[MP3] Airwaves #17 - El Perro del Mar

elperrodelmar

Svíþjóð er ágætur byrjunarreitur ef maður ætlar að finna góða tónlist. Jafnvel væri fínt að byrja í Gautaborg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim frábæru böndum sem koma frá Gautaborg í Svíþjóð, borgin er gróðrastía fyrir indiepopp og twee. Líklega er þetta allt ABBA að kenna.

"Melancholic lo-fi twee pop" er ein lýsingin á tónlist Söruh Assbring sem kallar sig El Perro del Mar (fallbeygir maður erlend nöfn? Það virðist eiga við hér). El Perro del Mar þýðir ... hundur hafsins. Það er væntanlega spænska, næsti bær við sænska.

El Perro del Mar ævintýrið hófst árið 2003 gaf í fyrstu út hjá fyrirtækinu Hybris, sem einnig hefur gefið út Familjen sem heimsækir líka Airwaves. Fyrsta platan, Look! It's El Perro del Mar! kom út árið 2005 og var samansafn af smáskífum og EP plötum sem sumar komu bara út sem MP3 skrár eða brenndar á disk heima í stofu.

Stærra fyrirtæki í Bretlandi gaf svo plötuna út undir heitinu El Perro del Mar, með einhverjum tilfæringum, og telst sú útgáfa vera fyrsta eiginlega stúdíóplata dömunnar. From the Valley to the Stars kom svo út núna í ár. Sarah hefur verið dugleg að spila meðal annars með góðvinum sínum Jens Lekman og Lykke Li.

[MP3] El Perro del Mar - How did we forget?
[MP3] El Perro del Mar - This Loneliness
[MP3] El Perro del Mar - You can't steal a Gift
[MP3] El Perro del Mar - Do not despair
[MP3] El Perro del Mar - Glory to the World
[MP3] El Perro del Mar - Jubilee

 Hérna flytur hún lagið "Glory to the World" í Bowery Ballroom í NYC, 5 ágúst síðastliðinn: 

[El Perro del Mar á Myspace]

Hugsanlega var Sarah Assbring líka að mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur oftar en einu sinni. Hún er allavegana kunnugleg á þessari mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband