Frí músík, fermingar og fæðingarorlof.

Ég er að "bookmarka" þetta fyrir sjálfan mig. Fann þarna plötu sem ég hef lengi leitað að, kannski finnið þið eitthvað skemmtilegt þarna líka.

http://mp3maniaco.blogs.sapo.pt/

Ekki það, að auðvitað á maður að styðja tónlistarmen og kaupa plötur. Stundum vantar mann bara að heyra hluti án þess að kaupa þá fyrst. Platan sem mig vantaði er reyndar til í plötusafninu mínu, bara á vínyl. Ég er búinn að rekast á margar svona vefsíður undanfarið og hef aldrei tíma til að gramsa almennilega á þeim.

Ég er kominn í fæðingarorlof, litla dóttir mín er orðin eins árs. Það eina sem hún segir eftir pöntun er "tré" og "brauð". Hún segir hinsvegar aldrei "pabbi" eða "mamma" svo ég heyri, en mér skilst hún kunni það líka. Það verður mikið stuð hérna næstu tvo mánuðina.

Elsta barnið mitt er nú á 13 ári og á að fermast á næsta ári. Ég þurfti því að dröslast með honum í messu núna á sunnudaginn. Við félagarnir stóðum og sátum eftir kúnstarinnar reglum, og horfðum báðir í gaupnir okkar þegar átti að syngja einhvern sálminn. Fyrir framan okkur voru nokkrir strákar á sama aldri og minn, eflaust skikkaðir í messuna líka sem hluti af fermingarundirbúning. Einn þeirra var með buxurnar á hælunum, og virtist það með ráðum gert. Þetta þykir líklegast mjög smart núna. Mamma segir mér að þegar ég fermdist þá hafi rassaskoran á mér blasað við kirkjugestum þegar ég kraup við altarið. Ég hef þá verið mjög á undan minni samtíð því þá voru krakkar ekki með brækurnar á hælunum heldur með sítt að aftan og í æpandi skærlitum jogging göllum.

Um það leiti skiptust krakkar í tvennt. Þá sem fíluðu Wham og hina sem dýrkuðu Duran Duran. Svo voru einhverjir úti í móa eins og ég sem fílaði Thompson Twins. Við skulum því líta á myndband sem gæti hrært upp í nostalgíunni hjá gamalmennum sem lesa bloggið.

Gaman að segja frá því að hressi blökkumaðurinn Joe Leeway er núna sérfræðingur í dáleiðslu. Einhversstaðar á ég áritaða ljósmynda af bandinu, fengin frá Official Thompson Twins fan club.

Bravo var nú skemmtilegt blað. Þótt maður skildi ekki orð í þýsku.

tt

Skjáumst síðar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband