[MP3] Pelle Carlberg

pelle

Sænski hjartaknúsarinn Pelle Carlberg er að gefa út plötu hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Labrador nú í lok ágúst. Það þykja ávallt merkilegar fréttir á þessum vígstöðvum þegar plata kemur þaðan, en Labrador er rekið af þeim mikla poppsmið Johan Angergård sem er í hljómsveitunum Club 8, Acid House Kings og The Legends.

Pelle rær á lík mið og Sigurrós í umslagshönnun en báðar plöturnar skarta berum botnum, Pelle reyndar dansar aðeins meira á línunni þarna með berrassaða krakka á umslaginu. Fyrsti singullinn, sem ber heitið "1983 (Pelle & Sebastian)" er kominn online hjá Labrador, og er lýst sem "seductive breeze of a melancholic Swedish summer, borrowed percussion from Rio de Janerio and late nights with Love's "Forever changes" in the headphones".

Pelle er fæddur 1969 og byrjað 19 ára gamall í bandinu Amanda om Natten, sem átti góðu fylgi að fagna um tíma. Seinna stofnaði hann hljómsveitina Salami sem einhverra hluta vegna datt upp fyrir, kannski útaf nafninu. Þriðja bandið hét Edson og það gekk vel í samlanda þeirra í Svíþjóð og gaf út plötu hjá Summersound Recordings,sem síðar sameinaðist Labrador, árið 2000. Pelle gafst svo upp á að vera í bandi og gaf út fyrstu sólóplötu sína 2005. Hann hefur síðan skotist upp á stjörnuhimininn og haldið tónleika um allan heim.. nema á Íslandi. Hlýðum á lag:

[MP3] Pelle Carlberg - 1983 (Pelle & Sebastian)

Nokkur eldri lög fljóta hér með:

[MP3] Pelle Carlberg - I love you, you Imbecile
[MP3] Pelle Carlberg - Riverbank
[MP3] Pelle Carlberg - Go to Hell Miss Rydell

Myndband við lagið "Riverbank"

 

[Pelle á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband