[MP3] Los Fresones Rebeldes

losfresones

Ég er bara í einhverju rugli hérna, sit nú og hlusta á spænska tónlist daginn út og inn, og fæ ekki nóg. Fann vef þar sem hægt er að sækja sér einhver hundruð platna í heilu lagi gegnum rapidshare, og borgaði fyrir tveggja daga ótakmarkað niðurhal. Fékk ábendingar að utan um hvað væri þessi virði að sækja, og sit núna uppi með 44 stk af spænskum indiepopp plötum.

Los Fresones Rebeldes er gott dæmi um pönkskotna twee-popp sveit, spilar augljóslega bara af því þeim finnst það gaman, og skítt með það að spila vel. Gaman líka að því hvað spánverjarnir syngja rosalega hratt, það er engin leið að fylgjast með þótt maður hafi textann fyrir framan sig.

Hérna er eitt stórskemmtilegt lag af plötunni Exitos 99 frá árinu 2000. Sveitin lagði upp laupana eftir útgáfu hennar, en nokkur þeirra birtust svo aftur í músíksenunni árið eftir undir heitinu Cola Jetset. Gítarleikur er skemmtilega veimiltítulegur, og bakraddirnar eru einhversstaðar lengst út í móa að elta kindur og droppa sýru.

[MP3] Los Fresones Rebeldes - Tú No Te Vas De Aquí (Así Como Así)

Hér er svo vídeó við lagið "Al Amanecer". Fílíngurinn í þessu minnir mig einhvernveginn á Morðingjana, þetta er bara ekki alveg jafn skeggjað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband