[MP3] Tindersticks

Tindersticks

Valíum töffararnir í Tindersticks verða sannarlega hvalreki á fjörur íslenskra tónlistarunnenda en þeir ku eiga að leika á NASA þann 11. september næstkomandi. "samtals hefur sveitin gefið út hljómdiska" segir í frétt á mbl.is, og það er ekki fjarri lagi. Mér reiknast svo til að eiginlegar breiðskífur sveitarinnar séu 7 talsins, en sú seinasta kom út núna nýverið og ber heitið The Hungry Saw.

Ég tók mig til og gróf upp MP3 víðsvegar, það er því ekki við mig að sakast sérstaklega að þetta sé til á MP3 á netinu. Ég skellti þessu hinsvegar inn á mitt vefsvæði hérlendis svo þetta sé ekki að hökta endalaust á útlandatengingu.

Persónulega mæli ég með "Tiny Tears", en allt er þetta ljómandi gott kertaljósapopp. Ég set svo spurningamerki við það að halda tónleikana á NASA, en ég hef á tilfinningunni að þetta band færi miklu betur í Fríkirkjunni, allavegana miðað við rólegheitin í þessum lögum. Ég hef hinsvegar aldrei séð þá á tónleikum svo hvað veit ég.

[MP3] Tindersticks - She's Gone (af Tindersticks, 1995)
[MP3] Tindersticks - Tiny Tears (af sömu plötu)
[MP3] Tindersticks - Waiting for the Moon (af Waiting for the Moon, 2003)
[MP3] Tindersticks - 4.48 Psychosis (af sömu plötu)
[MP3] Tindersticks - The Turns We Took (af The Hungry Saw, 2008)
[MP3] Tindersticks - All The Love (af sömu plötu)

[Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband