22.9.2008 | 23:37
[MP3] Mew - Snow Brigade
Stuttur póstur í dag. Hljómsveit er nefnd Mjá og er dönsk að uppruna, nánar tiltekið frá Hellerup. Af einhverri ástæðu eru þessir fríðu piltar oft flokkaðir sem shoegaze sem ég get engan veginn samþykkt. Hinsvegar eiga þeir alveg stórgott lag sem ég vildi leyfa ykkur að heyra í dag, "Snow Brigade" heitir gripurinn og er af fyrstu plötu sveitarinnar, Frengers. Finnst einhverjum öðrum en mér að þetta minni svoldið á Bee Gees? [MP3] Mew - Snow Brigade |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 11:48
Uppboð
Ég er að prófa að selja dót á selt.is. Mesta lukku vekja Hin Fjögur Fræknu, en 22 stk af þeim bókum eru þarna á góðu róli. Enginn hefur hinsvegar áhuga á leðurinnbundnum gullbrydduðum vísindaskáldsögum. Kíkið á þetta hér og go nuts! |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 22:45
My Bloody Valentine á tónleikum 14 sept.
All Tomorrow's Parties Festival, 14 september síðastliðinn.
Fengið af hinum ágæta vef http://shoegazeralive2.blogspot.com.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 14:08
[MP3] Snow Coloured Kid
Aftur í Tweepoppið. Snow Coloured Kid er finnski pilturinn Anssi Konttinen sem er ansi hreint lunkinn lagasmiður. Hann gefur út á frönsku útgáfunni Anorak Records. Þá er mín vitneskja um piltinn uppurin, en hérna er skemmtilegur smellur ykkur til ánægju og yndisauka. Meiri músík og minna mas! [MP3] Snow Coloured Kid - I hope you're on my side [Myspace] |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 10:38
Purrkur Pillnikk tribute tónleikar á laugardag
Það er búið að vera Bítlatribute, sem var víst ægilegt flopp, Buff hamra á Pink Floyd lögum og núna er Villa Vill tribute á næstunni sem fólk virðist hreinlega ætla að sleppa sér yfir. Ekkert af þessu kemst þó í hálfkvisti við Purrkur Pillnikk tribute tónleika sem verða á Bar 11 annað kvöld, laugardaginn 20. sept. Þar koma fram hljómsveitirnar Mjöög og Nögl, sem ég þekki reyndar ekki mikil deili á. En þær taka Bo Hall og aðra vælukjóa í nefið á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Heyra má nokkrar Purrks ábreiður sem lofa góðu hérna: Byrjar kl 23.00 og kostar ekki rassgat í bala! |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 15:02
Tónleikar í kvöld
http://www.myspace.com/nocultureiceland http://www.myspace.com/hvarermjallhvit Kostar ekkert inn, ekkert aldurstakmark, byrjar kl 20.00. |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 11:41
Acid House Kings plotta heimsfrægð
Skemmtilegt myndband hérna frá sænsku krúttunum í Acid House Kings. |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 14:26
[MP3] Pale Saints
Allir sem hlusta á tónlist af einhverju viti kannast ábyggilega við það að fá fiðring í magann þegar hlustað er á einhverjar hljómasamsetningar. Þetta kemur yfirleitt fyrir mig þegar ég hlusta á eitthvað gott shoegaze, eins og Pale Saints. Hinsvegar er afar ólíklegt að þetta gerist þegar maður hlustar á útvarpið með öðru eyranu. Helst þarf maður að sitja í þægilegum stól í niðamyrkri og láta tónlistina líða einhvernveginn inn í sig. Því miður gefst ekki mikill tími til svoleiðis aðgerða í seinni tíð, en þessi tilfinning getur gert mann algerlega háðan tónlist, og fyrir mitt leiti er ég alltaf að bíða eftir þessum notalega og spennandi fiðringi. Pale Saints, já, þetta ágæta rak á fjörur mínar ekki alls fyrir löngu, allavegana 10 árum eftir að bandið lagði upp laupana. Platan In Ribbons datt þá í spilarann minn og endurvakti þetta magakitl, svipað og Loveless með My Bloody Valentine gerði hér á árum áður. Ég geri kannski of mikið úr þessari tilfinningu, það finnur þetta líklegast enginn nema ég, enda er upplifun af tónlist afar persónubundin. Hlustum allavegana á lagið "Thread of Light" og sjáum hvaða tilfinningu það vekur: [MP3] Pale Saints - Thread of Light Það er um að gera að taka frá fjórar mínútur til að hlýða á þetta með óskiptri athygli, og stilla dáldið hátt. Annars var bandið stofnað 1987 í Leeds í Englandi af Ian Masters, Graeme Naysmith og Chris Cooper. Seinna slóst í lið með þeim söngkonan Meriel Barham sem heyrist einmitt syngja þetta lag, en hún var áður í þeirri eðalsveit Lush. Masters hætti 1993 en bandið hélt áfram án hans og þótti þá ekki svipur hjá sjón. Svo leikur mér auðvitað forvitni á að vita, hvaða lag kitlar ykkur? Myndband við lagið "Throwing back the Apple", einnig af In Ribbons plötunni: [Last.fm]
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 16:25
[MP3] Tim Ten Yen
Ég hugsa að enginn hafi gengið ósnortinn útaf tónleikum Tim Ten Yen á Organ í desember í fyrra. Þessi töfrandi ungi breti heillaði alla nærstadda uppúr skónum með barnslegri einlægni sinni og mögnuðum danssporum. Það olli því gestum nokkrum vonbrigðum að komast að því að kappinn hafði ekki enn gefið út plötu, nema nokkrar smáskífur sem ekki er hægt að fá hérlendis. Það rofar þó heldur til í þeim efnum en Tim mun gefa út fyrstu breiðskífu sína núna í næsta mánuði, og mun hún bera heitið "Everything beautiful reminds me of you", og það er ekki loku fyrir það skotið að hún rati í betri plötubúðir hérlendis. Þangað til skulum við rifja upp stemninguna með nokkrum lagabútum: [MP3] Tim Ten Yen - The Bear and the Fox Stórskemmtilegt myndband við smellinn "Your Love": [Myspace]
|
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 13:09
[MP3] Allt er vænt sem vel er sænskt - Hari and Aino
Þrátt fyrir að nafnið Hari and Aino gefi til kynna að hér sé á ferðinni dúett frá Finnlandi, þá er þetta í raun og sann kvintett frá Svíþjóð. Og þrátt fyrir að vera sænsk þá kom fyrsta smáskífan þeirra út hjá Cloudberry Records í Miami og breiðskífan kom út snemma á þessu ár hjá Perúsku útgáfunni Plastilina Records. Tungumál tweepoppsins er svo sannarlega alþjóðlegt. Eða kannski er það bara enskan. [MP3] Hari and Aino - Seasons Myndband við lagið "Gold":
[Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)