[MP3] Pallers - Nýtt frá Labrador

pallers

Maður er orðinn nógu sjóaður í sænsku krútti til að leggja vandlega við hlustir þegar Labrador útgáfan tilkynnir um nýja útgáfu. Nýjasta trompið þeirra er rafdúettinn Pallers sem sprettur hér fram á sjónasviðið með þunglyndislega elektróník, danstónlist fyrir letihauga eins og segir í fréttatilkynningu. Það er ekki laust við að stemninginn minni um margt á kokteilpoppið hjá Club 8 sem ég er algjör sökker fyrir, reyndar minnir þetta helst á remix sem er að finna á endurútgáfum Club 8 og mig grunar að meðlimir Paller hafi komið þar nálægt. 

Nú þegar ég skoða betur myndina af þeim félögum þá sýnist mér hreinlega að þessi hægra megin sé Johan Angergard úr Club 8, en ég finn ekkert á netinu til að staðfesta það.

Ég er ekkert að falla fyrir þessu sjálfur. Það má þó gjarnan gefa þeim félögum séns og breiða út boðskap Labrador sem víðast enda margt stórgott sem þaðan kemur. Við skulum því öll hlýða áhugasöm á lagið "Humdrum" með hljómsveitinni Pallers frá Svíþjóð.

[MP3] Pallers - Humdrum

[Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Axelsson

Ef ég skil spænsku rétt þá er það tilfellið að annar músíkbloggari telur sig þekkja Johan á myndinni:

http://planetapopradio.blogspot.com/2008/10/pallers_22.html

Magnús Axelsson, 26.10.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband