19.6.2008 | 23:09
[MP3] Airwaves #4 - Stars Like Fleas
Mér þykir ekki ólíklegt að Stars Like Fleas muni spila í IÐNÓ, og að áhorfendur muni sitja á gólfinu. Jú þetta er einmitt svona krúttleg, brotthætt og falleg tónlist, fiðlur, selló og hörpusláttur. Þriðja plata sveitarinnar er nýkomin út og var tekin upp hér á klakanum í stúdíói Valgeirs Sigurðssonar. Sagt er að sveitin innihaldi m.a. fyrrum og/eða núverandi meðlimi Beirut, The Fiery Furnaces og Mercury Rev svo nokkur dæmi séu nefnd. Nánar um það hér.
[MP3] Stars Like Fleas - I was only dancing
[MP3] Stars Like Fleas - Karmas Hoax
[Myspace]
Athugasemdir
Vonandi hættir þú ekki þessum Airwaves-færslum! Æðislegt að geta gengið að kynningum liðinu hérna!
Andrea, 19.6.2008 kl. 23:20
Ég held því áfram meðan ég fer ekki í sumarfrí
ánægjulegt að vita að einhver hafi gaman af þessu grúski
Magnús Axelsson, 20.6.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.