Þá og nú #1

Ég hef löngum verið veikur fyrir birtingarmyndum fortíðarinnar, ekki síst gömlum ljósmyndum. Sér í lagi finnst mér gaman að bera saman gamlar myndir og nýjar, teknar á sama stað. Þar fer fremst í flokki bók nokkur sem gefin var út á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, á hverri opnu er gömul mynd og svo "ný" mynd tekin á nákvæmlega sama stað. Nýju myndirnar eru reyndar núna allavegana 13 ára gamlar og margt breyst síðan þá. Spurning um að fara að uppfæra þær.

Hérna er allavegana fyrsta tilraun mín til að endurtaka leikinn, með gömlum myndum úr fjölskyldumyndaalbúminu. Hérna er mynd tekin austur á Síðu, af bænum Prestsbakkakot sem er rétt austan við Kirkjubæjarklaustur. Áhugafólk um gamla bíla hefði eflaust gaman af að koma við þarna, í túninu kringum bæinn er núna að finna urmul af Peugeot bílum, ásamt fleirum, meðal annars Citroen GSA sem maður sér illu heilli ekki lengur á götunum.

Langafi minn, Magnús Bjarnarson var prestur á Prestsbakka þarna rétt hjá og amma mín, Ragnheiður, ólst upp þar. Mikill samgangur var á milli bæjanna og því rökrétt að Jón Steingrímsson bóndi á Prestsbakkakoti og hans fjölskylda rataði á mynd sem nú er í mínum fórum. Húsið hefur nú verið stækkað, miðjugluggarnir fjórir eru enn á sínum stað og trappan vinstra megin. Gamla myndin hefur líklegast verið tekin örlítið meira til hægri en þar eru núna bílskrjóðar sem skyggja á. Sömuleiðis grunar mig að einhver hóll hafi verið þar sem ljósmyndarinn stóð áður, nýja myndin virðist vera aðeins neðar. Eða þá að ég er ekki jafn hávaxinn og hinn myndasmiðurinn.

Með því að smella hér:

http://www.mmedia.is/maggih/nowandthen/prestsbakkakot/

má skoða myndirnar á nokkuð skemmtilegan hátt, með því að draga til hægri eins konar "slæder" yfir myndina (óska eftir góðu íslensku orði yfir þetta).

prestsbakkakot2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

prestsbakkakot1 

Gaman væri að fá frá lesendum gamlar myndir sem má útfæra á þennan máta, sérstaklega ef ekki þarf að hafa stórar áhyggjur af höfundarrétti.  Stundum er þetta svo að segja ómögulegt eins og þegar nýjar byggingar eða gróður skyggir alfarið á myndefnið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband