu bloggi að ef maður fer í HTML ham, og svo aftur í grafískan ham, þá vistast ekkert sem er sett inn í grafíska hamnum eftir það. Það þarf að vista eftir breytingar í HTML ham og fara svo í færslulistann og opna aftur til að halda áfram að breyta í grafískum ham. Undarlegt. Og leiðinlegt að komast að því á harða mátann.

Ég minni á að nóg er að smella á "play" hnappinn til að hlusta á músíkina. Sjálfur nenni ég oft ekki að hala niður lögum á bloggum til að opna þau svo í Winamp. Þetta er mikið þægilegra fyrirkomulag, endilega nýta sér það. Nú og ef þú ert með MP3 blogg sjálf/ur og vilt nota svona fídus, þá er þetta trikkið:

<script type="text/javascript" src="http://mediaplayer.yahoo.com/js"></script>

Venjulegast fer þessi kóði í <head></head> taggið. Á moggablogginu þarf hinsvegar að gera svaðalega æfingar til að virkja þetta, þar sem <head> taggið er ekki aðgengilegt okkur dauðlegum verum. Þá þarf að búa til nýjan "lista", undir "Listar" í stjórnborðinu. Það þarf að skýra hann eitthvað, en gallinn er að nafnið kemur upp í valmyndinni vinstra megin, svo skást er að láta hann heita t.d. bara . (punkt semsagt). "Lýsing" verður svo tómt, og svo er kóðinn settur inn í HTML boxið. Svona minnir mig allavegana það hafi verið gert.

Eftir því sem ég kemst næst þá eru núverandi meðimir Milky Wimpshake forsprakkinn Peter Dale ásamt Christine á bassa og Chris Lanigan á trommum. Bandið spilar víst afar sjaldan opinberlega, og hefur ekki komið sér upp Myspace síðu.

Hér er hinsvegar ljómandi fín heimasíða tileinkuð bandinu: http://www.microsofa.net/mw/.

Hérna er svo umræða um bandið á Anorak spjallvefnum:
http://www.anorakforum.com/viewtopic.php?f=6&t=723.

Og hérna er stórkostlegt lag sem heitir "Didn't we?":

[MP3] Milky Wimpshake - Didn't we?

This hangover was the definition of purgatory
Lying in bed, I was stuck between drunk and disorderly
It was too painful to open my eyes
Eventually I did and to my suprise
snoring like a pig, you were sleeping by my side

It was two months since I had broken up with you
Reaching for the phone I told my boss I had the flu
You woke up as I put the phone down
rubbed your eyes and looked around
"What the fuck, what the fuck, what the fuck?!"
was all I could say to you

I thought I had broken up with you, didn't I?

Waking up first had been an early warning
cos you were never at your best in the morning
You didn't scream so I was amazed
Memories lost in a drunken haze
The most important question:
Who made the first move?

I thought I had broken up with you, didn't I?

"I thought I had broken up with you, didn't I?"
"No, you're far too cowardly, you just run and hide"
"Oh well, since you're here anyway,
why don't you just stay all day?
I could make us breakfast late this afternoon."

I found I was making up with you, wasn't I?

Making up, breaking up
Making up, making out..


[MP3] Milky Wimpshake lag dagsins - My Heart beats faster than Techno

milky5

"I wanna hold your hand ... and other things too."

Þetta segir náttúrulega allt sem þarf að segja. Eða segir það sem Bítlarnir þorðu ekki að segja öllu heldur. Enda var fólk svo prútt og stillt í þá daga, ekki klámkjaftar eins og Milky Wimpshake.  

[MP3] Milky Wimpshake - My Heart beats faster than Techno

My heart beats faster than techno
When you hold my hand
2000 beats per minute
faster than a hardcore band

It&#39;s a cliche to sing about it
the Beatles did it fifty years ago
and I always thought that song was clumsy
but now I understand
because I wanna hold your hand

My heart beats like a hammer
when you hold my hand
I start to stutter and stammer
which makes me hard to understand

It&#39;s cliche to sing about it...

Now I wanna hold your hand
Now I wanna kiss your lips
Now I wanna untuck your T shirt
Oh dear, I&#39;m losing my grip!

My heart beats like a metronome
When you&#39;re not around
I get seduced by your pheremones
or is it cheap perfume?

It&#39;s cliche to sing about it...

I wanna hold your hand
I wanna hold your hand
...and other things too


[MP3] The Sealevel

sealevel

Í dag er ég búinn að vera svoldið húkk&#39;t á meðfylgjandi lagi, "The way with you". Hljómsveitin sem þetta flytur vill greinilega vera Teenage Fanclub, en hún heitir The Sealevel og er frá Berlín. Þetta er svona melló feelgood gítarpopp sem maður hefur heyrt margoft áður. En að er líka bara allt í lagi þegar það er vel útfært.

[MP3] The Sealevel - The way with you

Nú og af því að átrúnaðargoð þeirra, Teenage Fanclub, er svo geðveik hljómsveit þá fylgir hérna með meistaraverk þeirra "The Concept".

[MP3] Teenage Fanclub - The Concept

[The Sealevel á Myspace]


[MP3] Pallers - Nýtt frá Labrador

pallers

Maður er orðinn nógu sjóaður í sænsku krútti til að leggja vandlega við hlustir þegar Labrador útgáfan tilkynnir um nýja útgáfu. Nýjasta trompið þeirra er rafdúettinn Pallers sem sprettur hér fram á sjónasviðið með þunglyndislega elektróník, danstónlist fyrir letihauga eins og segir í fréttatilkynningu. Það er ekki laust við að stemninginn minni um margt á kokteilpoppið hjá Club 8 sem ég er algjör sökker fyrir, reyndar minnir þetta helst á remix sem er að finna á endurútgáfum Club 8 og mig grunar að meðlimir Paller hafi komið þar nálægt. 

Nú þegar ég skoða betur myndina af þeim félögum þá sýnist mér hreinlega að þessi hægra megin sé Johan Angergard úr Club 8, en ég finn ekkert á netinu til að staðfesta það.

Ég er ekkert að falla fyrir þessu sjálfur. Það má þó gjarnan gefa þeim félögum séns og breiða út boðskap Labrador sem víðast enda margt stórgott sem þaðan kemur. Við skulum því öll hlýða áhugasöm á lagið "Humdrum" með hljómsveitinni Pallers frá Svíþjóð.

[MP3] Pallers - Humdrum

[Myspace]


[MP3] Icecross

icecrossfront

Eftir að hafa verið í heila viku að velta sér uppúr nýrri og spennandi tónlist á Iceland Airwaves, þá er ekki úr vegi að slíta sig aðeins frá hringiðunni og líta til forfeðra vorra. Meðlimir Icecross gætu allir verið pabbar mínir enda kom fyrsta og eina skífa sveitarinnar út árið sem ég fæddist, 1973. Hún þykir nú hið mesta gersemi og er illfáanleg nema fyrir fúlgur fjár. Eftir dálitla leit á google sá ég að einhver hafði selt eintak á 500 evrur, og það er nú ekki lítill peningur í dag.

Sjálfur á ég eintak af plötunni sem ég hef nú hugsað mér að láta á eitthvað gott heimili, fyrir rétta upphæð. Það hefur hinsvegar reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hana verðmetna. Einhverjir vitleysingar munu nefninlega hafa haft fyrir því að endurpressa hana í upprunalegri mynd, árið 2002. Það mun því vera á fárra færi að sjá hvort platan er orginallinn eða endurpressunin. Aukinheldur var gefin út sjóræningjaútgáfa á CD líklegast árið 2006, en þá með rauðum lit í stað hvíts.

Samkvæmt heimasíðu sveitarinnar sem nýlega fór í loftið mun þó vera væntanlegur geisladiskur með gömlu og nýlegu efni, sem er tilhlökkunarefni. Platan er nefninlega skrambi góð og ég væri alls ekki að selja hana nema í ýtrustu neyð. Áhugafólk um þungarokk virðast sérdeilis hrifið af tónlistinni og ekki síður umslaginu, og það má líklega til sanns vegar færa að tónlistin er talsvert drungalegri og þyngri en gekk og gerðist fyrir 35 árum síðan.

Sveitina skipuðu Axel Einarsson, Ómar Óskarsson og Ásgeir nokkur Óskarsson sem síðar hefur stimplað sig inn sem einn fjölhæfasti og virkasti trommari landsins, meðal annars í Þursaflokknum og Stuðmönnum. 

Axel hafði áður verið í Persónu og Tilveru, og stofnaði síðar Deildarbungubræður og Landshornaflakkara auk þess að vera um skeið í hljómsveit með Shady Owens úti í Bandaríkjunum. Hann rekur nú stúdíóið Stöðin auk þess sem hann gefur út tónlist fyrir yngri kynslóðina, t.d. Sönglögin í Leikskólanum. 

Ómar kom úr Pops og Sókrates og var síðar í Pelikan, og fann síðan Jesús, sem er dulítið kómískt í ljósi textans í laginu sem hér fylgir. Þessa hljóðskrá fann ég á erlendri vefsíðu og vona að enginn setji sig upp á móti því að hún birtist hér líka.

Umslagið hannaði Jón Erlings á einni nóttu, þegar átti að pressa plötuna og það uppgötvaðist að umslagið vantaði. Teikningin framan á umslaginu er hugsuð þannig að drekinn er foringinn Axel, beinagrindin er Ómar og Ásgeir er að krafla sig upp úr jörðinni við fætur þeirra en sést bara í höndina á honum ennþá. Icecross-inn er svo á milli þeirra.

Lagið sem hér fær að hljóma er "Jesus Freaks" sem einmitt vakti mikla kátínu mína á sínum tíma, og gerir enn, fyrir alveg hreint óheyrilegt magn af trommubreikum.

[MP3] Icecross - Jesus Freaks

[http://www.icecross.net]

Viðbót 25.10: Fann annað lag með sveitinni, "Nightmare". Það má hlýða á hér:

http://blog.wfmu.org/freeform/2007/02/mushroom_metal_.html

Leiðrétting: Ég hafði skrifað Ásgeir sem Tómasson, en hann er með réttu Óskarsson.

icecross_1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband