24.6.2008 | 17:05
[MP3] The Maybellines
Ég fékk skyndilega upp í kok af Airwaves böndum, þetta er allt svo hrikalega hipp og kúl eitthvað. Ég varð að fá smá skammt af poppi með hljómsveit sem er ekki að reyna að vera töff, og fyrir valinu varð The Maybellines frá Denver í Colorado.
Ég féll fyrir sveitinni fyrir margt löngu þegar ég rakst á myndbandið við lagið "Wait For You". Hrikalega einfalt og skemmtilegt. Tuskubrúður, stop motion, blue screen. Harðsvíraður köttur rænir banka, og verður ástfanginn af gjaldkeranum. Saman flýja þau undan réttvísinni en löggan gómar hann þegar þau stoppa til að fá sér ís mitt í öllum hasarnum. Stúlkan tekur sig til og bakar Cherry Bomb Cake (kills 6!) og fer með í fangelsið til að frelsa hann.
Sveitin var stofnuð haustið 1998 og hefur gefið út 3 smáskífur, 2 EP og eina breiðskífu, breiðskífuna hjá hinu virta indiepopp labeli Shelflife. Hérna eru nokkur lög. Svo kíkjum við á These New Puritans á morgun.
[MP3] The Maybellines - Battleship
[MP3] The Maybellines - Our Midnight
[Myspace]
Athugasemdir
Þetta er skemmtilegt og þetta myndband er argasta snilld!
Ragga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:33
Já, ég get horft endalaust á þetta myndband, og dáðst að smáatriðunum, enda er þetta verðlaunamyndband. Þetta er band sem ég vildi sjá á tónleikum, en svona bönd verða bara aldrei nógu fræg til að ferðast mikið út fyrir sitt heimafylki, hvað þá til annara landa. Það er til alveg glás af skemmtilegum böndum í sömu pælingum og Maybellines, en ekkert þeirra verður neitt annað en hobbý því miður.
Svo eru fín lög á Myspace-inu þeirra, mæli með #2.
Magnús Axelsson, 24.6.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.