[MP3] Eighties nostalgía - Naked Eyes

nakedeyes

Á unglingsárum mínum, ţegar Pixies voru ađ sigra heiminn, ţá fékk mikiđ af eighties poppi ađ róa. Mađur hreinlega afneitađi poppinu ţegar mađur uppgötvađi snillinga eins og Throwing Muses og My Bloody Valentine, og eldri spámenn eins og Einsturzende Neubauten og Birthday Party. Einhverjar plötur fengu ţó ađ gista áfram í plötusafninu, s.s. Howard Jones, Thompson Twins, Adam and the Ants og gestir okkar í kvöld, Naked Eyes.  

Naked Eyes gáfu út tvćr plötur á gullaldarárum sínum (1983-4) og nutu mikilla vinsćlda vestanhafs međan sveitin var svo ađ segja óţekkt í heimalandi sínu, Bretlandi.

Ţeir félagar Peter Byrne (söngur) og Rob Fisher (hljómborđ) stofnuđu sveitina eftir ađ hafa veriđ saman í hljómsveitinni Neon ásamt Roland Orzabal og Curt Smith sem síđar stofnuđu Tears for Fears. Ţeir slógu í gegn svo ađ segja strax međ útgáfu lagsins "Always something there to remind me" sem var reyndar ábreiđa af Burt Bacharach lagi. Seinni platan, Fuel for the Fire ratađi í plötusafniđ mitt á sínum tíma og er til ţessa dags í miklu uppáhaldi hjá mér. Sú plata ţótti á sínum tíma mun síđri en frumburđurinn, og hljómsveitin hćtti störfum fljótlega eftir útgáfu hennar.

Rob Fisher gekk síđar til liđs viđ söngvarann Simon Climie og saman stofnuđu ţeir Climie Fisher sem átti m.a. smellinn "Love changes (everything)".

Rob lést áriđ 1999, 42 ára ađ aldri, eftir magauppskurđ. Daginn áđur hafđi fyrrum félagi hans úr Naked Eyes landađ samningi sem átti ađ koma Naked Eyes á kortiđ aftur.

Peter Byrne starfađi sem session söngvari á ýmsum plötum, og tók svo aftur upp nafniđ Naked Eyes. Í fyrra kom út undir ţví nafni plata međ ábreiđum ýmiskonar, Fumbling with the Covers, og önnur plata er vćntanleg á ţessu ári, eđa komin út jafnvel. Mér er hinsvegar til efs ađ ţađ sé mikiđ variđ í ţađ efni án Rob Fisher.

[MP3] Naked Eyes - (What) In the Name of Love
[MP3] Naked Eyes - No Flowers Please

Bćđi lögin eru af plötunni Fuel for the Fire (1984).

Myndband viđ smellinn "(What) In the Name of Love:

"Always something there to remind me":

Climie Fisher syngja og leika smellinn "Love changes (everything)":

[Naked Eyes á Myspace]


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband