Færsluflokkur: Tónlist

Indiepopp dagsins - Pale Man Made

Svei mér þá alla daga, ég hef hreinlega gleymt indiepoppi dagsins undanfarið. Það eina sem ég veit um band dagsins er að það er frá Newcastle (í Bretalandi). Þetta er bara rosalega svalt, einfalt, hrátt popp, rifinn gítar, kristin hersh-legur texti sem enginn skilur neitt í. Njótið vel!


Indiepopp dagsins - meira með La Casa Azul

Í gær kom það upp úr kafinu að hressu krakkarnir í La Casa Azul eru alls ekkert tónlistarmenn. Eftir því sem ég kemst næst var það árið 2004 sem gaur að nafni Guille Milkyway opinberaði fyrir heiminum að hann spilar og syngur sjálfur öll lög bandsins, en áður var hann bara titlaður sem pródúsent. Flest allt sem skrifað er um bandið er á spænsku, en mér sýnist að töluvert af ungum stúlkum hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum þá.

Ekki er þó allt búið, heldur var opinbera skýringin sú að krakkarnir sem áður þóttust spila séu vélmenni, og myndu framvegis vera einskonar props á tónleikum. Árið 2008 sló svo La Casa Azul rækilega í gegn þegar Guille sendi lagið "La Revolucion Sexual" í Eurovision forkeppnina spænsku. Lagið lenti þar í þriðja sæti. Hér sjáum við manninn á bakvið bandið, heyrum þetta frábæra lag með viðlagi sem minnir mig töluvert á Unun, og vélmennin með tannburstabrosið eru ekki langt undan.

Eitthvað virðist manni að Guille sé að draga unglingana út úr myndinni núna, og leyfa sér að hafa þetta sem sitt sóló verkefni útaf fyrir sig, enda er það tóm vitleysa að vera með einhver vélmenni í eftirdragi. Á seinasta ári vann hann til virta verðlauna fyrir titillagið úr kvikmyndinni Yo Tambien, sem er hjartnæm ástarsaga þar sem annar aðilinn er með Down heilkenni. Þetta er flott lag líka, enda klikkar aldrei að smyrja vel með tambúrínu.


Indiepopp dagsins - La Casa Azul

Enn á ný höldum við til Spánar og heilsum upp á Elefant útgáfuna. Flaggskip Elefant er án efa hljómsveitin La Casa Azul:

Ég hef alltaf haft dálæti á myndböndum þar sem hljóðfærin eru augljóslega ekki í sambandi við neitt, og jafnvel má draga í efa að fólkið kunni að spila á þau yfirleitt. Litagleðin er líka framúrskarandi stórkostleg, og blöðrurnar klikka ekki. Eina sem klikkar er helvítis Vocoder-inn, en það apparat fer iðullega í mínar fínustu.

En það er ekki allt sem sýnist. Eftir nokkurra ára sigurgöngu þar sem hljómsveitin hafði reyndar aldrei komið fram á tónleikum, þá opinberast það mörgum aðdáendum til sárra vonbrigða að tannkremskrakkarnir eru bara plat. Þau spila ekki á hljóðfærin og hjartaknúsarinn Óscar syngur ekki sjálfur. Það sem meira er, þau eru öll vélmenni! Meira um það á morgun ef veður leyfir.


Indiepopp dagsins - Camera Obscura

Camera Obscura segja í lagi dagsins akkúrat það sem við höfum ábyggilega öll verið að hugsa endrum og eins seinasta árið, og flest auðvitað sagt upphátt líka. Þetta er skoskt band sem spilar afar fágað indiepopp með ósköpum af strengjahljóðfærum. Minnir dáldið á gáfumannapoppið hjá Lloyd Cole í gamla daga. Þetta band dælir út smellum en er næsta óþekkt ennþá. Breska bandið Horowitz sem er í miklu uppáhaldi hjá mér samdi óð til þunglyndislegrar söngkonu bandins sem heyra má hér:

http://mp3.blog.is/blog/mp3/entry/277431/

En hérna er smellurinn "Lets' get out of this country", sérdeilis velheppnuð ballaða sem inniheldur meðal annars frasann "bees knees" sem er ábyggilega ekki staðalbúnaður í dægurlagatextum.


Let's get out of this country
I'll admit I am bored with me
I drowned my sorrows and slept around
When not in body at least in mind
We'll find a cathedral city
You can convince me I am pretty

We'll pick berries and recline
Let's hit the road dear friend of mine
Wave goodbye to our thankless jobs
We'll drive for miles maybe never turn off
We'll find a cathedral city you can be handsome I'll be pretty

What does this city have to offer me
Everyone else thinks it's the bee's knees
What does this city have to offer me?
I just can't see
I just can't see

Let's get out of this country
I have been so unhappy
Smell the Jasmine my head was turned
I feel like getting confessional
We'll find a cathedral city you can convince me I am pretty

What does this city have to offer me
Everyone else thinks it's the bee's knees
What does this city have to offer me
I just can't see
I just can't see


Indiepopp dagsins - Cola Jet Set

Ekki veit ég hvað hrikalega hressu krakkarnir í Cola Jet Set eru að syngja um í lagi sínu "En esta pista ya no se puede bailar", og ef einhver skilur þetta þá væri gaman að vita hvað það þýðir. Eitt er víst að það er ákaflega gaman hjá þeim.

Þetta band gefur út hjá Elefant á spáni líka, eins og The School í gær, og líklegt er að Elefant verði áberandi í umræðunni hér á næstunni. Njótið vel!

Cola Jet Set á Myspace:

http://www.myspace.com/colajetset

 

 


Indiepopp dagsins - The School

Best að halda áfram að breiða út fagnaðarboðskap indie poppsins. Lag dagsins er glæný og funheit popp ballaða með hljómsveitinni The School sem er frá Cardiff í Wales. Fyrsta breiðskífa þeirra er væntanleg í maí frá spænsku útgáfunni Elefant.

Hérna er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni:

http://www.deezer.com/es/music/the-school/loveless-unbeliever-509117#music/the-school/loveless-unbeliever-509117

Og hérna er myspace-ið þeirra:

http://www.myspace.com/theschoolband

Verði ykkur að góðu!


Þá og nú #2 - Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík. Póstkort frá 1923. Nýja myndin er tekin úti á miðri götu en virðist vera á sama stað. Þó nær trappan næst ljósmyndaranum grunsamlega langt út á Lækjargötu á gömlu myndinni. Hafa ber í huga að þá var Lækjargatan ekki fjórar akreinar.

Hér má svo skoða þessar tvær myndir á skemmtilegan máta, með því að "skafa" gömlu myndina burt og birta þá nýju. Það virkar hinsvegar bara í Internet Explorer held ég.

mr1

mr2


Þá og nú #1

Ég hef löngum verið veikur fyrir birtingarmyndum fortíðarinnar, ekki síst gömlum ljósmyndum. Sér í lagi finnst mér gaman að bera saman gamlar myndir og nýjar, teknar á sama stað. Þar fer fremst í flokki bók nokkur sem gefin var út á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, á hverri opnu er gömul mynd og svo "ný" mynd tekin á nákvæmlega sama stað. Nýju myndirnar eru reyndar núna allavegana 13 ára gamlar og margt breyst síðan þá. Spurning um að fara að uppfæra þær.

Hérna er allavegana fyrsta tilraun mín til að endurtaka leikinn, með gömlum myndum úr fjölskyldumyndaalbúminu. Hérna er mynd tekin austur á Síðu, af bænum Prestsbakkakot sem er rétt austan við Kirkjubæjarklaustur. Áhugafólk um gamla bíla hefði eflaust gaman af að koma við þarna, í túninu kringum bæinn er núna að finna urmul af Peugeot bílum, ásamt fleirum, meðal annars Citroen GSA sem maður sér illu heilli ekki lengur á götunum.

Langafi minn, Magnús Bjarnarson var prestur á Prestsbakka þarna rétt hjá og amma mín, Ragnheiður, ólst upp þar. Mikill samgangur var á milli bæjanna og því rökrétt að Jón Steingrímsson bóndi á Prestsbakkakoti og hans fjölskylda rataði á mynd sem nú er í mínum fórum. Húsið hefur nú verið stækkað, miðjugluggarnir fjórir eru enn á sínum stað og trappan vinstra megin. Gamla myndin hefur líklegast verið tekin örlítið meira til hægri en þar eru núna bílskrjóðar sem skyggja á. Sömuleiðis grunar mig að einhver hóll hafi verið þar sem ljósmyndarinn stóð áður, nýja myndin virðist vera aðeins neðar. Eða þá að ég er ekki jafn hávaxinn og hinn myndasmiðurinn.

Með því að smella hér:

http://www.mmedia.is/maggih/nowandthen/prestsbakkakot/

má skoða myndirnar á nokkuð skemmtilegan hátt, með því að draga til hægri eins konar "slæder" yfir myndina (óska eftir góðu íslensku orði yfir þetta).

prestsbakkakot2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

prestsbakkakot1 

Gaman væri að fá frá lesendum gamlar myndir sem má útfæra á þennan máta, sérstaklega ef ekki þarf að hafa stórar áhyggjur af höfundarrétti.  Stundum er þetta svo að segja ómögulegt eins og þegar nýjar byggingar eða gróður skyggir alfarið á myndefnið.  


The Depreciation Guild

Einhverjir glöggir lesendur kannast nú við þennan kappa, Kurt Feldman trommuleikara The pains of being pure at heart. Hann er með mörg járn í eldinum og frontar líka skógláps-chiptune hljómsveitina The Depreciation Guild. Hérna er sjóðandi kraumandi sisslandi nýtt vídeó frá þeim.  


[MP3] Future Gravity

futuregravity

Future Gravity er hugarfósturs Juho Kosunen frá Helsinki. Juho var áður söngvari og gítarleikari hinnar stórgóðu hljómsveitar Ultrasport sem illu heilli lagði upp laupana árið 2007 eftir að hafa gefið út tvær stórgóðar breiðskífur á 7 ára líftíma sínum. Snemma árs 2008 hóf Juho að semja tónlist undir heitinu Future Gravity, og nýverið litu dagsins ljós tvö fyrstu lögin, gefin út sem frítt niðurhal á vefsíðu hans, www.futuregravity.com. Þetta er fínt stöff hjá honum og ekki við öðru að búast frá forsprakka Ultrasport, sér í lagi þar sem félagar hans úr bandinu eru ekki langt undan, og spila með honum á þessum lögum. Ultrasport skrifaði ég um áður hérna.

[MP3] Future Gravity - The Engineer
[MP3] Future Gravity - Repo Man


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband