11.11.2008 | 22:27
Ódýrasta bensínið
Ég vildi nú gjarnan benda á vefinn gsmbensin.is nú þegar bensínverð er enn einu sinni milli tannanna á fólki. Miðað við þessa frétt og að því gefnu að vefsíðan gsmbensin.is sé rétt (uppfærð fyrir 10 mínútum þegar þetta er ritað) þá má spara sér 8 krónur á líterinn með því að sniðganga N1! 95 okt
|
Eldsneyti hækkar hjá N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þú segir nokkuð, ekki vissi ég af þessari síðu. Það væri kannski ráð að fylgjast með henni í framtíðinni....
Takk fyrir þetta innlegg.
Óttarr Makuch, 11.11.2008 kl. 22:43
Takk fyrir að benda á þessa síðu. Þar er fróðlegt að bera saman landshluta. Ef við tökum dæmi af Orkunni, þá er sama verð í Reykjavík og á Akureyri en tveimur krónum dýrara á Akranesi. Ekki veit maður hvað ræður en sér að bensín er ódýrara á Egilsstöðum hjá Shell heldur en á fjörðunum. Hæsta verð hjá Shell er svo í Hallormsstað og Freysnesi. Hins vegar er hagstæðast að taka bensín í Hafnarfirði og Kópavogi.
Haraldur Bjarnason, 11.11.2008 kl. 22:54
Það er áhugavert líka að Atlantsolía er 4 krónum dýrari í RVK en í Hafnarfirði, og sömuleiðis er 4 króna munur á ÓB stöðvum t.d. við Fjarðarkaup vs. Snorrabraut. Manni hefði dottið í hug að það væri sama verð á þessum stöðvum, það er nú ekki svo ýkja langt á milli þeirra.
Eins líka að N1 er ekkert með þarna, ég held þeir hafi neitað þáttöku í þessu, enda koma þeir ekki vel út úr samanburðinum við hina.
Magnús Axelsson, 11.11.2008 kl. 23:14
Þá má vekja athygli á því að ef menn fá sér kort þá má fá afslátt upp á 2 til 4 krónur í viðbót.
Heyrði að ef þú ert með bæði kort og lykil hjá ÓB þá færðu 4 kr. afslátt
Kjósandi, 11.11.2008 kl. 23:56
Varðandi bensínverð er ég nú ekki viss um að Íslendingar ættu neitt mikið að vera að kvarta. Ég bý í Álaborg í Danmörku en er núna stödd í Þrándheimi í Noregi. Hérna beint á móti mér kostar bensínið í sjálfsafgreiðslu 11.2 NOK sem gerir 224,29 ISK miðað við genigð í dag. Í Álaborg get ég fengið ódýrast á 8.9 DKK (ef ég er mjög heppin, annars yfir 9 DKK) sem gerir 210,15 ISK. Svo ég skil mjög vel að olíufyrirtækin verði að hækka verð vegna gengisins. Fyrir námsmenn erlendis sem fá sínar tekjur í íslenskum krónum, þá verð ég að segja að Íslendingar ættu bara að vera glaðir með að þurfa ekki að borga nema í kringum 150 ISK fyrir lítrann.
Námsmaður í DK (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.