Færsluflokkur: Tónlist

[MP3] My Bloody Valentine snýr aftur

mbv

My Bloody Valentine hefur nú tilkynnt um þrenna tónleika í Bretlandi næsta sumar.

Föstudaginn 20. júní í The Roundhouse (London)
Laugardaginn 28 júní í Manchester Apolli (Manchester)
Miðvikudaginn 2 júlí í Glasgow Barrowland (Glasgow)

Vonandi er þetta bara byrjunin á stærri túr, en Kevin Shields hefur nýlega lýst því yfir að þau muni á næstunni gefa út nýja plötu sem að hluta til mun samanstanda af efni sem þau byrjuðu að taka upp eftir útgáfu Loveless. Ég iða í skinninu eftir að heyra það, og spurning hvort maður láti ekki bara vaða að skella sér út og sjá þau.

Ég fór á stúfana og gróf upp nokkur lög með þeim:

[MP3] My Bloody Valentine - When You Sleep
[MP3] My Bloody Valentine - Honey Power

[Meira hér]
[Peel Session og fullt af tónleikaupptökum]
[My Bloody Valentine á Myspace]


[MP3] Yukatan

yukaEin uppáhalds íslenska hljómsveitin mín er og verður Yukatan. Sveitin var stofnuð 1992 og gerði sér lítið fyrir og vann músíktilraunir árið eftir. Að launum fengu þeir 25 tíma í stúdíói sem þeir notuðu til að taka upp fyrstu og einu plötu sína, Safnar Guðum, Safnar Frímerkjum sem var gefin út hjá Smekkleysu það sama ár. Illu heilli þá lagði sveitin upp laupana 1994 og hefur ekki sést síðan nema hvað þeir spiluðu í 10 ára starfsafmæli hjá Curver í einhverju listasafni fyrir allmörgum árum síðan.

Platan a tarna hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ratar reglulega í geislaspilarann, ávallt verulega hátt stillt. Mér til mikillar undrunar poppuðu þeir svo upp á Myspace nýverið.

Meðlimir sveitarinnar hafa ekki setið á höndum sér síðan þá, Óli Björn trommari, oft kallaður Óbó, hefur lamið húðirnar með ýmsum sveitum s.s. Unun, Stórsveit Nix Noltes og Benna Hemm Hemm, og gítarleikarinn og söngvarinn Reynir þeytir flösu með þungarokksbandinu Perfect Disorder.

Fátt vildi ég frekar en að sjá þessa sveit einu sinni enn á tónleikum. Þangað til það gerist er ekki úr vegi að ylja sér við nokkur lög:

[MP3] Yukatan - Tunnels
[MP3] Yukatan - House

Heimsækið þá á Myspace og segið þeim að drullast til að gera eitthvað:

[Yukatan á Myspace]


[MP3] Twee tími - The State of Samuel

state

The State of Samuel er svíinn Samuel Petersson og vinir hans. Drengurinn hefur samið lög núna í rúm 10 ár, tekið upp heima hjá sér og gefið út á kassettum. Það er heldur erfitt að klóra sig í gegnum bio-ið hans á Myspace, en hann virðist hafa gefið einhver lifandis ósköp út á spólum og 7 tommum með allskonar böndum, en eitt er víst; núna nýverið gaf hann út breiðskífu hjá Humblebee Recordings í Kanada, í samvinnu við Total Gaylord Records í USA, en það label er rekið m.a. af trommara The Besties, Frank nokkrum Korn.

Platan a tarna datt inn í póstkassann minn fyrir nokkrum dögum og hefur eiginlega ekki stoppað síðan þá, hún er svo þrælskemmtileg. Einhverjir hafa þóst heyra líkindi með Bítlunum og líkt rödd hans við John Lennon. Samuel minnir mig frekar á breska ræflapopparann Weckless Eric, en það má til sanns vegar færa að mikil líkindi eru með breskum sixties hljómsveitum, þegar tambúrínan fer í gang í sumum lögunum fer maður alveg 40 ár aftur í tímann. Lögin eru einföld og stutt og flest öll mjög grípandi, og nóg af bakröddum og "ba ba ba" til að drepa fíl. Ég mæli með að þið tékkið á þessum tveimur fínu lögum hér að neðan, en uppáhaldslagið mitt er "The Duel between Kim and The Cool", sem má heyra á Myspace síðunni hans.

[MP3] The State of Samuel - The Residents of Gloom
[MP3] The State of Samuel - Square Roots

[The State of Samuel á Myspace]


[MP3] Smá Shoegaze

ringo2

Það er svei mér þá eins og My Bloody Valentine hafi risið upp frá dauðum. Ringo Deathstarr sem ég minntist á hér áður er að fá þvílíkt gllimrandi dóma ytra og ég fann stórgott lag með þeim rétt í þessu sem ég verð að deila með ykkur. Kevin Shields snýr sér ábyggilega við í ... tjah... rúminu núna.

[MP3] Ringo Deathstarr - Swirly

[Ringo Deathstarr á Myspace]


David Levin

237265843_f0a1246093Gaman að sjá að góðvinur minn, David Levin, er í fréttunum á Íslandi. Núna vegna greinar um íslenskt nammi í bandarískum fjölmiðli. Ég hugsa hann yrði þó undrandi á öllum bloggfærslunum sem tengjast fréttinni þar sem flestir kommenta að kanar þurfi ekki á meira nammi að halda, þeir séu allir svo feitir. David þessi er nefninlega eins og tálguð spýta og veitir ekki af öllu því nammi sem hann getur í sig látið svo hann detti ekki í sundur.

Fáir vita hinsvegar að David er fjölhæfur tónlistarmaður og kemur fram undir listamannsheitinu The Juliet Kilo. Hingað til lands kom hann í fyrrasumar og lék fyrir gesti og gangandi, annars vegar í Smekkleysubúðinni og svo á Cafe Amsterdam ásamt Mr. Silla og Mongoose, og Pants Yell! sem eru frá Boston eins og hann.

Hann hreifst mjög af Íslandi þá og kom aftur núna í sumar, í þetta skiptið bara sem ótýndur ferðalangur.  Það væri margt vitlausara en að tékka á tónlistinni hans, sér í lagi ef þið hafið gaman af ljúfri og tilraunakenndri tónlist í ætt við það sem Mr. Silla og Mongoose eru að gera.

[MP3] The Juliet Kilo - Simple Machines
[MP3] The Juliet Kilo - Please excuse me if my heart stops beating
[MP3] The Juliet Kilo - The tools for what your hands can't do
[MP3] The Juliet Kilo - 45 miles ago I promised I would stop

[The Juliet Kilo á Myspace]
[Nammingreinin hjá Weekly Dig]

Fleiri MP3 er að finna á heimasíðunni www.thejulietkilo.com

 


mbl.is Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

[MP3] I've got a moped, you've got a helmet...

colin

Colin Clary er fyrsta flokks lagahöfundur, og ofvirkur í meira lagi. Hann gefur út sóló plötur, og semur og spilar með hljómsveitunum The Smittens og Colin Clary and the Magogs. Seinastnefnda bandið sá ég á tónleikum í Bandaríkjunum 2005 og hreifst mjög af þeim. Colin þessi er fjörlegur hálffertugur náungi, alltaf brosandi og alltaf íklæddur röndóttum og slitnum peysum, líklega er hann jafn þekktur fyrir peysurnar sínar og tónlistina. Ein sólóplatan hans sem kom út 2005 er meira að segja íklædd peysu, með litlum brjóstvasa fyrir textablaðið. 

Tónlist hans er gott dæmi um þetta svokallaða Twee sem poppar sífellt oftar upp í tónlistarritum þessa dagana. Ég kann ekki rétt vel að skilgreina það en flestir sem spila Twee virðast eiga það sameiginlegt að vera indie lið sem hlustar á hávaða eins og My Bloody Valentine og Jesus and Mary Chain, en situr svo heima í svefnherbergi og semur sæt popplög á fjögurra rása upptökutæki.

Ég fékk leyfi Colins til að setja á netið tvö lög með honum sem ég held mikið uppá. Þau eru bæði af plötunni Her Life of Crime sem kom út árið 2005. Það er honum líkt að svara af miklum áhuga með fullt af upphrópunarmerkjum. Þetta hefur hann að segja um fyrra lagið, "Moped Rally":

"Moped Rally, was inspired by my friend Rob Hoehn’s enthusiasm about getting and riding mopeds. One day he got a bunch of us together and we took turns going for Moped rides – it was fun – and funny, too, I guess – Mopeds are such awesome and odd transporters!  So yes, there really was a moped rally afternoon – that song usually calls up good memories for me, and on a different level, I think the opening line just inspired me to write the song, too – it’s about sharing what you have – kind of like a pot luck dinner or anything where each person brings something different to the table. Also mopeds are better for there earth than cars and trucks."

[MP3] Colin Clary and the Magogs - Moped Rally 

Seinna lagið er "I only give you bad advice 'cause I love you", sem er afar hugljúft.

I guess it’s a sort of humorous song that I made up about a few things that were going on at the time....  At the time I made this one up I had been in the habit of writing and recording whole albums in one day – with David recording and me just blasting out quick songs as quick as he could hit the button to record – and I was susceptible to getting into a manic hangout phase with new friends – staying up all night talking and drinking and listening to records and stuff. Spending as much time together as possible, and sometimes getting into work later than I should.

Sometimes bad advice is good advice if it’s about honesty or what you think is good advice. I don’t know, I think if I explain everything away it might lose a bit of it’s magic..."

[MP3] Colin Clary and the Magogs - I only give you bad advice 'cause I love you

Textarnir við bæði lögin fylgja svo með hér:

Moped Rally

I've got a moped and you've got a helmet
we've got a friendship built around it - yeah!
oh, yeah!

Tell Rob.Hoehn.com that I got one
that I got one, oh yeah!
oh, yeah!

and here comes Ellie - she's got one, too
she's rockin' a tracksuit that's baby blue - oh yeah!
oh, yeah!

it's a moped rally Sunday afternoon
moped rally Sunday afternoon!

We'll ride down hills and pedal through
to meet the girls who like their mopeds, too, oh yeah!
oh, yeah!

it's a moped rally Sunday afternoon
moped rally Sunday afternoon!

I've got a moped and you've got a helmet
we've got a friendship built around it - yeah!
oh, yeah!

moped rally Sunday afternoon!

I only give you bad advice 'cos I love you

If you want a sundae, I'll bring you a sundae
if you want a Monday, I'll be there
and if  we get fired come Tuesday morning
because we're both late for work
well, I don't care

because we're friends
but we only get together sometimes
because I tend to lose my mind around you
yeah, I guess that's something I do
I only give you bad advice 'cos I love you

you've heard the songs where I say that I love you
and you've heard the songs where I miss you
and if I write an album on Tuesday morning
you should tell your dumb boyfriend I kissed you

because we're friends
but we only get together sometimes
because I tend to lose my mind around you
yeah, I guess that's something I do
I only give you bad advice 'cos I love you

yeah, we're friends
but we only get together sometimes
because I tend to lose my mind around you
yeah, I guess that's something I do
I only give you bad advice 'cos I love you

[Colin Clary and the Magogs á Myspace]

Vídeó við lagið "Shape of this Town" einnig af Her Life of Crime:


The Teenagers

Teenagers

Af erlendu sveitunum á Airwaves í ár er ég líklegast spenntastur fyrir The Teenagers, enda löngum verið veikur fyrir böndum sem eru ekkert að fara í felur með trommuheilann sinn, heldur leyfa honum að njóta þess að vera hann sjálfur. Taktar þurfa ekkert að vera flóknir til að vera flottir, og það sanna The Teenagers. Takið eftir textanum í "Homecoming" og ekki síst seinustu línunum. Stórskemmtilegt alveg.

