Dah Da Candy

dahDah Da Candy er hinn 27 ára gamli Kmarl frá borginni Kobe í Japan. Hann er afar hrifinn af tónlistarstefnu sem kennd er við shoegaze á ensku, en það mætti gjarnan kalla "skógláp" uppá íslensku. Fremsta í flokki meðal skógláps hljómsveita má nefna t.d. My Bloody Valentine og Slowdive, en Kmarl sækir umtalsvert í smiðju fyrrnefndu sveitarinnar, og ef ekki væri fyrir nefmælta japanska hreiminn hans mætti halda að Kevin Shields og félagar væru upprisin.

Orðið "shoegaze" er nú komið til af þeirri einföldu ástæðu að hljómsveitir sem spiluðu svona breskt hávaðarokk áttu það flestar sammerkt að meðlimir sveitanna voru feimnir í meira lagi og horfðu gjarnan beint niður allan tímann sem þær spiluðu, og ekki var verra ef myndarlegur hárlubbi huldi andlitið líka.

Dah Da Candy hefur gefið út eina plötu, Ghost Rider, og kom hún út í fyrra. Ekki er þó um eiginlega alvöru útgáfu að ræða þar drengurinn er ekki með hljómplötuútgáfu á bakvið sig og lét sér nægja að brenna diskinn sjálfur.

Unnendur shoegaze stefnunar geta unað glaðir við þau lög sem hann býður uppá á myspace síðu sinni, en þar er hægt að sækja fjöldann allan af mp3 skrám. Ég læt nokkrar fylgja með hér sem vöktu hvað mesta lukku hjá sjálfum mér og þar mæli ég sérstaklega með "Red Flower". Og mér er alveg nákvæmlega sama þótt hann sé að stæla My Bloody Valentine, það er alltaf gott að hlusta góðan hávaða!

MP3: Dah Da Candy - Red Flower 
MP3: Dah Da Candy - Moon Light Shower
MP3: Dah Da Candy - Cowberry

Ef þið hafið gaman af skóglápi á annað borð skuluð þið kíkja á Milk Milk Lemonade bloggið, en þarna er að finna gríðarlegt magn af góðum lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband