2.10.2008 | 13:11
[MP3] Airwaves #24 - The Mae Shi
Experimental pönk band frá Los Angeles. Þeir hafa gefið út hjá Kill Rock Stars eins og Deerhoof og nefna einmitt Deerhoof sem einn áhrifavalda sinna, sem og ABBA, Iron Maiden og eiginlega hljómsveitir úr hvaða geira sem nöfnum tjáir að nefna. Moshi Moshi er hinsvegar að gefa út seinustu plötuna þeirra og því má skjóta á að þeir verði á Moshi Moshi kvöldi Airwaves þetta árið. Það er reyndar ekki mikið af ABBA áhrifum í þessum lögum sem ég fann. [MP3] The Mae Shi - The Melody [Myspace] |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 16:55
[MP3] Ný smáskífa frá The Legends
Lengi vel var talið að The Legends væri níu manna band frá Svíþjóð, eða öllu heldur, bandið var kynnt sem slíkt. Hið rétta er hinsvegar að The Legends er einn maður, Johan Angergård. Johan þessi er fjölhæfur listamaður en önnur verkefni hans eru kokteilpoppbandið Club 8 og Acid House Kings. Öll böndin eru gefin út hjá hinu sænska Labrador fyrirtæki sem hann sjálfur rekur. The Legends var semsagt að gefa út singulinn Seconds Away og ég verð að segja að þetta er alveg geðveikt. Lagið nær ekki tveimur mínútum, og er sjóðbullandi súpa af feedbacki og distortion, reverbi og engilfögrum bakröddum. Það er reyndar mjög ólíkt fyrri útgáfum The Legends, en Johan segir þetta um nýju útgáfuna:
[MP3] The Legends - Seconds away Hér eru nokkur eldri lög með kappanum: [MP3] The Legends - Lucky Star |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 21:03
[MP3] Airwaves #23 - Fuck Buttons
Talandi um hávaða (sjá næstu færslu á undan) þá hefur breski dúettinn Fuck Buttons bæst við fríðan flokk listamanna á Iceland Airwaves 2008. Þetta er experimental hljómsveit sem virðist sérhæfa sig í gríðarlegum hávaða. Time Out blaðið lýsti þeim á þennan veg: "adrenaline pumping, ear purging slab of towering, pristine noise". Það hljómar nokkuð spennandi. Þó þætti mér vænna um ef hávaðanum fylgdi svoldið meiri melódía en hér er um að ræða. Undir niðri öllum hávaðanum hjá My Bloody Valentine er nefninlega að finna hágæða popplög. Undir þessum hávaða er ... tjah ... eiginlega ekki neitt bara. Lagið "Colours Move" minnir til að byrja með helst á hávaðasveitina Þeir félagar túra með Mogwai um Bretaland, Japan, USA og Kanada eftir viðkomu hérlendis. Hlýðum á nokkur lög. [MP3] Fuck Buttons - Colours Move (Radio Edit) [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 20:41
My Bloody Valentine tónleikavídeó
Það er aldrei of mikið af My Bloody Valentine. Hérna er myndband af þeim að syngja og leika á All Tomorrows Parties fyrr í mánuðinum. Lagið heitir "I Only Said". Þetta er fengið að láni frá þeim ágæta vef Stereogum, og ef linknum er fylgt þá er annað myndband, fullt af flottum myndum og ágæt umfjöllun um tónleikana þar sem segir meðal annars:
|
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 14:07
The Lovely Eggs
Þetta er svoldið skemmtilegt stöff. The Lovely Eggs frá Lancaster í Bretalandi samanstendur af David Blackwell ásláttarleikara og Holly Ross sem syngur og leikur á gítar. Þau eru bæði grænmetisætur. Holly var áður í stúlknapönk bandinu Angelica sem starfaði frá 1994 til 2003. Það band náði á sínum hápunkti að túra með Babes in Toyland, en félagar hennar í Angelica stofnuðu bandið The Adventures of Loki. Ég rakst allavegana á þetta fína myndband í gær og féll kylliflatur. Það væri líklega ekki úr vegi að kalla þetta Twee Pönk. Ég spái þesus bandi frægð og frama. [Myspace] |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 13:13
Áhugavert niðurhal
Áhugafólk um The Field Mice, og indiepopp yfirhöfuð, getur nú sótt sér tvær Sarah Records smáskífur bandsins á þessum líka þrælfína vef, http://takethepills.blogspot.com/. Það virðist vera hellingur af góðu dóti þarna. Ef maður fylgir þessum link, þá finnum við aukinheldur glás af Sarah Records plötum. Vúhú! |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 17:45
Emiliana Torrini - Jungle Drum
Í gamla daga var ég voðalega skotinn í Emilíönu Torrini. Það var um eða eftir það leiti sem hún var í hljómsveitinni Spoon. Ég var því himinlifandi þegar góður vinur minn gaf mér fallega jólagjöf, innrammaða mynd af stúlkunni sem á var ritað "Með ástarkveðju, Emilíana". Það var svo síðar sem ég áttaði mig á að ég kannaðist við skriftina. Vinurinn hafði þá skrifað þetta sjálfur en ekkert haft fyrir að leiðrétta misskilninginn. En í örstutt augnablik þá sló hjarta mitt eins og frumskógartromma. Það var svo bara í gær að ég heyrði skemmtilegt lag í útvarpinu. Ekki þekkti ég flytjandann en augljóslega var þarna íslensk rödd á ferðinni. Þetta reyndist vera vinkona mín hún Emilíana. Útgefendur hennar eru greinilega með vakandi auga fyrir öllum MP3 skrám sem leka á netið, öll blogg þar sem laginu hefur verið póstað (ég fann tvö) þá hefur það verið fjarlægt eftir vinsamlegar ábendingar um að þetta sé brot á höfundarréttar lögum. Ég reyndar er á þeirri skoðun að MP3 blogg hjálpi til við promoteringu, en svona er þetta. Illu heilli er ekki hægt að hlýða á lagið á Myspace síðu hennar, en hér má hinsvegar hlýða á það, að sinni: Svakalegt stuð alveg. Ætli restin af nýju plötunni sé svona geðveikislega hress? Og hvað er þetta með frumskógartrommubít þessa dagana? |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 21:04
[MP3] Airwaves #22 - Boy Crisis
...segir á vefsíðu Iceland Airwaves. Svo segir líka "Their spaced-out vibe is totally tubular". Öll leiftrandi stílsnilldin er náttúrulega bara bull því þetta er plain og simple popptónlist í anda Motion Boys. Sem er auðvitað þrælfínt alveg. [MP3] Boy Crisis - Dressed to Digress |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 22:27
[MP3] Trembling Blue Stars
Í október 2005 upplifði ég sérstaka tónleika Trembling Blue Stars í smábænum Northampton í Bandaríkjunum. Það voru nefninlega seinustu tónleikar sveitarinnar í Bandaríkjatúr þeirra, og seinustu tónleikar sveitarinnar yfirleitt. Ég áttaði mig lítið á hvað væri varið í bandið þá, þekkti bara lítillega til þeirra og fannst það sem ég hafði heyrt ágætt. Þessir tónleikar voru endapunkturinn á Popfest! New England sem var þá haldið þar í annað skiptið. Þar sem Northampton er circa 3 tíma akstur frá bæði Boston og NYC og daginn eftir var mánudagur, þá hafði talsvert af fólki haldið heim á leið til að vakna daginn eftir. Það voru því ekki ýkja margir eftir þegar bandið steig á stokk. Mér til talsverðar undrunar tók ég þó eftir því að einhverjir þeirra táruðust þegar leið á prógrammið, enda er tónlist Trembling Blue Stars hið ágætasta þunglyndispopp til að byrja með. Það að tímasetningin bauð bara upp á circa 50 áhorfendur voru viðstaddir og að hljómsveitin stóð á þessum merku tímamótum hjálpaði til við að skapa andrúmsloft söknuðar og sorgar. Ég stóð þá í þeirri meiningu að hljómsveitin væri að hætta endanlega, en raunin var önnur, þau voru einfaldlega að hætta að spila á tónleikum. Ástæðan? Jú, Bobby og félagar höfðu fengið upp í kok af því að hafa ekki fulla stjórn á "sándinu". Einnig virðist hann hafa takið nærri sér framíköll tillitslausra áhorfenda í gegnum tíðina, enda viðkvæmur maður með eindæmum eins og berlega heyrist á textum hans. Upp frá þessu gerðist bandið því stúdíó band og gaf út frábæra plötu á seinasta ári, The Last Holy Writer. En afhverju er þetta svona merkilegt band? Jú, fyrir það fyrsta er tónlistin alveg mögnuð. Þess fyrir utan þá var Bobby Wratten í The Field Mice sem var stærsta nafnið á útgáfunni Sarah Records sem í heimi tweepoppsins er risa nafn, þótt það sé löngu hætt störfum núna. Beth Arzy söngkona var í hljómsveitinni Aberdeen sem einnig var gefin út hjá Sarah Records, og aðrir meðlimir komu úr Sarah böndunum Brighter og Another Sunny Day. Hvort þeir eru allir enn í bandinu er ég ekki með á hreinu, en Bobby og Beth hafa verið máttarstólparnir í gegnum tíðina. Trembling Blue Stars er/var því einskonar indiepopp súpergrúppa. Annemari Davies söngkona Field Mice hefur einnig komið fram í mörgum lögum þeirra, en fyrsta plata sveitarinnar, Her Handwriting, var einmitt einskonar uppgjör Bobbys við ástarsamband þeirra sem uppúr slitnaði um svipað leyti og Field Mice hættu. Textar Bobby Wratten eru með eindæmum einlægir og fjalla gjarnan um hans eigin lífsreynslu. Ef þú ert 15 ára og í ástarsorg þá er þetta akkúrat tónlistin fyrir það. Nú, og ef aldurinn er að færast yfir og æskudraumarnir hafa ekki ræst, þá er þetta líka fínt. Samanber þetta ágæta lag hérna af The Last Holy Writer; "Idyllwild". Þegar Beth syngur "I miss you, I miss her" liggur við að hjartað rifni úr manni. [MP3] Trembling Blue Stars - Idyllwild Textinn við lagið: A song on the radio Já, það má alveg bresta í grát yfir þessu. Á maður ekki bara að slökkva ljósið, kveikja kannski á kerti og stara út í rigninguna? Og skera sig á púls kannski. Besta lag Trembling Blue Stars að mínu mati er þó eilítið meira upplífgandi, það heitir "The Sea is so quiet": [MP3] Trembling Blue Stars - The Sea is so quiet (long version) The loneliness of a single light in the distance. Vona að allir séu í stuði eftir þetta. Þess má svo til gamans geta að lag með sveitinni, "If I Handle You With Care", má heyra í þættinum An Attempt to Tip the Scales í þriðju seríu One Tree Hill. |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 14:01
[MP3] Airwaves #21 - Biffy Clyro
Er þetta progg rokk? Airwaves menn hafa verið önnum kafnir við að bæta við böndum undanfarið, maður þarf að herða sig í að skoða þetta allt saman. Þetta skoska band hljómar nú eins og amerískt háskólarokk í mínum eyrum, svona við fyrstu hlustun. [MP3] Biffy Clyro - Mountains [Myspace]
|
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)