"...electronica with compelling Strokes-like bass lines and then brazenly smear hilarious dramatic monologues over the top – within which they plant little evil thoughts and communicable rascality aplenty. The results are musical installations that linger long after listening, the briefest scandalous flashes of which are apt to bring a big smile to your face even at the most inappropriate times."
af http://microlips.blogspot.com/2007/01/teenagers-uk_10.html

Hljómar vel? Það hljómar jafnvel enn betur að hlusta á bandið:

[MP3] The Teenagers - Homecoming
[MP3] The Teenagers - We are The Teenagers
[MP3] The Teenagers - Fuck Nicole

Og lítum nú á myndband:


Deerhoof

deer

Deerhoof er nú ekkert sérstaklega minn tebolli, en vissulega áhugavert band, og sjálfsagt einn af hápunktum Airwaves hátíðarinnar í ár. Ég er hinsvegar alltaf ginkeyptur fyrir konum sem spila á bassa og Satomi Matsuzaki spilar einmitt á Hofner hálfkassabassa, í það minnsta á þeim myndum sem ég hef séð. Fyrir nokkru síðan fann ég svo ágæta síðu þar sem er lifandi hellingur af MP3 lögum með bandinu. Af því sem ég hlustaði á heillaði mig ekkert nema lagið "Ultra Dance" sem hér fær að fljóta með ykkur til ánægju og yndisauka. Ætli maður kíki svo ekki á bandið bara og berji bassann augum.

[MP3] Deerhoof - Giga Dance

[Lifandis hellingur af MP3 með Deerhoof]


Best Fwends

bestfwends

Jæja, maður hefur varla náð að átta sig á að Airwaves er að bresta á. Ein af sveitunum sem ég er forvitinn um er Best Fwends, og mér til mikillar lukku fann ég MP3 með þeim, sem gefa til kynna að þetta verði dúndurstuð og hörkufjör. Þeir eru nú ekkert að orðlengja neitt, lögin eru þéttir hnitmiðaðir orkuboltar sem hitta beint í mark, og ég leyfi mér hérmeð að endurpósta lögunum sem ég fann hjá öðlingnum Matthew á skatterbrain.org.

[MP3] Best Fwends - Orange Marker
[MP3] Best Fwends - Skate or Live


Sambassadeur

samb1Eðalkrúttsveitin Sambassadeur frá Gautaborg í Svíþjóð gefur út sína aðra plötu þann 24 október, undir merkjum Labrador. Sveitin var stofnuð haustið 2003 í smábænum Skövde. Anna, Joachim og Daniel voru þar í námi við sama skóla og komust að því að þau hefðu svipaðan tónlistarsmekk. Daniel og Joachim hittust og sömdu saman lagið "There you go", og eftir það varð ekkert stoppað, Anna fór að syngja og annar Daniel bættist við á bassa. 

Sveitin gaf svo út tvo CD-R diska sjálf og smáskífu á Dolores Recordings þangað til þau eignuðust heimili hjá Labrador. Fljótlega eftir það fór lagið "Between the Lines" að skjóta upp kollinum á tónlistarbloggum.

Hlustið á nokkur tóndæmi:

[MP3] Sambassadeur - Subtle Changes (af nýju plötunni)
[MP3] Sambassadeur - Between the Lines
[MP3] Sambassadeur - New Moon

Allt eru þetta eðal lög, en það má glöggt heyra af "Subtle Changes" að mikið meira er lagt í útsetningar og upptökur, og að bandið á sannarlega framtíð fyrir sér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband