[MP3] Professor Pez snúa aftur

professorpez_small

Norska indiepopp sveitin Professor Pez kom hingað til lands í fyrra og spilaði á Organ á leið sinni til Bandaríkjanna þann 7unda nóvember. Gott ef að Æla og Dýrðin hituðu ekki upp fyrir þau. Myndin hér að ofan er eldgömul, einungis tveir á myndinni eru enn með bandinu en það taldi 6 manns seinast þegar ég gáði, meðal annars Tommy nokkurn Haltbakk sem leikur einnig með einni vinsælustu norsku hljómsveitinni í dag, The Royalties.

Þau tóku þá miklu ástfóstri við land og þjóð, og í október stefna þau á að túra um Bandaríkin með viðkomu hér á landi aftur. Það verður þá sömu helgi og Iceland Airwaves svo líklegast troða þau upp á off-venue giggi einhverstaðar í bænum. Ég hvet alla til að kíkja á bandið þar sem þau eru alveg glimrandi á tónleikum.

Í fyrra gaf sveitin út þriðju plötu sína sem ber heitið Hordaland í höfuðið á heimahéraði sveitarinnar en hún á ættir sínar að rekja til Bergen. Platan sú er helvíti góð, og ég fékk Petter Saetre, forsprakka sveitarinnar, til að segja okkur eitthvað um 4 lög á skífunni, en þema plötunnar er einmitt Hörðaland, og allir textarnir gerast þar.

The Hordaland Man "...is basically about the the idea of Hordaland being a seperate state from the rest of Norway. The song is also a kind of complaint about the fact that Norwegians are too confirming, and that we need more civil unrest in this country."

[MP3] Professor Pez - The Hordaland Man

Papillon (Escape from Ulvsnes Island) "...Is about an island called Ulvsnes Island which kind of is Hordaland's answer to Devil's Island in the book Papillon. A bit far fetched as the island in Hordland is for the nicest prisoners, but the song is about escaping it's tough prison life."

[MP3] Professor Pez - Papillon

Laxevaag Burning: "This song is about the "accidental" bombing of a children's school in Bergen during the second world war. British bombers were supposed to bomb a bunker used for submarines, did it during schoolhours and hit a school next door instead. Laxevaag is the part of town which burned after the incident."

[MP3] Professor Pez - Laxevaag Burning

The Place I Was Born. "A song about longing back to- you guessed it -Hordaland."

[MP3] Professor Pez - The Place where I was Born

Hlýðum líka á nokkur eldri lög með sveitinni:

[MP3] Professor Pez - Indiepopkids
[MP3] Professor Pez - The Perfect Test
[MP3] Professor Pez - Imperial Airways

profpezbluelagoon 

[Professor Pez á Myspace]

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband