The Ethnobabes

ethnobabes


Það er ekki oft sem ég heyri í góðum böndum frá Noregi, en The Ethnobabes eru undantekning þar á. Sveitin er ekki mjög fjarskyldur ættingi The Cardigans, og lagið þeirra "My Favorite Fool" er eins og stæling af "Life" plötu Cardigans nema á þreföldum hraða. Gagnrýnandi einn komst svo til orða um bandið: 


"a candy fanatic's dream, a teeth-rotting, cute-sounding female pop band"


Sem er nokkuð nærri lagi. Þau gáfu út plötuna Stargazer árið 2002 hjá norsku útgáfunni Perfect Pop, og þykir hún mikil snilldarsmíð. Árið eftir kom svo út platan Thoughts on Barbecuing. Mér sýnist á öllu sem ég hef lesið að þau séu hinsvegar að færa sig talsvert frá þessu skemmilega indie poppi, því er nú ver og miður, en tíminn leiðir í ljós hvaða fleiri gersemar þau gefa út. Ég mæli í það minnsta algerlega með þessum tveimur lögum fyrir poppþyrsta.




>Fleiri lög með böndum á Perfect Pop má finna hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband