Færsluflokkur: Tónlist
11.9.2008 | 22:58
[MP3] The Metric Mile
Þeir sem hafa gaman af angurværu svefnherbergistölvupoppi a la Her Space Holiday eða The Postal Service gætu haft gaman af New York bandinu The Metric Mile. Árið 2005 álpaðist ég til Bandaríkjanna í hljómsveitarstússi og þá var það Jeff nokkur Ciprioni sem lagði sig allan fram við að hjálpa okkur. Hann bókaði eðalstaðinn Cakeshop í NYC og reddaði öllum græjum. Hann og félagi hans Patrick voru þá tveir í bandinu The Metric Mile sem spilaði einnig það kvöld. Árið 2006 lágu leiðir okkar svo aftur saman í Club Midway þar rétt hjá og þá hafði þeim áskotnast nýr meðlimur, stelpuskott sem heitir Peggy Wang, en hún er núna önnum kafin sem hljómborðsleikkona og söngkona í The Pains of Being Pure at Heart. Það hefur ávallt farið frekar lítið fyrir þessu bandi en í bígerð er að gefa út smáskífu á næstunni. Jeff hefur einnig verið önnum kafinn sem gítar- og hljómborðsleikari My Teenage Stride á sumartúr þeirra um Bandaríkin. [MP3] The Metric Mile - Amateurs Lagið "Amateurs" vakti nokkra athygli á bandinu hér um árið þegar það var notað í auglýsingu sem róteraðist dáldið á MTV. Það má sjá hér: > [Myspace]
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 10:57
[MP3] Airwaves #20 - Boys in a Band
Jahá, alltaf er ég að rekast á þetta nafn, Boys in a Band. Aldrei hinsvegar heyrt í þeim fyrr en núna. Þetta band er frá Götu í Færeyjum og inniheldur félagana Pætur, Heini, Símun, Rógvi og Heri. Fyrsta platan þeirra, Black Diamond Train, kom út núna í júlí, en hún var hljóðrituð af Ken Thomas sem hefur dýft puttunum í plötur með t.d. Sigur Rós og Dave Gahan. Í fyrra unnu þessir vösku piltar tónlistarkeppnina Global Battle of the Bands þar sem íslenska stuðbandið Hraun lenti einnig ofarlega, í topp 3 ef ég man rétt. Þeir lýsa tónlist sinni sem "Bob Dylan á amfetamíni", og í júlí síðastliðnum afrekuðu þeir það að spila 24 tónleika á 24 tímum í heimalandi sínu. Geri aðrir betur, ætli það sé ekki bara heimsmet? Af þessum tveimur lögum finnst mér Black Diamond Train áberandi betra. [MP3] Boys in a Band - Black Diamond Train [Boys in a Band á Myspace]
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 20:23
[MP3] Airwaves #19 - Final Fantasy
Final Fantasy er kanadamaðurinn Owen Pallett. Hann stundar reglulega sjóböð og líklega Mullers æfingar líka. Hann spilar á fiðlu sem er haganlega tengd við sampler sem hann síðan stjórnar með fótunum. Með þessu móti getur pilturinn semsagt spilað ofan í sjálfan sig, ef svo mætti að orði komast. Svo er að sjá að honum fylgi stundum strengjakvartett og trommari. Þetta er mjög artý. [MP3] Final Fantasy - Your Ex-lover is dead |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 16:12
[MP3] The Softies - Sleep away your troubles
Þegar hausverkurinn er að drepa mann, ásamt yfirdrættinum, veltukortinu, lánunum, vöxtunum og öllum hinum skuldunum, þá koma The Softies til bjargar með fallegu lagi eins og "Sleep away your Troubles". Eins og í pistli gærdagsins segir, þá var Jen Sbragia gítarleikkona All Girl Summer Fun Band áður í The Softies ásamt Rose Melberg. Þetta er talsvert ólík tónlist, hugljúf og yfirmáta falleg. Ég er ekki frá því að hausverkurinn minnki aðeins. Kannski er það bara kaffið. Sjáum hvort þetta virkar fyrir einhverja aðra. [MP3] The Softies - Sleep away your troubles If I beg you will you smother me I hope you have sweet dreams I wander thorugh these empty halls I hope you have sweet dreams |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 10:00
[MP3] All Girl Summer Fun Band
Stórmerkilegar fréttir úr Tweepop geiranum! Eða það finnst mér allavegana, ég stökk næstum hæð mína þegar ég sá þetta. All Girl Summer Fun Band gefur út þriðju plötu sína í þessum mánuði. Afurðin hefur fengi nafnið Looking Into It og skartar 11 nýjum smellum. Bandið kveikti áhuga minn þegar ég datt niður á lagið "Car Trouble" snemma árs 2005 líklegast. Þetta lag er hreinasta snilld, textinn er óborganlegur og æðislegt hvernig gítarleikurinn hermir eftir biluðum startara. Hérna er vídeó við lagið, og textinn líka. Hver sem rímar "heart" við "start" og "lovesick" við "piece of shit" er gjaldgengur í mínum bókum. Please dont laugh at my broken heart
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um stúlkurnar: Kathy Foster trommuleikkona AGSFB er líka bassaleikkona í hljómsveitinni The Thermals, sem gefur út hjá Sub Pop. Sjá Rjómadóm um The Thermals hér. Jen Sbragia gítarleikari var áður í The Softies ásamt hinni ástsælu söngkonu Rose Melberg. Allar ku þær starfa í hjáverkum í Rock 'n' Roll Camp for Girls, en kvikmynd um þessar rokkbúðir var sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis í fyrra og vakti stormandi eftirtekt. [MP3] All Girl Summer Fun Band - Dear Mr. and Mrs. Troublemaker "Cut your Hair" er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég elska ámátlega röddina, hallærislegar bakraddirnar og þetta guðdómlega cheesy hljómborð. Og þótt að lagið hljómi eins og þær kunni ekki neitt þá er það bara pönkið í twee-inu, þær vita nefninlega nákvæmlega hvað þær eru að gera. Bónuslag! Takið eftir skemmtilegum orðaleiknum, þar sem versið og chorusinn tengist. [MP3] All Girl Summer Fun Band - Later Operator ...... og textinn við þetta frábæra lag: My boyfriend never shaves [Viðtal við AGSFB á indie-mp3.co.uk] Bönd væntanleg á næstunni: Camera Obscura, The Icicles, La Casa Azul, Hanky and Panky, The Gun Club, Hari and Aino, Hurricane #1, Subcircus, Yunioshi, Urusei Yatsura, Santa Dog, Language of Flowers, Tim Ten Yen, Snow Coloured Kid, Wolfie, The Like Young.... Þú heyrir það fyrst á mp3.blog.is! |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 13:25
R.I.P. Organ
Þá er besti litli tónleikastaður borgarinnar allur. Organ í Hafnarstræti hefur lagt upp laupana. Þetta er miður því það er enginn tónleikastaður í bænum sem kemst í hálfkvisti við Organ í gæðum, hvað varðar minni tónleika. Hvað er eftir þegar Organ er farinn? NASA er of stórt fyrir mörg bönd, og kostar, seinast þegar ég athugaði, 180.000 kr kvöldið. Á Grandrokk hafa ekki verið tónleikar af viti síðan staðnum var breytt í "sportbar". Ég spilaði þar nokkrum sinnum og staðurinn var alveg ljómandi fínn, utan að nær undantekningarlaust þurfti að bíða nokkrar klukkustundir eftir hljóðmanni, ef hann þá fannst á annað borð. Oft mætti hann kannski hálftíma áður en tónleikar voru auglýstir, og sándtékk var þá enn í gangi þegar fólk var að týnast inn. Bar 11 er full lítill. Eiginlega telst hann fullur ef svona 20 manns mæta þangað. Þar er einn lítill mixer og tvö monitor box sem snúa út í salinn, en engir mónitorar fyrir böndin sjálf. Eitt sinn þegar ég spilaði þar, þá þurftum við sjálf að sækja lykil að staðnum í verslun í grenndinni, hleypa okkur inn, finna sjálf rafmagnstöfluna til að slá inn rafmagninu og hringja svona 5 sinnum í eigandann til að finna einhverjar snúrur. Sviðið er það lítið að illgerlegt er að koma þar að bandi sem telur meira en fjóra meðlimi. Dillon. Þar hafa verið haldnir tónleikar í horninu við hliðina á innganginum. Þar er ekkert hljóðkerfi svo því þarf að redda líka. Stærðin er ekki til að hrópa húrra fyrir, flestir áhorfendur þurfa að gera sér að góðu að standa á bakvið súlu. Gaukurinn er ekki lengur tónleikastaður. Cafe Amsterdam varð álitlegur kostur um tíma áður en Organ opnaði. Þar er basic hljóðkerfi en enginn hljóðmaður og mixerinn átti það til að vera lánaður yfir á Dubliner og þurfti þá að leita að honum. Helmingur tónleikagesta eru yfirleitt fastagestir staðarins sem koma fyrir spilakassana. Organ var PRO. Þetta var hugsað sem tónleikastaður frá upphafi, og þar var gott kerfi, þótt reyndar væru overhead monitorar full innarlega á sviðinu eftir að sviðið var stækkað fram. Þær hljómsveitir sem harðast rokkuðu áttu það til að reka hljóðfærin sín í þá. Hljóðmaður mætti alltaf á slaginu 5 og sándtékk átti alltaf að vera búið klukkan 7, allavegana þá daga sem ég spilaði þar, eða sá um tónleika. Það brást heldur ekki, og í stað þess að bönd þyrftu að bíða lon og don eftir hljóðmanni, þá voru það frekar böndin sjálf sem voru of sein. Tónleikar á Organ byrjuðu oftast á skikkanlegum tíma, nokkuð sem fólk á ekki að venjast og ég missti gjarnan af fyrsta bandi vegna þessa. Staðurinn virkaði í það heila rosalega vel fyrir smærri bönd. Það verður mikil eftirsjá af Organ og óskandi að borgaryfirvöld tækju í taumana og sæu til þess að þetta gangi áfram. Hvað finnst ykkur annars? Má Organ missa sín? Hvaða aðrir staðir koma til greina? Fer ég með rangt mál um hina staðina? Þess má geta að nokkuð er um liðið síðan ég hef spilað á þeim, eitthvað kann að hafa breyst. Ég átti það til að liggja þarna á gólfinu og taka myndir af böndum, meira af vilja en getu, og stundum hætti maður lífi og limum þegar mosh pyttur myndaðist án þess að ég tæki eftir því. Myndavélin er basic imbavél, Canon Ixus, og myndir því langt frá því sem best getur talist. Ég tók kannski samtals 700 myndir á einum tónleikum og fékk út úr því svona 20 stk sem ekki þurfti að skammast sín mikið fyrir. Hérna eru nokkrar þeirra. Blessuð sé minning Organ. Þín verður saknað. Sá/Sú sem getur nefnt flestar sveitirnar á myndunum fær vegleg verðlaun. (Tími til að submitta er runninn út og nöfnin vera nú gefin upp!) 1. Jan Mayen 2. Singapore Sling 3. Seabear 4. Sólstafir 5. Singapore Sling 6. Mammút 7. <3 Svanhvít! 8. The Pains of Being Pure at Heart (US) 9. Dísa 10. Yunioshi (UK) 11. Bacon 12. Æla 13. Swords of Chaos 14. Kimono 15. Hjaltalín 16. Reykjavík! 17. Morðingjarnir 18. Jan Mayen 19. The Way Down 20. Bloodgroup 21. Dr. Spock 22. Elíza 23. Misery Index (US) 24. Hoffmann 25. Ultra Mega Technobandið Stefán 26. Lada Sport |
Tónlist | Breytt 9.9.2008 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.9.2008 | 11:14
[MP3] Airwaves #18 - Handsome Furs
Handsome Furs eru Dan Boeckner úr Wolf Parade og eiginkona hans, Alexei Perry. Þau skötuhjú lönduðu samningi við Sub Pop árið 2006 og gáfu út fyrstu plötu sína, Plague Park, í fyrra. Þetta hljómar alveg ágætlega en sjálfur er ég ekkert frávita af spenningi. Og Wolf Parade hef ég aldrei hlustað á, væntanlega er það voðalega frægt band. Hérna er svakalegur texti með mörgum lýsingarorðum fenginn að láni frá last.fm. Ef ykkur liggur á þá er nóg að lesa bold orðin.
Hér eru nokkur lög sem ég fann hist og her. [MP3] Handsome Furs - Cannot get, started |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 11:18
[MP3] Keflavík Dauðans - Tónleikar 5 sept
Það verður mikið um dýrðir á Ljósanótt þeirra Suðurnesjamanna. Utan veglegrar auglýstrar dagskrár verður tónlistarhátíðin Keflavík Dauðans haldin núna annað kvöld, föstudaginn 5 september, á Paddy's í Keflavík. Þar munu stíga á stokk Hellvar, Klaus, Æla, Tommygun Preachers og The Pen. Klaus spilar kaflaskipt hryllingsrokk og hljóðtilraunir. Sveitin hefur leikið við góðan orðstýr undanfarna mánuði og í farvatninu er breiðskífa. ..... segir í fréttatilkynningu. Ég fyrir mitt leyti sá Hellvar spila á Menningarnótt siðastliðinni, og þá tóku þau fjögur ný lög sem öll hljómuðu spennandi. Það var þó í laginu "Nowhere" sem ég stóð mig að því að gapa eins og gullfiskur af aðdáun. Hlýðum á það: [MP3] Hellvar - Nowhere Og já, það kostar ekkert inn á tónleikana á Paddy's, og gott er að mæta þangað um klukkan 22.00. |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 11:06
[MP3] The Wannadies
Mér sýndist þetta vera Pétur Jóhann Sigfússon hérna hægra megin á þessari mynd af The Wannadies. Mig langaði að pósta einhverjum MP3 lögum með þessu ágæta bandi, en fann bara eitt lag í fljótu bragði, og hef ekki samvisku í að rippa þetta sjálfur af mínum diskum. Hef heldur engan tíma til að standa í svona rugli, er núna á þriðja degi í fæðingarorlofi með eins árs dóttur minni. Þrír dagar er alveg ágætt. En það eru 7 vikur eftir þegar þessi vika klárast! Hvað hét nú aftur gaurinn sem söng "they're coming to take me away, ha ha, hee hee, ha ha...."? Napóleon eitthvað? Hérna er allavegana fínt lag með The Wannadies. [MP3] The Wannadies - Friends Og myndband þeirra við lagið "Skin": Vúhú! |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 11:13
[MP3] The Depreciation Guild
Einhverntíman hef ég minnst á hljómsveitina The Pains of Being Pure at Heart sem spilaði hér á Organ í mars síðastliðnum. Sveitin a tarna vakti litla eftirtekt hér heima, en er rísandi stjarna í indiepop senunni erlendis og túrar með Wedding Present um Bretlandseyjar í desember næstkomandi. Trommuleikari sveitarinnar, Kurt Feldman, er ekki við eina fjölina felldur. Hann spilar líka á gítar í hávaðarokkbandinu The Depreciation Guild ásamt félaga sínum Christoph Hochheim. Sveitin gaf út EP plötuna Nautilus árið 2006 og breiðskífuna In Her Gentle Jaws í fyrra. Þeir félagar spila báðir á gítara og njóta fulltyngis Nintendo tölvu sem sér um trommur og sampl. Af þessum sökum eru þeir öðrum þræði kenndir við lítt þekkta senu sem kallast Chiptune (Neib, aldrei heyrt um það heldur). Áhrifavaldar sveitarinnar eru m.a. My Bloody Valentine, Pale Saints og Cocteau Twins úr skógláps geiranum, og Bill Nelson og Yellow Magic Orchestra úr elektróníska geiranum. Hlýðum á tóndæmi: [MP3] The Depreciation Guild - Butterfly Kisses Myndband við "Nautilus": [The Depreciation Guild á Myspace]
|
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)