Vér Eðlum Oss

Nýverið tókst mér að tengja gamalt segulbandstæki við tölvuna mína, og síðan hef ég verið að týna til ýmsar gersemar af gömlum spólum og yfirfæra á stafrænt form. Það fyrsta sem lítur dagsins ljós er upptaka úr einhverjum útvarpsþætti, um 1989, þar sem fram kemur hljómsveitin "Vér Eðlum Oss".

Nú veit ég ekki neitt um þessa hljómsveit, og yrði afar þakklátur ef einhver getur veitt mér upplýsingar um hana. Frómt frá sagt þá höfðar þetta lag vel til mín, sér í lagi þessi ljómandi fallegi og einfaldi bassaleikur, sem minnir mig mikið á hljómsveitina And Also The Trees, sem ég held mikið uppá. Það vantar reyndar framan á upptökuna, en á eftir henni er sveitin kynnt með nafni. Ég myndi giska á að þetta hafi verið spilað í þættinum "Neðanjarðargöngin" sem á þessum tíma átti sér dyggan en vafalaust frekar lítinn hlustendahóp.

Ef einhver þekkir til þessarar hljómsveitar, sendið mér þá upplýsingar í kommentakerfi ellegar á netfangið maggih @ mmedia.is.

MP3: Vér Eðlum Oss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Var þetta kassettuband eða eldri spólurokkur?

Haukur Nikulásson, 20.5.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Magnús Axelsson

Kassettuband væntanlega. Hvers eðlis er spólurokkur eiginlega?

Magnús Axelsson, 20.5.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband