Fćrsluflokkur: Tónlist

[MP3] Tindersticks

Tindersticks

Valíum töffararnir í Tindersticks verđa sannarlega hvalreki á fjörur íslenskra tónlistarunnenda en ţeir ku eiga ađ leika á NASA ţann 11. september nćstkomandi. "samtals hefur sveitin gefiđ út hljómdiska" segir í frétt á mbl.is, og ţađ er ekki fjarri lagi. Mér reiknast svo til ađ eiginlegar breiđskífur sveitarinnar séu 7 talsins, en sú seinasta kom út núna nýveriđ og ber heitiđ The Hungry Saw.

Ég tók mig til og gróf upp MP3 víđsvegar, ţađ er ţví ekki viđ mig ađ sakast sérstaklega ađ ţetta sé til á MP3 á netinu. Ég skellti ţessu hinsvegar inn á mitt vefsvćđi hérlendis svo ţetta sé ekki ađ hökta endalaust á útlandatengingu.

Persónulega mćli ég međ "Tiny Tears", en allt er ţetta ljómandi gott kertaljósapopp. Ég set svo spurningamerki viđ ţađ ađ halda tónleikana á NASA, en ég hef á tilfinningunni ađ ţetta band fćri miklu betur í Fríkirkjunni, allavegana miđađ viđ rólegheitin í ţessum lögum. Ég hef hinsvegar aldrei séđ ţá á tónleikum svo hvađ veit ég.

[MP3] Tindersticks - She's Gone (af Tindersticks, 1995)
[MP3] Tindersticks - Tiny Tears (af sömu plötu)
[MP3] Tindersticks - Waiting for the Moon (af Waiting for the Moon, 2003)
[MP3] Tindersticks - 4.48 Psychosis (af sömu plötu)
[MP3] Tindersticks - The Turns We Took (af The Hungry Saw, 2008)
[MP3] Tindersticks - All The Love (af sömu plötu)

[Myspace]


[MP3] Plata frá Secret Shine

secretshine3

Skóglápssveitin Secret Shine frá Bristol gaf nýveriđ út ađra breiđskífu sína. All Of The Stars heitir gripurinn en fyrri platan ţeirra kom út fyrir hvorki meira né minna en 15 árum síđan. Ţau hafa ekki setiđ auđum höndum upp á síđkastiđ, tvćr EP plötur hafa komiđ út og sveitin spilađi á SXSW hátíđinni í Texas nú á dögunum viđ góđar undirtektir. Íslenskir skógláparar geta glađst ţví allar líkur eru á ađ bandiđ komi viđ á klakanum í haust.

Ţađ sem ég hef heyrt af nýju skífunni hljómar mjög vel, nokkur lög fann ég á bloggum víđsvegar og hérna er eitt ţeirra:

[MP3] Secret Shine - Know

[Myspace]


[MP3] TCR

tcrSpánn er mér hugleikinn ţessa dagana, og spćnska finnst mér sérdeilis fallegt tungumál, sér í lagi sungiđ. Mér finnst líka oft rosalega gaman ađ tónlist ţegar ég skil ekki orđ sem er veriđ ađ synga, enda skil ég varla stakt orđ í spćnsku, og varđ ţađ ítrekađ á ađ missa út úr mér "mersí" í stađ "gracias" ţegar ég verslađi mér eitthvađ ţar ytra. Eins og ég kunni eitthvađ meira í frönsku, sem ég geri ekki.

TCR var hljómsveit frá Barcelona sem gaf út tvćr breiđskífur, smekkfullar af hressu gítarpoppi, á sínum stutta líftíma. Fátt er gáfulegt ađ finna um ţau á netinu, en spilagleđi ţeirra ţykir minna um margt á Buzzcocks, einskonar poppskotiđ pönk. Eđa öfugt. Ég hef hinsvegar ekki grun um hvađ ţau eru ađ syngja, en grípandi er ţađ.

Hérna er lag af seinni breiđskífu ţeirra, en hún bar heitiđ Paro, Siesta, Días de Fiesta.

 

[MP3] TCR - De la A a la Z (sem gćti útlagst sem "Frá A til Z")


[MP3] Juniper Moon

juniper

Ţá er mađur ađ jafna sig eftir árshátíđarferđ Vodafone til Alicante. Ţar vantađi nú ekki fjöriđ, dansađ uppi á borđum langt fram eftir nóttu. Gist var á 5 stjörnu hóteli međ risa golfvelli, og páfuglar spígsporuđu um garđinn og vöktu alla klukkan 7 á morgnana. Hótelgarđurinn var reyndar fallegasti hluti borgarinnar ţví ekki er Alicante mikiđ fyrir augađ, allstađar eru hálfkarađar vegaframkvćmdir en allan tímann sá ég engann í raun vinna viđ ţćr.

Ég er ekki týpan sem liggur og bakast á sólarströnd og átti betur viđ mig ađ labba um og skođa forláta kastalarústir sem ţarna eru á hćđ einni, en kastalinn ku upphaflega vera byggđur af Márum fyrir hartnćr ţúsund árum síđan. Annars var allt sem ég sá af Spáni frekar skrćlnađ og kyrkingslegt eitthvađ. Ólíklegt ţykir mér svo ađ margt merkilegra hljómsveita eigi uppruna sinn á Alicante.

Ponferrada heitir aftur á móti bćr talsvert norđar á Spáni ţar sem finna má ógrynni af fallegum köstulum, og ţađan er ćttuđ hin stórgóđa hljómsveit Juniper Moon, sem nú er illu heilli hćtt störfum.

Sveitin var stofnuđ 1997 af Söndru (gítar og söngur), Dado (gítar), Jamie (bassi), Ivan (trommur) og Evu (hljómborđ). Ţau gáfu út ţrjár smáskífur og eina breiđskífu undir merkjum hinnar virtu Elefant útgáfu, sem hefur á sínum snćrum m.a. ljómandi gáfumennaindie eins og Camera Obscura og Trembling Blue Stars, sem og Lucky Soul sem ég hef minnst á áđur. Sveitin vakti nokkra athygli fyrir kröftugt pönkskotiđ gítarpopp og bćđi John Peel og Steve Lamacq útvarpsfrömuđir hömpuđu bandinu, en ţrátt fyrir ţađ lögđu ţau upp laupana áriđ 2005.

Eva og Ivan stofnuđu svo hljómsveitina Linda Guilala og gítarleikarinn Dado leikur nú í bandinu Sportbilly. Hvorugt bandiđ kemst hinsvegar í hálfkvisti viđ Juniper Moon.

[MP3] Juniper Moon - El Resto De Mi Vida 

Hér fylgir svo myndband viđ frábćrt lag sem heitir "Sólo una Sonrisa":

 


Nýtt vídeó međ Manhattan Love Suicides

mlsStuđboltarnir í Manhattan Love Suicides hafa frumsýnt glćnýtt myndband viđ lagiđ "Clusterfuck", sem er sannast sagna ekki fyrir viđkvćma, jafnvel mér fannst nóg um á köflum. Ţau hafa greinilega mikiđ gaman af svokölluđum Exploitation myndum.

Sveitin gefur svo á nćstunni út hvorki meira né minna en 27 laga plötu sem ber heitir Burnt Out Landscapes, en hún verđur mikiđ til samansafn af ţeim aragrúa smáskífna sem bandiđ hefur gefiđ út. Ameríska umslagiđ af plötunni gefur ađ líta hér til hliđar, en hún verđur gefin út beggja vegna atlantsála, af Magic Marker í USA og Squirrel Records í UK. Gaman er svo ađ segja frá ţví ađ TMLS eiga sjálf og reka síđarnefnda fyrirtćkiđ sem hefur pungađ úr samtals 18 plötum af ýmsu tagi í gegnum tíđina.

[Myspace]

Myndbandiđ ógurlega:


[MP3] Tónleikar á morgun (föstudaginn 23 maí)

 Heljarinnar tónleikar verđa á morgun á Sjö Níu 13, sem er haganlega stađsettur á Klapparstíg, steinkast frá Sirkus fyrir ţá sem ekki vita. 500 kall inn.

hellvar

[MP3] Hellvar - Give me Gold

thundercats

[MP3] Thundercats - Strange Day

klaus

Ţetta er skásta myndin sem ég fann af Klaus.

[MP3] Klaus - Into my Face


[MP3] The Hot Puppies

hotpuppies

Á ferđalagi um London í desember síđastliđnum datt ég inn á ţrćlfína tónleika. Ţeir voru haldnir í Notting Hill Arts Club, sem ég hélt ađ vćri einhverskonar risastór listasafn međ málverkasýningum og leikhús sal. Ég labbađi hinsvegar tvisvar sinnum framhjá stađnum í lemjandi rigningu ţar til búđareigandi hinu megin viđ götuna benti mér á stađinn. Ţetta reyndist ţá vera ómerkt kjallarahola, lítiđ stćrri en íbúđin mín.

Ţarna komu fram Olympians, sem fóru mest megnis fyrir ofan garđ og neđan hjá mér, Santa Dog sem er ţrćlfínt band sem ég skrifa um seinna, og The Hot Puppies, sem ég er í stuđi fyrir akkúrat núna. Gaman ađ segja frá ţví líka ađ myndin hér ađ ofan er tekin á ţessu giggi.

Bandiđ var stofnađ áriđ 2000 í bćnum Aberystwyth í Wales, en ţau hafa nú flutt sig um set og gera út bandiđ frá Cardiff. Ţau gáfu út einhverjar smáskífur og hituđu upp fyrir Art Brut (sem ég ţekki ekki en ku vera merk sveit) á túr um Bretland. Útgáfan Fierce Panda (sem mig minnir ađ hafi átt ţátt í úrkynjun Kolrössu Krókríđandi undir ţađ seinasta) gaf út fyrstu plötu ţeirra, Under The Crooked Moon, í júlí 2006, og enn ţann dag í dag vex vegur ţeirra og stutt virđist vera í ađ The Hot Puppies slái almennilega í gegn.

Ég varđ mér út um plötuna ţeirra ţarna, og ţađ sem meira er um vert, smáskífuna King of England sem er alveg hreint framúrskarandi. Ţađ lag finn ég hinsvegar ekki sem MP3 download, en hérna eru tvö lög af breiđskífunni:

[MP3] The Hot Puppies - Green Eyeliner
[MP3] The Hot Puppies - Terry

Og myndband viđ lagiđ "The girl who was too beautiful":


Í kvöld á Organ, eina ferđina enn...

Ţađ er aldrei tími til ađ skrifa rassgat af viti ţessa dagana. En ţetta er ađ gerast í kvöld og svo skemmtilega vill til ađ ég veit um MP3 til niđurhals međ ţessum listamönnum.

valgeir

[MP3] Valgeir Sigurđsson - Evolution of Waters. Hann er í svipuđu ástandi og ég ţarna á ţessari mynd.

samamidon

[MP3] Sam Amidon - Saro.

 


Í kvöld á Organ

Fullt ađ gerast á Organ í kvöld, ţar á međal:

kimono

[MP3] Kimono - Aftermath

skatar

[MP3] Skátar - Ţar sem heimskan er í hávegum höfđ

 ... og margt fleira, m.a. hin stór undarlega hljómsveit Retron. Ég fann ekki MP3 međ ţeim en ţađ er óhćtt ađ segja ađ mađur gapir af undrun yfir ţeim.

retron

http://www.myspace.com/organreykjavik


í kvöld á Organ

elíza

[MP3] Elíza - Change my name

hraun

[MP3] Hraun - Ástarsaga úr fjöllunum

dyrdinmp3

[MP3] Dýrđin - Popp & Co (Taschenrechner Remix) 

 

1000 kall inn, dúndurstuđ!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband