Færsluflokkur: Tónlist
8.7.2008 | 12:43
[MP3] The Greencoats
The Greencoats eru frá Gautaborg í Svíþjóð, og spila skemmtilega samsuðu af sixties og shoegaze. Síðarnefndu áhrifin eru mun fyrirferðarmeiri í laginu sem hér er boðið uppá, meðan sixties áhrifin eru afar greinilega í lögum á Myspace síðu sveitarinnar. Forsprakki sveitarinnar, Ramo Spatalovic, segist undir áhrifum frá Jess Franco, Soledad Miranda & Jean Rollin, sem ég hef nú ekki grun um hver eru, kannski kveikir á perunni hjá einhverjum. Lagið "Honey" er allavegana ekki af verri endanum. Ég er þó ekkert sérstaklega viss um að þetta lifi lengi með manni. Fínn hávaði engu að síður. [MP3] The Greencoats - Honey [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 22:54
[MP3] Nýtt lag frá The Pains of Being Pure at Heart
Hávaðakrúttin með langa nafnið, The Pains of Being Pure at Heart, voru rétt í þessu að kynna til sögunnar demó af nýju lagi, "Gothenberg Handshake". Væntanlega verður þetta sama lag í endanlegri mynd á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem er væntanleg innan skamms, og Þegar maður hefur sætt sig við að laginu er ekki drekkt í hnausþykku distortion eins og flest önnur lög frá þeim, þá hljómar þetta demó ekki ósvipað gömlu efni með The Cure, sem er að sjálfsögðu alveg ljómandi gott. Þau eru einmitt á leiðinni til Svíþjóðar í september og spila þá eflaust í mekka indiepoppsins; Gautaborg. Vonandi sjá þau sér fært að koma við hér aftur, en eins og alþjóð veit þá spilaði sveitin á vel heppnuðum tónleikum hér í mars ásamt <3 Svanhvít! og Lada Sport. [MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Gothenberg Handshake [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 13:36
[MP3] Airwaves #12 - Florence and The Machine
Florence Mary Leontine Welsh er 21 árs gömul stúlkukind sem kemur fram undir nafninu Florence and The Machine. Hún er gjarnan ein á sviði eða með félaga sem leikur undir á gítar sem er þá líklegast The Machine í þessu sambandi. Hún hefur gjarnan verið nefnd í sömu andrá og Kate Nash, Lily Allen og vinkona okkar Amy Winehouse, bara meira Indie. Ég hef reyndar aldrei heyrt í neinni þeirra svo ég get ekki dæmt um það, en sjálf segir hún um tónlistina sína: "the kind of music Lily or Kate would make if theyd grown up locked in a cage full of snakes in the basement of a Louisiana funeral home". Americana influenced indie-soul segir á einum stað. Hún er allavegana bresk, og hafði ekkert gefið út nema kassettu í 500 eintökum þar til fyrsta smáskífan kom út núna í júní, með laginu "Kiss with a Fist". Hún er á mála hjá Moshi Moshi Records sem hafa löngum verið áberandi á fyrri Airwaves hátíðum. Hún hefur svo verið að hita upp fyrir hljómsveitina MGMT en sú sveit hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgdist með EM í fótbolta. [MP3] Kiss with a Fist Myndband við lagið "Kiss with a Fist": [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 17:49
[MP3] Radio de Outono
Fyrst maður er á annað borð kominn til Brasilíu, þá er ekki úr vegi að kíkja aðeins til borgarinnar Recife í norð-austurhluta landsins og heimsækja hljómsveitina Radio de Outono. Nafnið ku þýða Útvarp Haustins, eða eitthvað í þá áttina. Tónlistin er popprokk undir áhrifum frá stefnum sem kallast Jovem Guarda sem ku vera brasilísk tónlistarstefna sem fór mikinn á seinni hluta sjötta áratugarins og einkennist af barnalegum textum og tyggjókúlumelódíum, er mér sagt. Tyggjópopp er allavegana akkúrat rétta orðið yfir tónlist Radio de Outono. Þau hafa gefið út samnefnda EP plötu og tvær demó útgáfur, og voru seinast þegar ég vissi að leyta að útgefanda að stórri plötu, en það var vorið 2007. Ég sé ekki að sú breiðskífa sé komin út, og bandið hefur ekki loggað sig inn á myspace síðan í desember, svo hugsanlega heyrist ekkert meira í þeim. Lagið "Além da Razão" er stórkostlegt popplag, og þýðist á engilsaxnesku sem "Edge of Reason". Ekki treysti ég mér til að þýða þetta gáfulega á íslensku, "Endimörk skynseminnar"? Nah.... ekki gott nafn á lag. En lagið er allavegana alveg endalaust grípandi, gríðarlegt hljómborðssóló, Big Muff effect á bassanum og stoppkafli sem stútar öllum öðrum stoppköflum (svokallaður "cliffhanger", 6 bít í stað fjögurra). Uppfullt af smekklega útfærðum klisjum. Og bandið virðist lítið sem ekkert þekkt í sínu heimalandi. Það má svo benda á þá skemmtilegu staðreynd að það er enginn gítar neinstaðar í þessum lögum. Enda enginn gítarleikari. En hver þarf svosem gítar? [MP3] Radio de Outono - Além da Razão Myndband við "Endimörk skynseminnar": Nokkuð laglegar myndir af tónleikum sveitarinnar mér finna hér og hér. Og hér er viðtal við sveitina, það eina sem ekki er á portúgölsku. (Opnast allt í nýjum glugga, vúhú!) [Myspace] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 17:48
[MP3] Airwaves #11 - CSS
CSS er þekkt fyrirbæri í vefsmíði, og stendur fyrir Cascading Style Sheets. Tölvunördinn ég hélt að það væri nafn sveitarinnar enda ekki vitlaust nafn á bandi þannig lagað. En CSS stendur hérna fyrir Cansei de ser Sexy, sem mun vera brasilíska fyrir "þreytt á að vera sexý" en frasinn mun gripinn glóðvolgur úr munúðarfullum munni söngkonunnar Beyonce á vondum degi. Cansei de ser Sexy eru semsagt frá Brasilíu og spila .. uh... ögrandi og munúðarfullt electró-dans-indie. Engin furða að ég hafi aldrei heyrt í þeim fyrr. Bandið var stofnað 2003 og önnur plata þeirra er væntanleg á Sub-Pop labelinu síðar í þessum mánuði. Sub-Pop greinilega búnir að gefast upp á grunge-inu. [MP3] CSS - Rat is dead (Rage) [Myspace] Mér virðist líka hafa tekist að setja inn svona spilaradót á síðuna, ef þið smellið á hnappinn við lagið, þá á það að opnast í spilara. Spilarinn virkar svo þannig að hann fer sjálfkrafa í næsta lag á síðunni, svo það þarf ekki sífellt að smella á næsta lag. Ennfremur er algerlega óþarfi að hlaða niður lögunum fyrst til að hlusta. Það er hinsvegar hægt að vista þau fyrir Ipodinn með því að hægrismella á nafnið og velja save as. Það væri nú fínt að vita hvort þessi spilari gerir lukku, ég er ekki alveg viss um hann. |
Tónlist | Breytt 7.7.2008 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 19:04
[MP3] Airwaves #10 - PNAU
PNAU eru tveir sjóðheitir gaurar frá Sidney í Ástralíu sem spila sjóðheita danstónlist. Fyrsta platan þeirra, Sambanova, kom út 1999 svo þeir eru engir nýgræðingar í bransanum. Lagið "With you forever" minnir mig á Motion Boys, meðan önnur lög eiga sitthvað sameiginlegt með t.d. Daft Punk, nú eða löndum þeirra Cut Copy. Sjóðheitt og sveitt alveg. [MP3] PNAU - With you forever Myndband við "Baby": [Myspace] |
Tónlist | Breytt 2.7.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 10:56
[MP3] Rockabilly Psychosis & the Garage Disease
Ég hef alltaf verið veikur fyrir sixties tónlist, bæði British Invasion böndunum bresku, sem og amerískum ruslatunnubílskúrsrokksveitum frá sama tíma, sem voru einskonar villtari útgáfur af bresku sveitunum. Meðan bretarnir sungu ástarsöngva þá voru kanarnir meira trash og sungu gjarnan um skrýmsli ýmiskonar, nornir, uppvakninga og geðveilur. Kanarnir virðast líka hafa kunnað minna á hljóðfærin sín og verið meira sama um það. Það var því mikið ánægjuefni að rekast á safnplötuna Rockabilly Psychosis & the Garage Disease sem safnar saman lögum úr ruslatunnu geiranum beggja vegna atlantsála, margt af þessu vel þekkt lög og einhver þeirra með yngri böndum sem sækja áhrif í ruslatunnurokk sjötta áratugarins. Hægt er að sækja plötuna í heild sinni hér, en ég pósta hérna nokkrum vel völdum gullmolum líka. [MP3] The Sonics - Psycho
|
Tónlist | Breytt 2.7.2008 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2008 | 17:02
[MP3] Airwaves #9 - Young Knives
Young Knives hófu feril sinn undir heitinu Simple Pastoral Existence í smábænum Ashby-de-la-Zouch í Leicesterhire árið 1997. Þeim varð eitthvað lítið ágengt með því nafni, en náðu hylli almennings sem Young Knives á Truck Festival árið 2002. Þá fóru plöturnar að rúlla út, sumar þeirra unnar með Andy Gill, forsprakka hinnar virtu spasmapönksveitar Gang of Four, en sú sveit ku einnig hafa haft áhrif á Young Knives til að byrja með. Þeir hafa síðan verið að hita upp fyrir allskonar merkismenn s.s. Kaiser Chiefs, og önnur breiðskífan, Superabundance, leit dagsins ljós í mars á þessu ári. Sveitin er gjarnan smekklega klædd á sviði og tveir meðlimir með gleraugu. Af þeim sökum hefur tónlistin verið skilgreind sem "Geek Rock" en það á víst ekki við um neitt annað en útlitið. [MP3] Young Knives - She's attracted to Sjáum svo hvort ég get sett vídeó hérna skammlaust: [Myspace] |
Tónlist | Breytt 2.7.2008 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 17:18
[MP3] The Fall
Fyrst ég gubbaði því útúr mér að These New Puritans minntu mig á The Fall, þá er nú ekki úr vegi að grafa eitthvað upp með þeirri eðal sveit. [MP3] The Fall - How I Wrote Elastic Man Forsprakki sveitarinnar, Mark E. Smith, er núna 51 árs gamall, en lítur út fyrir að vera svona áttræður að minnsta kosti. The Fall var stofnuð 1976 og er enn að.Fyrsta platan þeirra sem ég eignaðist er I Am Kurious Oranj frá 1988, en hún innihélt tónlist sem hljómsveitin samdi fyrir samnefnda ballett sýningu, þar sem þau einmitt spiluðu lögin live á sviðinu með dönsurunum. Hér er myndband við lag af plötunni, "Big New Prinz", sem er alveg hreint frábært lag, og sannar að ekki þarf að flækja hlutina mikið, lagið er bara einn kafli. Það hefur löngum verið stormasamt í kringum Mark, og erfitt að spila með honum. Ég sá sveitina spila hér á landi fyrir nokkrum árum, bæði í Austurbæ og á Grandrokk. Nær allan tímann var hann að fikta í græjum félaga sinna, lækka eða hækka í mögnurum, og fjarlægja hljóðnema úr trommusettinu. Hinir tóku þessu með stóískri ró, væntanlega vanir þessum kenjum, og breyttu stillingum til baka þegar hann sneri baki í þá. Hin stóíska ró hefur þó ekki alltaf einkennt tónleikana. Uppúr sauð á túr um Ameríku árið 1998 þegar slagsmál brutust út á sviðinu þegar trommuleikarinn Karl Burns gafst upp og hreinlega lamdi söngvarann duttlungafulla. Í það skiptið hætti Burns, sem og bassaleikarinn Steve Hanley og gítarleikarinn Tommy Crooks. Slagsmálin má líta í heimildarmyndinni The Wonderful and Frightening World of Mark E. Smith, sem sjá má á Youtube hér (hluti 8 af 9). Mark E. Smith var nú nokkuð laglegur gæji á árum áður: En svona lítur hann út í dag blessaður kallinn: Það er alls ekki verra að kíkja líka á lagið "Wings": |
Tónlist | Breytt 2.7.2008 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 17:32
[MP3] Airwaves #8 - These New Puritans
"... a quartet of art brats from Southend-on-Sea" segir í Rolling Stone Magazine. Þetta lið hefur verið að túra með Crystal Castles og Klaxons svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst gaurinn syngja eins og Mark E. Smith úr The Fall, sem er gott, en sjálf segjast þau svo vera undir áhrifum frá Wu-Tang Clan, sem er öllu verra.
These New Puritans eru allavegana að meika það með fyrstu plötunni sinni, Beat Pyramid, sem kom út fyrr á árinu, en fyrsti singullinn þeirra leit dagsins ljós árið 2006. Gaurarnir tveir vinstra megin á myndinni eru tvíburar.
[MP3] These New Puritans - Elvis
[MP3] These New Puritans - Numbers
[MP3] These New Puritans - Swords of Truth
Þetta vídeó er sagt vera "sick", en það er við lagið "Elvis".
[Myspace]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)