[MP3] Croisztans á Íslandi

croisztans

Þessi póstur birtist upphaflega í gær, en skartar núna glænýjum lögum! 

Meðalgreindir lesendur þessa bloggs þekkja ábyggilega til hinnar stórkostlegu hljómsveitar Texas Jesús sem tröllreið hér öllu um miðjan síðasta áratug. Fremstur meðal jafningja þar var hinn dimmraddaði Sigurður Óli Pálmason sem hefur núna um langt skeið verið búsettur í Kaupmannahöfn.

Hann hefur ekki setið þar auðum höndum heldur sett saman bandið Croisztans sem inniheldur landa okkar þar ytra sem og danska meðlimi. Tónlistin sjálf á þó líklega helst rætur að rekja til Úkraínu. Nú er öll hersingin á leið til landsins og treður upp á Grandrokk á föstudagskvöldið ásamt Dýrðinni. Þetta minnir mig dálítið á Wedding Present hliðarverkefnið The Ukrainians. Eða jafnvel heilmikið. Sigurður virðist syngja á einhverju torkennilegu tungumáli, eflaust Sígaunsku.

mycroi

Svona var Croisztans lýst á erlendri vefsíðu fyrir ekki alls löngu:

...at times their live performance bears more resemblance to a horde of gypsies, caravans and all, tumbling down a flight of stairs... With their bongo drums, horns, harmonicas and the booming-voiced singer dancing like a madman in the crowd they put on a good sweaty show.

Svo það er eflaust vel þess virði að skella sér.... algerlega ókeypis... á Grandrokk á föstudaginn. Góð upphitun fyrir mótmælin á laugardaginn.

Þangað til skulum við hlýða á 3 lög af væntanlegri plötu sveitarinnar, Vodka:

[MP3] Croisztans - Drambi
[MP3] Croisztans - Sznohrri Hei
[MP3] Croisztans - Madretzma

[Crosztans á Myspace]

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband