Færsluflokkur: Tónlist
26.6.2008 | 12:45
[MP3] Gamalt og gott - Sonic Youth
Smá klassík til að hressa upp á þennan fúla fimmtudag! Mæli sérdeilis mikið með "Silver Rocket".
[MP3] Sonic Youth - Theresa's Sound World
[MP3] Sonic Youth - Shadow of a Doubt
[MP3] Sonic Youth - Dirty Boots
[MP3] Sonic Youth - Teenage Riot
[MP3] Sonic Youth - Silver Rocket
[MP3] Sonic Youth - The Sprawl
Ef þið eruð í geðveiku stuði þá getið þið sótt Deluxe Edition af Daydream Nation hér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 17:05
[MP3] The Maybellines
Ég fékk skyndilega upp í kok af Airwaves böndum, þetta er allt svo hrikalega hipp og kúl eitthvað. Ég varð að fá smá skammt af poppi með hljómsveit sem er ekki að reyna að vera töff, og fyrir valinu varð The Maybellines frá Denver í Colorado.
Ég féll fyrir sveitinni fyrir margt löngu þegar ég rakst á myndbandið við lagið "Wait For You". Hrikalega einfalt og skemmtilegt. Tuskubrúður, stop motion, blue screen. Harðsvíraður köttur rænir banka, og verður ástfanginn af gjaldkeranum. Saman flýja þau undan réttvísinni en löggan gómar hann þegar þau stoppa til að fá sér ís mitt í öllum hasarnum. Stúlkan tekur sig til og bakar Cherry Bomb Cake (kills 6!) og fer með í fangelsið til að frelsa hann.
Sveitin var stofnuð haustið 1998 og hefur gefið út 3 smáskífur, 2 EP og eina breiðskífu, breiðskífuna hjá hinu virta indiepopp labeli Shelflife. Hérna eru nokkur lög. Svo kíkjum við á These New Puritans á morgun.
[MP3] The Maybellines - Battleship
[MP3] The Maybellines - Our Midnight
[Myspace]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 17:44
[MP3] Airwaves #7 - Robots in Disguise
Robots in Disguise eru ekki Star Trek nördar eins og ég hélt fyrst, heldur tvær ungar stúlkur sem syngja um dóp og kynlíf og gefa manni hressilega fingurinn. Electró pönk er þetta kallað og sveitin á dálítið sammerkt með t.d. hinni bráðskemmtilegu sveit Le Tigre. Það er einhver Riot Grrrl fílíngur í þessu öllu saman. Þær munu ábyggilega spila á NASA ef sá staður verður ennþá brúklegur, og þar fær enginn að sitja á gólfinu.
Sveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur, Robots in Disguise 2001, Get RID! 2005 og nú seinast We're in the Music Biz á þessu ári. Stúlkurnar eru, líkt og Crystal Castles, nær eingöngu bókaðar á festivöl og njóta almennt mikillar hylli. Ég spái því að þetta verði með betri böndunum á Airwaves, og af þessum lögum líkar mér best við "Turn It Up". Þess má geta að "Postcards From..." er töluvert frábrugðið hinum lögunum.
[MP3] Robots in Disguise - Postcards From ... (af Robots in Disguise, 2001)
[MP3] Robots in Disguise - Turn It Up (af Get RID!, 2005)
[MP3] Robots in Disguise - La Nuit (af sömu plötu)
--- Lagaði eftirfarandi linka 24.06.08:
[MP3] Robots in Disguise - The Sex Has Made Me Stupid (af We're In The Music Biz, 2008)
[MP3] Robots in Disguise - I'm Hit (af sömu plötu)
Myndband við "Turn It Up":
[Myspace]
Tónlist | Breytt 24.6.2008 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 12:27
Singapore Sling vídeó
Singapore Sling héldu útgáfutónleika á Organ á föstudaginn í tilefni útgáfu smáskífunnar Godman sem fylgir frítt með Reykjavik Grapevine, reyndar í takmörkuðu upplagi, 500 eintök, svo að blöðin með smáskífunni eru á völdum stöðum s.s. plötubúðum.
Ég skaut þetta vídeó af þeim á föstudaginn, en hef ekki grun um hvað lagið heitir. Ef einhver þekkir það væru komment vel þegin.
Þess má svo geta að það er hægt að sjá þetta í "high quality" hér:
http://www.youtube.com/watch?v=ntB2atZZc-s (smella á "watch in high quality")
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 19:54
[MP3] Airwaves #6 - Therese Aune
Man einhver eftir myndinni "Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain"? Öðru nafni "Amelie"?. Með hinni íðilfögru Audrey Tautou í aðalhlutverki? Auðvitað gerið þið það, og þá munið þið líka eftir stórkostlegri tónlistinni, sem Yann nokkur Tiersen á heiðurinn af.
Nú, Therese Aune er semsagt kvenkyns útgáfan af Yann Tiersen, bara meira pirrandi. Ég fann ekkert MP3 en hérna er Youtube myndband:
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 16:11
[MP3] Airwaves #5 - Crystal Castles
Crystal Castles er greinilega alveg sérdeilis vinsæl hljómsveit, og þau státa hugsanlega af sætustu stelpunni, og stærsta nefinu, á komandi Airwaves hátíð. Þau eru að spila á liggur við hverju einasta festivali sem er haldið þetta sumarið. Tölvuleikja-techno er orð sem mér dettur helst í hug, og mér sýnist að flogaveikt fólk ætti að forðast þau eins og heitan eldinn en þau hafa mikið dálæti á strobe ljósum. Alice Glass og Ethan Kath skipa sveitina og fyrsta platan þeirra kom út núna í mars síðastliðnum. Lagið sem vakti athygli útgáfufyrirtækja á þeim er hér að neðan og heitir "Alice Practice", og er víst einmitt það, prufu upptaka sem rataði á Myspace og var aldrei hugsuð sem eiginlegt kynningareintak.
Urmul af lögum þeirra er að finna víðsvegar á netinu, hér eru linkar í nokkur þeirra, en þar sem þetta er grafið upp hist og her þá ábyrgist ég ekki að allir linkarnir virki um ókomna framtíð.
[MP3] Crystal Castles - Air War
[MP3] Crystal Castles - Courtship Dating
[MP3] Crystal Castles - Alice Practice
[MP3] Crystal Castles - Vanished
[MP3] Crystal Castles - Magic Spells
[MP3] Crystal Castles - Untrust Us
[MP3] Crystal Castles - Crimewave
[Myspace]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 23:09
[MP3] Airwaves #4 - Stars Like Fleas
Mér þykir ekki ólíklegt að Stars Like Fleas muni spila í IÐNÓ, og að áhorfendur muni sitja á gólfinu. Jú þetta er einmitt svona krúttleg, brotthætt og falleg tónlist, fiðlur, selló og hörpusláttur. Þriðja plata sveitarinnar er nýkomin út og var tekin upp hér á klakanum í stúdíói Valgeirs Sigurðssonar. Sagt er að sveitin innihaldi m.a. fyrrum og/eða núverandi meðlimi Beirut, The Fiery Furnaces og Mercury Rev svo nokkur dæmi séu nefnd. Nánar um það hér.
[MP3] Stars Like Fleas - I was only dancing
[MP3] Stars Like Fleas - Karmas Hoax
[Myspace]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 17:18
[MP3] Airwaves #3 - White Lies
Interpol? The Killers? Editors? Ef þessi nöfn hringja bjöllum þá eiga White Lies eflaust upp á pallborðið hjá viðkomandi. Mér finnst annars nóg komið af svona klónum, en sjáum hvernig þetta hljómar:
[MP3] White Lies - Death
Myndband við "Unfinished Business":
White Lies var annars stofnuð úr rústum sveitar sem hét Fear of Flying sem einnig þótti sérlega efnileg. Hér er myndband með þeim:
[myspace]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 00:01
[MP3] NYC Popfest
Fyrir utan það að New York er æðisleg borg, þá var núna um helgina haldin tónlistarhátíðin NYC Popfest sem ég hefði alveg borgað mig inn á hefði ég átt pening fyrir flugi. Popfest eins og þetta eru hálfgerðar nördasamkomur tónlistarmanna sem oftar en ekki falla undir skilgreininguna Twee, þótt reyndar séu deildar meiningar um þann stimpil eins og flesta aðra tónlistarstimpla. Aðrar slíkar hátíðir eru Athens Popfest sem haldin er í ágúst í Georgia fylki, Popfest! New England sem er yfirleitt í nóvember í Massachussetts (og sem ég hef tvisvar heimsótt) og Indietracks í Bretlandi í júlí.
Ekki er fráleitt að svipuð tónlist eigi sér einnig góðan hljómgrunn á hinu sænska Emmaboda festivali, þótt það sé líklegast ívið stærra og drullugra en gengur og gerist. Þar ku fólk bara vera að eðla sig í drullupollum hér og þar fyrir allra augum, meðan Popfest sækir gjarnan feimnara og kurteisara fólk (eins og ég).
Allavegana, þá var mikið um dýrðir þarna í NYC og fullt af böndum sem mig langar mikið að sjá. Nokkur þeirra hafa komið við hér á landi, s.s. Pants Yell!, The Besties og The Pains of Being Pure at Heart. Hérna er smá samansafn af lögum með nokkrum eðalböndum sem spiluðu þarna.
[MP3] The Besties - Zombie Song
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - This Love is Fucking Right
[MP3] Pants Yell! - Shoreham Kent
[MP3] Cats on Fire - Higher Ground
[MP3] From Bubblegum to Sky - I Always Fall Apart
[MP3] Mahogany - The Wiew From The People Wall
[MP3] My Teenage Stride - Theme from Teenage Suicide (þessir gaurar eru á myndinni)
[MP3] Tullycraft - The Neutron
[MP3] Oh! Custer - Post
[Bill Pearis ritar hér um vel flest giggin á NYC Popfest]
[Myspace]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 12:39
[MP3] 17. júní
[MP3] Dýrðin - 17. júní
Hann stendur í þvögunni
á miðjum Austurvelli
í dag er afmæli og hann á sér eina ósk:
að finna sólskin kyssa kinn
og fá blöðru eins og hin
dreymir um sælgæti
og hoppukastalann
Hann vill ganga um með oss
og fá líka...
Candyfloss
á 17 júní
Candyfloss
á 17 júní
Hann langar í candyfloss
á 17 júní
Og kannsk´einn lítinn koss
á 17 júní
Krakkagrislingar
vita fæstir hver hann er
en hann heitir Jón og á afmæli í dag
Hann getur sig hvergi hreyft
og enga pulsu keypt
ekki haldið ræðu eða sungið lítið lag
Hann vill ganga um með oss
og fá líka...
Candyfloss
á 17 júní
Candyfloss
á 17 júní
Hann langar í candyfloss
á 17 júní
Og kannsk´einn lítinn koss
á 17 júní
Blöðrurnar svífa allt í kringum hann
en grípa þær hann ekki kann
Sjálfstæðið frá dönskum kóng hann vann
Stendur þarna daginn út og inn
Hefur staðið allan mánuðinn
Alveg síðan við settum hann á Austurvöllinn
[Myspace]
![]() |
Forsætisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)