Færsluflokkur: Tónlist
21.7.2008 | 16:04
Blankheit
Þá höfum við konan endanlega gefist upp á að vera alltaf skítblönk að taka yfirdrátt og greiðslusamninga. Það er því með þungu hjarta sem ég auglýsi eftirfarandi bókakost til sölu. Listinn gæti útskýrt að einhverju leyti afhverju maður er alltaf á kúpunni, en ég hef í gegnum tíðina verið forfallinn bókafíkill, sem er þó skömminni skárra en margt annað. Fyrir utan þetta allt saman þá kemur vel til greina að selja Trace Elliot bassastæðu, tvö box og magnari, man ekki hve stórt þetta er í wöttum en þetta er mannhæðarhátt og kostaði mig um 70.000 kr fyrir um tveimur árum. Selst á 60.000 kr. Einnig forláta Hofner President bassi frá 1966 (framleiddur í 500 eintökum) sem hægt er að fá fyrir 70.000 kr. Nota bene, ekki fiðlubassi, miklu fallegri en það skrípi. Hérna er svo listi yfir bækurnar sem ég ætla að selja. Ykkur er auðvitað velkomið að kíkja líka við og skoða herlegheitin, bjallið bara í 669-9564 og ég svara um hæl. Á meðan þá er tilvalið að hlusta á lag með svölustu hljómsveit í heimi: Til sölu: The Story of Civilization, 11 bindi innbundin í leður með gullbryddingum. Harry Potter á ensku, innbundnar Dostojevski Stephen Hawking - The Illustrated A Brief History of Time The Ghost in the Shell - Japönsk Manga myndasaga, þykk í stóru broti Ghormenghast Trilogy, 3 innbundnar bækur í slipcase, myndskreyttar frá The Folio Society Science Fiction bækur frá Easton Press, innbundnar í leður, gullbryddingar (hvað var maður að pæla): Safn bóka eftir John Steinbeck, innbundnar Paulo Coehlo safn, kiljur í hörðu slipcase Antti Tuuri: Ýmsar innbundnar á íslensku: Heavy Metal Magazine, teiknimyndasögublöð, ca 140 stk. í allt. Einnig gríðarlegt magn af Science Fiction tímaritun frá sjötta áratugnum s.s. A Series of Unfortunate Events, innbundnar Tölvubækur: Annað: Syrtlur: Meira Sci-Fi: Chronicles of Narnia, kiljur á ensku: Ef einhver hefur áhuga á vel með förnum Cadillac Seville sem er um það bil að verða fornbíll, þá megið þið bjalla í mig líka. Hef ekki grun um hvað slíkt apparat gæti kostað. |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 23:16
[MP3] Roadside Poppies
Mér varð það á í fyrrasumar að fjölga mannkyninu. Þá fæddist lítil yndisleg stúlka sem telst þá vera sjötti fjölskyldumeðlimurinn, fyrir utan kettina og hamsturinn. Skyndilega varð fallega bláa Nubiran mín (sem gekk undir heitinu Bláa Bláberið) alltof lítil og við fórum að svipast um eftir stærri bíl. Eftir nokkar umhugsun var ákveðið að splæsa í þægindi í stað sparnaðar og verslaður var risastór 7 manna Chevrolet sem fékk nafnið Rauða Rúsínan. Síðan skall á kreppa og skrjóðurinn sá er þeim galla búinn að allir mælar eru í mílum en ekki kílómetrum. Það vandast því málið að reikna út hvað hann eyðir og stærðfræði hefur aldrei verið mitt sterkasta fag. Eftir grófan útreikning í huganum fann ég því út að hann eyddi circa 100 lítrum á hundraðið. Þá var dreginn fram hjólgarmur sem mér lánaðist að fá gefins fyrir nokkru. Það er hinsvegar þrautin þyngri að hljóla í vinnuna, einhverra hluta vegna svitna ég eins og grís og paufast upp minnstu brekkur blásandi eins og eimreið. Þetta fannst mér ekki sniðugt. Því fór ég að draga hljólið fram í frítíma mínum og hjóla um nágrennið, Öskjuhlíðina og Fossvoginn og draga krakkana með, svona til að byggja upp þol. Og það er barasta ekkert mál! Því komst ég að þessari niðurstöðu, það er ekkert mál að HJÓLA... það er hinsvegar þrælerfitt að hjóla í VINNUNA. Roadside Poppies er Twee band frá Cambridge í Bretalandi, frontað af Matloob Qureshi sem mér virðist vera indversk ættaður. Drengurinn sá flutti til Kaupmannahafnar snemma á þessu ári og sankaði þar að sér fólki til að spila með sér svo að hljómsveitin væri ekki dauð á meðan, Roadside Poppies hefur því þá sérstöðu að vera til bæði í Danmörku og Bretalandi. Og Matloob er ekki ókunnugur hjólreiðum, hugsanlega er hann að hjóla í vinnuna í þessu lagi: [MP3] Roadside Poppies - Cycling and Crying Matloob sendi mér línu í fyrra í tölvupósti, sagðist hafa hitt íslenska stúlku á tónleikum með þeim þar ytra. Sú vildi ólm að þeir kæmu til Íslands. Ef hún les þetta þá biður hann að heilsa. En tékkum á fleiri lögum með þeim félögum. [MP3] Roadside Poppies - Wed Nes Day |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 13:58
[MP3] The Specific Heats
Fólk er alveg sultuslakt á Besties getrauninni, giskar ekki einu sinni á Gullfoss, þótt með fylgi mynd af bandinu við það að stökkva í fossinn. Enda ekki margir sem þekkja The Besties og vita ekki til hvers er að vinna. Það má hinsvegar upplýsa að staðurinn er á Snæfellsnesi og honum fylgir sú hjátrú að óskir manns rætist ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Vinningurinn er ekki af verri endanum enda eru 7" smáskífur nú hipp og kúl, og þessi er þar að auki grá á litinn. Núna er hinsvegar ljómandi fallegur sunnudagur, með tilheyrandi skýjafari, kulda og roki, í það minnsta hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá er við hæfi að skella sér í sunnudagsbíltúr og fá sér ís, og þetta vita krakkarnir í The Specific Heats frá Boston. Hljómsveitin er hugarfóstur hins smávaxna Mat Pat sem hefur einnig verið liðtækur meðlimur sveita eins og Shumai og My Teenage Stride. Í fyrra kom út platan Aboard a Spacechip of the Imagination sem er stútfull af nördapoppi með surf áhrifum.... Hlýðum á lag um ís, og fáum svo fallegt lag þar sem Mat tekst að tvinna saman misheppnuðu ástarævintýri og Carl Sagan. "It was science that brought us together and nature that pulled us apart". Ég er alveg sérstaklega veikur fyrir lögum þar sem "ba ba ba" er notað sem uppfylling í textagerð. "Ice Cream Shop" er fallegt dæmi um lag þar sem ba ba ba er notað í góðu hófi. Á næstunni ætla ég svo að draga fram í dagsljósið lög þar sem þetta er notað meira en góðu hófi gegnir. [MP3] The Specific Heats - Ice Cream Shop |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 22:47
[MP3] The Besties - getraun
Bandaríska tweepopp sveitin The Besties rak á land hér á Íslandi seinasta sumar, og spiluðu þau bæði á Paddy's í Keflavík og Organ í Reykjavík. Þeim til halds og trausts voru Hellvar, Vicky Pollard, Dýrðin, Jan Mayen og Foreign Monkeys. Þessi ágæta sveit var upphaflega tríó og þau notuðu skemmtilegan trommuheila sem var kallaður Shitkicker, en seinna bættist trommuleikarinn Frank Korn við og þannig skipuð léku þau hér, úttauguð eftir túr um Bretland og Svíþjóð, og Frank fárveikur. Það stoppaði þau ekki í að spila kick ass gigg og ferðast vítt og breytt um landið. Fyrsta breiðskífan þeirra, Singer, sem var nefnd eftir fyrsta gítarleikaranum þeirra, kom út 2006 hjá Skipping Stones Records, og næsta plata er á leiðinni í október. Forsmekkinn af henni er að finna í smáskífunni Bone Valley Deposit sem kom út hjá Hugpatch í NYC fyrr á þessu ári. Bandið heillaðist náttúrulega af landi og þjóð og hughrifin voru slík að lag á nýju plötunni er helgað ákveðnum stað sem þau heimsóttu. Og þá er komið að getrauninni, hvaða stað á Íslandi teljið þið líklegan til að vera yrkisefni The Besties? Sá sem fyrstur giskar rétt fær að launum eintak af Bone Valley Deposit smáskífunni! Þangað til skulum við hlusta á lag af fyrstu plötunni. Takið eftir textanum og skemmtilegri röddun í enda lagsins. [MP3] The Besties - Zombie Song The Besties hafa unun af að hoppa: Hérna hoppa þau svo að segja á ystu nöf á kunnglegum stað: |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 17:45
[MP3] Godflesh
Eflaust hefur auglýsingaherferð Vodafone, Skítt með kerfið, ekki farið framhjá mörgum, en þar er gert út á ímynd pönksins. Lítt áberandi smáatriði í heilsíðuauglýsingu Vodafone manna er hinsvegar barmmerki með orðinu Godflesh. Godflesh var hinsvegar, eins og allir vita, ekki pönkhljómsveit heldur lék hún "industrial metal". Ég átti mitt industrial metal tímabil á yngri árum og eignaðist þá plötur með Ministry, Skinny Puppy og plötuna Streetcleaner með Godflesh, sem einstaka sinnum ratar á fóninn hjá mér enn. Godflesh var stofnuð árið 1988 af fyrrum meðlim Napalm Death, Justin nokkrum Broadrick. Sveitin var undir áhrifum frá Swans, Killing Joke, Big Black og Throbbing Gristle svo nokkrar séu nefndar. Paul Raven úr Killing Joke og Ministry gekk síðar til liðs við sveitina en hún hefur einnig skartað fyrrum meðlimum Swans, Guns 'n Roses og Loop (hver man eftir Loop?). Ennfremur hefur Justin unnið með skallapoppurunum Sunn O)))). Árið 2002 lagði Godflesh upp laupana þegar Justin fékk taugaáfall. Hann jafnaði sig þó innan skamms og stofnaði sveit sem enn starfar og ber heitið Jesu, en mun ekki spila kristilegt rokk þrátt fyrir nafngiftina. Streetcleaner er þung plata í meira lagi, og ekki hugsuð fyrir rómantískt kvöld með elskunni þinni, nema hugmyndir manns um rómantík innihaldi tjah, króka og keðjur af ýmsu tagi. Hlýðum á tóndæmi: [MP3] Godflesh - Christbait Rising Og hvað er Justin að bralla núna? Shoegaze metal pop! [MP3] Jesu - Conqueror |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 16:43
[MP3] Vivian Girls
Vivian Girls eru frá Brooklyn og gáfu nýlega út fyrstu breiðskífu sína, sem heitir einfaldlega Vivian Girls. Platan sú seldist upp svo að segja strax, en hún var víst prentuð í frekar takmörkuðu upplagi. Hugsanlega nógu takmörkuðu til að vinir og ættingjar hafi hreinlega keypt það upp, en bloggarar hvarvetna halda vart vatni yfir snilldinni. Ég er ekki búinn að spræna á mig ennþá, en ansi oft þegar ég rekst á eitthvað um annað band sem ég held mjög uppá (pains of being pure at heart), þá er eitthvað verið að skrifa um þetta band í nánu samhengi við þau. Þannig ég tékkaði á þeim. Afhverju er allt þetta fuzz? Hljómar eins og argasta ruslatunnurokk, en er sagt líkjast mjög C-86 böndum ef fólk kannast við það fyrirbæri. Sjálf segjast þær ekki undir áhrifum þaðan heldur mikið meira frá pönki. Þess má til gamans geta að platan inniheldur 10 lög og er bara 22 mínútur á lengd. Ekkert verið að eyða tímanum í óþarfa á þeim bænum. "Where do you run to" finnst mér standa uppúr af þessum lögum. [MP3] Vivian Girls - Where do you run to Þess ber svo að sjálfsögðu að geta að viðtal við bæði Pains og Vivian Girls er að finna í Twee As Fuck fanzine sem er nýkomið út. [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 13:26
[MP3] Airwaves #14 - Planningtorock
Planningtorock er ekkert sérstaklega mikið að plana það að rokka. Það verður líklegast ekki snefill af rokki á tónleikum Planningtorock satt að segja. "More like Planning to suck" stóð á einu bloggi. Mér virðist að tónleikar hennar séu mikið sjónarspil, meira gjörningur heldur en eiginlegir tónleikar. Hérna er smá umfjöllun um hina ungu og mjög svo efnilegu listakonu Janine Rostron sem er allt í öllu í þessari hljómsveit. Þessi orð voru höfð um listakonuna á öðru bloggi, mér þykir sjálfsagt að vitna í þau: "With a laptop as her backing band, and weird projections playing in the background, Rostron kind of reminded me of the crazy French lady on LOST. She wore billous white clothes, and donned at least three different hats/masks, including one that made her look like the Sandpeople in Star Wars. She had a chair that she often stood on while she rolled the mike around in her hands or sang into a bone. (Yes, I said a bone.) I thought for sure she was going to fall off." Og myndband við lagið "Changes": Og hér má hlýða á lagið "Think that though": [MP3] Planningtorock - Think that thought [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 12:38
[MP3] Thrushes
Thrushes frá Baltimore eru nýja uppáhaldið mitt. Þau spila kraftmikið Shoegaze af bestu gerð og hafa verið að vekja athygli þar ytra m.a. með því að hita upp fyrir The Raveonettes. Fyrsta platan þeirra, Sun Come Undone, kom út í fyrra og eftir 4 daga verður gripurinn gefinn út á vínyl, enda er það hipp og kúl núna. Tékkum á nokkrum lögum og hækkum í botn! [MP3] Thrushes - Flying Og vídeó við lagið "Heartbeats": [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 17:25
[MP3] Airwaves #13 - Yelle
Yelle virðist við fyrstu athugun vera einhverskonar tískufyrirbæri. Hugsanlega ilmvatn. Eða nýtt tímarit í stíl við Elle. Svo kemur upp úr kafinu að þetta er frönsk söngkona sem skýrir hvað þetta er að gera á Iceland Airwaves, en reyndar er líka til kanadískur hokký leikmaður sem heitir Stephane Yelle. Stúlkan hefur átt m.a. lag í tölvuleiknum Need for Speed ("À cause des Garçons"). Ég er eitthvað að reyna að klóra mig út úr wikipedia síðunni um hana, hún er fædd 1983 og virðist hafa búið til lög með sömplum úr öðrum lögum, og svo hafa aðrir remixað lögin hennar. Og já, hún hefur hitað upp fyrir Mika. Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama um þetta fyrirbæri. Vesgú! [MP3] Yelle - Je Veux Te Voir [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2008 | 16:19
Ringo Deathstarr vídeó og Youtube trick
Að embedda Youtube vídeóum er góð skemmtun. Þá semsagt tekur maður Youtube vídeó og birtir það á annari vefsíðu. Til þess þarf einungis að afrita svokallaðan "embed code" og setja inn á síðuna sína. Hér að neðan eru einmitt dæmi um "embedduð" vídeó. Oft á tíðum er hægt að velja um það að skoða Youtube vídeó í hærri gæðum, og það á yfirleitt við um tiltölulega nýleg myndbönd. Hinsvegar, ef myndbandið er "embeddað" þá birtist það alltaf í standard (lélegum) gæðum, og getur það verið nokkuð fúlt. HINSVEGAR, þá rakst ég nýlega á smá trikk til að breyta þessu. Tökum sem dæmi þetta ágæta myndband með hljómsveitinni Ringo Deathstarr frá Austin í Texas. Standard HTML kóði til að embedda þetta tiltekna vídeó er svona: <object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object> Með því að bæta við kóðanum &ap=%2526fmt%3D6 fyrir aftan slóðirnar tvær þá birtist myndbandið í High Quality. Sumstaðar er mælt með að nota &ap=%2526fmt%3D18 og það kann að virka í einhverjum tilvikum meðan &ap=%2526fmt%3D6 virkar í öðrum. Það er semsagt engin föst regla um það svo ég viti. Í þessu tilviki virkar það síðarnefnda. Embed kóðinn verður semsagt (og hérna er viðbótin bold): <object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1&ap=%2526fmt%3D6"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1&ap=%2526fmt%3D6" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object> Myndbandið við "Some kind of sad" með Ringo Deathstarr er hér í tveimur útgáfum, í neðra myndbandinu hefur &ap=%2526fmt%3D6 verið bætt við URL-ið í embed kóðanum, og það vídeó lítur mun betur út þegar það er spilað. Sniðugt, ekki satt?
Þekkir annars einhver sniðugt íslenskt orð yfir "embed"? |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)