[MP3] Rockabilly Psychosis & the Garage Disease

Rockabilly_Psychosis

Ég hef alltaf verið veikur fyrir sixties tónlist, bæði British Invasion böndunum bresku, sem og amerískum ruslatunnubílskúrsrokksveitum frá sama tíma, sem voru einskonar villtari útgáfur af bresku sveitunum. Meðan bretarnir sungu ástarsöngva þá voru kanarnir meira trash og sungu gjarnan um skrýmsli ýmiskonar, nornir, uppvakninga og geðveilur. Kanarnir virðast líka hafa kunnað minna á hljóðfærin sín og verið meira sama um það.

Það var því mikið ánægjuefni að rekast á safnplötuna Rockabilly Psychosis & the Garage Disease sem safnar saman lögum úr ruslatunnu geiranum beggja vegna atlantsála, margt af þessu vel þekkt lög og einhver þeirra með yngri böndum sem sækja áhrif í ruslatunnurokk sjötta áratugarins.

Hægt er að sækja plötuna í heild sinni hér, en ég pósta hérna nokkrum vel völdum gullmolum líka.

[MP3] The Sonics - Psycho
[MP3] The Novas - The Crusher
[MP3] The Meteors - Radioactive Kid

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Jú mikið rétt - mikið rétt - þetta er algjört konfekt - vægðarlaust & hressandi.

svo er nuggets safnkassinn afar mikilvægur líka

- http://en.wikipedia.org/wiki/Nuggets:_Original_Artyfacts_from_the_First_Psychedelic_Era,_1965-1968#Rhino_box.2C_disc_two 

Helgi Örn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Magnús Axelsson

Back from the Grave volume 1 er sú plata sem helst kveikti á þessu hjá mér, mér sýnist vera hægt að ná í hana að hluta hér:

http://chocoreve.blogspot.com/2007/11/back-from-grave-vol-1.html

þarna er reyndar heeeeelllllingur af sixties psychadelic garage punk plötum á boðstólum.

http://chocoreve.blogspot.com/

Verst að þetta er flest í gegnum rapidshare sem maður þarf að borga fyrir til að geta notað almennilega, nema maður nenni að sækja eina plötu á dag í nokkra mánuði. Það kostar ekki neitt en er ægilega þreytandi.

Magnús Axelsson, 2.7.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband