[MP3] Springfactory

springfactory

Enn og aftur fell ég í sömu gryfjuna, sumar eftir sumar. Ég fer í sumarfrí, og í staðinn fyrir að vakna snemma og koma einhverju í verk, þá sef ég allavegana til hádegis, og er svo tvo tíma að nudda stírurnar úr augunum yfir kaffibolla, og þá er dagurinn hálfnaður, og tekur því varla að byrja á neinu.

Það er því við hæfi að hlýða á lagið "Get out of bed" með sænska dúettinum Springfactory, sem samanstendur af Peter Gunnarson úr Suburban Kids With Biblical Names og vinkonu hans Linu Cullemark.

[MP3] Springfactory - Get out of bed
[MP3] Springfactory - No more
[MP3] Springfactory - As winter gives way to spring

Á morgun hinsvegar... á morgun vakna ég snemma! "Á morgun" segir hinn lati.

[Springfactory á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setti þessa athugasemd líka hér en hún á við "blakheit"-færsluna. Ég vildi nebblega endilega að þú sæir'etta fyrir morgundaginn.

ég er sko alveg að lesa þetta, en er bara jafn-blönk sjálf! virðist vera landlægt núna, og á því engan aur að eyða í spennandi dótið þitt. Næstu mánaðarmót verður mjatlað á skuldum og KANNSKI mánaðarmótin ágúst/sept. gæti ég komist á cirka ókey ról, ef ég eyði ekki nokkrum sköpuðum hlut í neitt. En ég er líka sofandi langt fram á dag stundum....verð samt í bænum á morgun (23.07) fer í popppunkt um morguninn og á hressó eftir hádegi. Viltu hittast þar?

Heiða (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband