[MP3] Je Suis Animal

jesuisanimal

Íslenskir tónleikahaldarar keppast nú við að rukka morðfjár inn á risavaxna tónleika með gömlum hrukkudýrum sem voru upp á sitt besta fyrir tugum ára síðan. Lítið fer hinsvegar fyrir því að nýjum og áhugaverðum böndum skoli hingað á land. Í haust gæti orðið breyting á en nokkrar jaðarsveitir hafa viðrað áhuga sinn á að spila hér, s.s. Secret Shine, og einnig norska sveitin með franska nafnið, Je Suis Animal, sem reyndar er skipuð bæði norðmönnum og bretum.

Hugmyndin að bandinu ku hafa sprottið í breskum listaháskóla, en meðlimir settust svo að í Osló og hófu útgerð þaðan árið 2004. Árið eftir kom út smáskífan Fortune Map, og fyrsta stóra plata þeirra leit svo dagsins ljós í febrúar á þessu ári, gefin út af Perfect Pop Records í Noregi. Áhugi vaknaði á sveitinni hvarvetna og í gær kom platan einnig út í Ástralíu. Textarnir koma víða við og fjalla m.a. um morðgátur, kynlíf, galdra, njósnir og hinn víðfræga norska landkönnuð Roald Amundsen að safna snjókornum.

Þetta er einskonar pshychadeliskt twee popp, minnir mig á köflum á Boo Radleys og Stereolab, en þau nefna sem áhrifavalda allar helstu ofurstjörnur C-86 bylgjunnar bresku, s.s. Shop Assistants, The Pastels og Talulah Gosh, og síðast en ekki síst Sykurmolana.

[MP3] Je Suis Animal - Roald Amundsen
[MP3] Je Suis Animal - Hotel Electrique
[MP3] Je Suis Animal - Beginning of Time


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband