R.I.P. Organ

Þá er besti litli tónleikastaður borgarinnar allur. Organ í Hafnarstræti hefur lagt upp laupana. Þetta er miður því það er enginn tónleikastaður í bænum sem kemst í hálfkvisti við Organ í gæðum, hvað varðar minni tónleika. Hvað er eftir þegar Organ er farinn?

NASA er of stórt fyrir mörg bönd, og kostar, seinast þegar ég athugaði, 180.000 kr kvöldið.

Á Grandrokk hafa ekki verið tónleikar af viti síðan staðnum var breytt í "sportbar". Ég spilaði þar nokkrum sinnum og staðurinn var alveg ljómandi fínn, utan að nær undantekningarlaust þurfti að bíða nokkrar klukkustundir eftir hljóðmanni, ef hann þá fannst á annað borð. Oft mætti hann kannski hálftíma áður en tónleikar voru auglýstir, og sándtékk var þá enn í gangi þegar fólk var að týnast inn.

Bar 11 er full lítill. Eiginlega telst hann fullur ef svona 20 manns mæta þangað. Þar er einn lítill mixer og tvö monitor box sem snúa út í salinn, en engir mónitorar fyrir böndin sjálf. Eitt sinn þegar ég spilaði þar, þá þurftum við sjálf að sækja lykil að staðnum í verslun í grenndinni, hleypa okkur inn, finna sjálf rafmagnstöfluna til að slá inn rafmagninu og hringja svona 5 sinnum í eigandann til að finna einhverjar snúrur. Sviðið er það lítið að illgerlegt er að koma þar að bandi sem telur meira en fjóra meðlimi.

Dillon. Þar hafa verið haldnir tónleikar í horninu við hliðina á innganginum. Þar er ekkert hljóðkerfi svo því þarf að redda líka. Stærðin er ekki til að hrópa húrra fyrir, flestir áhorfendur þurfa að gera sér að góðu að standa á bakvið súlu.

Gaukurinn er ekki lengur tónleikastaður.

Cafe Amsterdam varð álitlegur kostur um tíma áður en Organ opnaði. Þar er basic hljóðkerfi en enginn hljóðmaður og mixerinn átti það til að vera lánaður yfir á Dubliner og þurfti þá að leita að honum. Helmingur tónleikagesta eru yfirleitt fastagestir staðarins sem koma fyrir spilakassana.

Organ var PRO. Þetta var hugsað sem tónleikastaður frá upphafi, og þar var gott kerfi, þótt reyndar væru overhead monitorar full innarlega á sviðinu eftir að sviðið var stækkað fram. Þær hljómsveitir sem harðast rokkuðu áttu það til að reka hljóðfærin sín í þá. Hljóðmaður mætti alltaf á slaginu 5 og sándtékk átti alltaf að vera búið klukkan 7, allavegana þá daga sem ég spilaði þar, eða sá um tónleika. Það brást heldur ekki, og í stað þess að bönd þyrftu að bíða lon og don eftir hljóðmanni, þá voru það frekar böndin sjálf sem voru of sein. Tónleikar á Organ byrjuðu oftast á skikkanlegum tíma, nokkuð sem fólk á ekki að venjast og ég missti gjarnan af fyrsta bandi vegna þessa. Staðurinn virkaði í það heila rosalega vel fyrir smærri bönd. Það verður mikil eftirsjá af Organ og óskandi að borgaryfirvöld tækju í taumana og sæu til þess að þetta gangi áfram.

Hvað finnst ykkur annars? Má Organ missa sín? Hvaða aðrir staðir koma til greina? Fer ég með rangt mál um hina staðina? Þess má geta að nokkuð er um liðið síðan ég hef spilað á þeim, eitthvað kann að hafa breyst.

Ég átti það til að liggja þarna á gólfinu og taka myndir af böndum, meira af vilja en getu, og stundum hætti maður lífi og limum þegar mosh pyttur myndaðist án þess að ég tæki eftir því. Myndavélin er basic imbavél, Canon Ixus, og myndir því langt frá því sem best getur talist. Ég tók kannski samtals 700 myndir á einum tónleikum og fékk út úr því svona 20 stk sem ekki þurfti að skammast sín mikið fyrir. Hérna eru nokkrar þeirra. Blessuð sé minning Organ. Þín verður saknað.

Sá/Sú sem getur nefnt flestar sveitirnar á myndunum fær vegleg verðlaun. (Tími til að submitta er runninn út og nöfnin vera nú gefin upp!)

1. Jan Mayen

l_4e248f471161ffeb0693f7482b4a5801

2. Singapore Sling

l_4ffc5b223a8abac27be9d524a5a2dec2

3.  Seabear

l_5bc06d321acee287c8d680ffd1336a97

4. Sólstafir

l_8a26cc4da2cce15404c483b8c16d268e

5. Singapore Sling

l_22d30f434404ca0ab8d5dcee58286e12

6. Mammút

l_26a309160ecb76f12f673aa5aa2e9ed4

7. <3 Svanhvít!

l_52cd02ff8738981eaa74bec0daa6e4a5

8. The Pains of Being Pure at Heart (US)

l_88fdbaaf0f62b78d8fcd7667f31fe419

9. Dísa

l_92b8cbccb6afc64a7bf68493d25d4c62

10. Yunioshi (UK)

l_191c1b1e563ac5df57b8204dd0fc9e41

11. Bacon

l_217fe1c6f8709092d178069a69b8dada

12. Æla

l_432b7496c66925a99baef82fdd59e29e

13. Swords of Chaos

l_0679b8e741002eba48988812c094e2d7

14. Kimono

l_77226f90d810c2d31d81f0873610a648

15. Hjaltalín

l_5629232233ef83ebbe91b43e9bedbd9d

16. Reykjavík!

l_ae782547f4c94b1a62ad1ee6146c389d

17. Morðingjarnir

l_af218d2a9bca8cdfbf9883298f0e5cdd

18. Jan Mayen

l_b4c75de34d5d373c8b7f18705177a7f9

19. The Way Down

l_b10c283aa416b5836a44fe8033481c38

20. Bloodgroup

l_bd5e1f317f1cc4cadac17e4dc9a60e2a

21. Dr. Spock

l_d5cae670cc9fef85b9916a975d7a437a

22. Elíza

l_ec1d3e0ab47b5185d8decd3188272759

23. Misery Index (US)

l_f9df06f9e82ff1696e9e952ff6282d58

24. Hoffmann

l_fced0c8f60eb2eec15fb18183eb3ba78

25. Ultra Mega Technobandið Stefán

l_ff9b9687da7ba5800a3d8f8e60e29d45

26. Lada Sport

l_fff22a1efe30d71e1f65e124c800bc8f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það ferlega fúlt að þurfa að sjá á eftir þessum stað, það verð ég að segja.

Ég á einmitt nokkrar myndir þaðan sjálf.

Ragga (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Magnús Axelsson

Já þetta var komið á skemmtilegt ról, með útimarkaðnum og popp quizinu, sem ég reyndar skíttapaði alltaf í :D

Það væri gaman að sjá fleiri myndir ef þú getur pósta þeim einhversstaðar.

Magnús Axelsson, 6.9.2008 kl. 13:40

3 identicon

Ég tók aldrei þátt í popp quizinu því miður, var alltaf svo upptekin á markaðinum en ég man samt ekki eftir að hafa rekist á þig þarna, ég er reyndar alveg afskaplega ómannglögg.

Myndirnar sem ég á þaðan eru svona í artístílnum mínum, Fæddur í fjöri og svona.

Synd að sjá eftir þessum stað.

Ragga (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:45

4 identicon

1-pass, 2-singapore sling, 3-jakobínarína, 4-sólstafir, 5-singapore sling, 6-mammút, 7-rökkurró, 8-retró stefsson, 9-pass, 10-pass, 11-pass, 12-æla, 13-pass, 14-kimono, 15-hjaltalín, 16-pass, 17-morðingjarnir, 18-jan mayen, 19-pass, 20-pass, 21-dr.spock, 22-elíza, 23-pass, 24-pass, 25-ultramegateknóbandið stefán, 26-pass,..........hvernig stóð ég mig?

hheeiiððaa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:00

5 identicon

já og 20 er náttúrulega bloodgroup, sé það núna.

Heiða (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:05

6 Smámynd: Magnús Axelsson

Þetta er allavegana besta ágiskunin hingað til

Hinsvegar eru þessi bönd ekki á myndunum: Jakobínarína, Rökkurró og Retró Stefson.

Magnús Axelsson, 7.9.2008 kl. 19:21

7 identicon

Pop og Rokk i Reykjavik Quiz

1- Jan Mayen?

19 - The Way Down?

wimvanhooste (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:17

8 Smámynd: Magnús Axelsson

Rétt hjá þér Wim!

Magnús Axelsson, 8.9.2008 kl. 18:37

9 identicon

9 - Disa (Bryndis)?

11- Bacon?

wimvanhooste (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Magnús Axelsson

Hárrétt

Magnús Axelsson, 9.9.2008 kl. 13:21

11 Smámynd: Magnús Axelsson

Jæja, ég póstaði nöfnunum á böndunum. Ég splæsi bjór á Heiðu og Wim á næstu Airwaves hátíð, vafalítið rekst maður á ykkur á röltinu :D

Magnús Axelsson, 9.9.2008 kl. 15:41

12 identicon

Hey Magnus,

Var erfitt. Ekki alt Islensk tonlistamadur. Kannski ég og heilinn minn er betur efter ég drekka storan Viking Bjork. Og fyrir Heida is i boxi?

Vid sjaumst @ 10th Airwaves, my 4th Airwaves.

Or maybe you&#39;ll see me in Fréttabladid (dr. Gunni did an interview with me). Probably in the next weekend edition.

Take care,

Bless og S.H. Draumur,

Wim

wimvanhooste (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband