27.11.2008 | 13:07
[MP3] Íslenskt - The Pet Cemetery
Ég missti alveg af þessu fyrirbæri, Global Battle of the Bands, eða öllu heldur undankeppninni hér á klakanum. Sama hvernig ég leita þá get ég hvergi fundið út hver vann keppnina. Hinsvegar veit ég hvaða band varð í öðru sæti, og það er band sem lofar virkilega góðu, The Pet Cemetery. Þetta hressa band var stofnað í fyrra í Fjölbrautaskóla Vesturlands en allir eru meðlimirnir frá Akranesi. Þau eru ekkert að tvínóna við hlutina og unni tónlistarkeppni skólans í fyrra með glæsibrag og tóku svo GBOB í nefið hérna heima, eða svona því sem næst. Hljómsveitina skipa gítarleikarinn og söngvarinn Sigurmon, bassaleikkonan Bergþóra, gítar- og hljómborðsleikarinn Fjölnir, Ása á fiðlu og Pétur lemur trommurnar. Hérna lagið Cold Hands, bæði MP3 og myndband: [MP3] The Pet Cemetery - Cold Hands
|
Athugasemdir
Ég held að það hafi verið Agent Fresco.
S Kristján Ingimarsson, 29.11.2008 kl. 16:29
Jú það passar, fann það hérna:
http://www.icelandmusic.is/news/779/Agent-Fresco-win-Iceland-BOTB/default.aspx
Magnús Axelsson, 29.11.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.