[MP3] The Metric Mile

metricmile

Þeir sem hafa gaman af angurværu svefnherbergistölvupoppi a la Her Space Holiday eða The Postal Service gætu haft gaman af New York bandinu The Metric Mile.

Árið 2005 álpaðist ég til Bandaríkjanna í hljómsveitarstússi og þá var það Jeff nokkur Ciprioni sem lagði sig allan fram við að hjálpa okkur. Hann bókaði eðalstaðinn Cakeshop í NYC og reddaði öllum græjum. Hann og félagi hans Patrick voru þá tveir í bandinu The Metric Mile sem spilaði einnig það kvöld. Árið 2006 lágu leiðir okkar svo aftur saman í Club Midway þar rétt hjá og þá hafði þeim áskotnast nýr meðlimur, stelpuskott sem heitir Peggy Wang, en hún er núna önnum kafin sem hljómborðsleikkona og söngkona í The Pains of Being Pure at Heart. 

Það hefur ávallt farið frekar lítið fyrir þessu bandi en í bígerð er að gefa út smáskífu á næstunni. Jeff hefur einnig verið önnum kafinn sem gítar- og hljómborðsleikari My Teenage Stride á sumartúr þeirra um Bandaríkin.

[MP3] The Metric Mile - Amateurs

Lagið "Amateurs" vakti nokkra athygli á bandinu hér um árið þegar það var notað í auglýsingu sem róteraðist dáldið á MTV. Það má sjá hér:

>

[Myspace]

 


[MP3] Airwaves #20 - Boys in a Band

boys

Jahá, alltaf er ég að rekast á þetta nafn, Boys in a Band. Aldrei hinsvegar heyrt í þeim fyrr en núna.  Þetta band er frá Götu í Færeyjum og inniheldur félagana Pætur, Heini, Símun, Rógvi og Heri. Fyrsta platan þeirra, Black Diamond Train, kom út núna í júlí, en hún var hljóðrituð af Ken Thomas sem hefur dýft puttunum í plötur með t.d. Sigur Rós og Dave Gahan.

Í fyrra unnu þessir vösku piltar tónlistarkeppnina Global Battle of the Bands þar sem íslenska stuðbandið Hraun lenti einnig ofarlega, í topp 3 ef ég man rétt. Þeir lýsa tónlist sinni sem "Bob Dylan á amfetamíni", og í júlí síðastliðnum afrekuðu þeir það að spila 24 tónleika á 24 tímum í heimalandi sínu. Geri aðrir betur, ætli það sé ekki bara heimsmet?

Af þessum tveimur lögum finnst mér Black Diamond Train áberandi betra.

[MP3] Boys in a Band - Black Diamond Train
[MP3] Boys in a Band - Secrets to Conceal

[Boys in a Band á Myspace]
[Last.fm]

 


[MP3] Airwaves #19 - Final Fantasy

finalfantasy

Final Fantasy er kanadamaðurinn Owen Pallett. Hann stundar reglulega sjóböð og líklega Mullers æfingar líka. Hann spilar á fiðlu sem er haganlega tengd við sampler sem hann síðan stjórnar með fótunum. Með þessu móti getur pilturinn semsagt spilað ofan í sjálfan sig, ef svo mætti að orði komast. Svo er að sjá að honum fylgi stundum strengjakvartett og trommari.

Þetta er mjög artý.

[MP3] Final Fantasy - Your Ex-lover is dead
[MP3] Final Fantasy - Ultimatum
[MP3] Final Fantasy - Horsetail Feathers
[MP3] Final Fantasy - The Butcher
[MP3] Final Fantasy - I saved a Junkie once
[MP3] Final Fantasy - Cockatrice

[Final Fantasy á Myspace]
[Final Fantasy á Last.fm]


[MP3] The Softies - Sleep away your troubles

softies

Þegar hausverkurinn er að drepa mann, ásamt yfirdrættinum, veltukortinu, lánunum, vöxtunum og öllum hinum skuldunum, þá koma The Softies til bjargar með fallegu lagi eins og "Sleep away your Troubles". 

Eins og í pistli gærdagsins segir, þá var Jen Sbragia gítarleikkona All Girl Summer Fun Band áður í The Softies ásamt Rose Melberg. Þetta er talsvert ólík tónlist, hugljúf og yfirmáta falleg. Ég er ekki frá því að hausverkurinn minnki aðeins. Kannski er það bara kaffið. Sjáum hvort þetta virkar fyrir einhverja aðra.

[MP3] The Softies - Sleep away your troubles

If I beg you will you smother me
Just to put me out of my constant misery
This is too much for me to bear
You'd know this too if you ever had been there

I hope you have sweet dreams
And I hope You never leave me

I wander thorugh these empty halls
As the moon casts shadows of just me upon the walls
My time wasted in endless regret
While you sleep away your troubles and forget

I hope you have sweet dreams
And I hope you never leave me

softies2 

[The Softies á Myspace]


[MP3] All Girl Summer Fun Band

agsfbalbum

Stórmerkilegar fréttir úr Tweepop geiranum! Eða það finnst mér allavegana, ég stökk næstum hæð mína þegar ég sá þetta. All Girl Summer Fun Band gefur út þriðju plötu sína í þessum mánuði. Afurðin hefur fengi nafnið Looking Into It og skartar 11 nýjum smellum.

Bandið kveikti áhuga minn þegar ég datt niður á lagið "Car Trouble" snemma árs 2005 líklegast. Þetta lag er hreinasta snilld, textinn er óborganlegur og æðislegt hvernig gítarleikurinn hermir eftir biluðum startara. Hérna er vídeó við lagið, og textinn líka. Hver sem rímar "heart" við "start" og "lovesick" við "piece of shit" er gjaldgengur í mínum bókum.

Please don’t laugh at my broken heart
It’s bad enough that my car won’t start
There’s nothing worse than being lovesick
in my broken down car, a real piece of shit

He broke my heart, my car won’t start

You smile at me as if you cared
With the smell of your goodbye hangs in my hair
Why did you wait till a quarter to one
When there are no buses running, not even one

He broke my heart, my car won’t start
He broke my heart, my car won’t start

agsfb1
Frá vinstri: Kim Baxter, Kathy Foster, Jen Sbragia. 

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um stúlkurnar:

Kathy Foster trommuleikkona AGSFB er líka bassaleikkona í hljómsveitinni The Thermals, sem gefur út hjá Sub Pop. Sjá Rjómadóm um The Thermals hér. Jen Sbragia gítarleikari var áður í The Softies ásamt hinni ástsælu söngkonu Rose Melberg. Allar ku þær starfa í hjáverkum í Rock 'n' Roll Camp for Girls, en kvikmynd um þessar rokkbúðir var sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis í fyrra og vakti stormandi eftirtekt. 

[MP3] All Girl Summer Fun Band - Dear Mr. and Mrs. Troublemaker
[MP3] All Girl Summer Fun Band - Cut your Hair
[MP3] All Girl Summer Fun Band - Samantha Secret Agent

"Cut your Hair" er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég elska ámátlega röddina, hallærislegar bakraddirnar og þetta guðdómlega cheesy hljómborð. Og þótt að lagið hljómi eins og þær kunni ekki neitt þá er það bara pönkið í twee-inu, þær vita nefninlega nákvæmlega hvað þær eru að gera.  

Bónuslag! Takið eftir skemmtilegum orðaleiknum, þar sem versið og chorusinn tengist.  

[MP3] All Girl Summer Fun Band - Later Operator

...... og textinn við þetta frábæra lag:

My boyfriend never shaves
My boyfriend rarely bathes
He's got surfer magazines that he'll always save
But he's a damn good--

Later operator
If lovin' him's a crime
(Later operator)
I'm guilty all the time
(Later operator)
He may be weird but he is mine

Oh yeah well
My boyfriend works real late
And he won't spend his make
Won't even buy me cheap, cheap cake
But he's a damn good--

Chorus

Oh yeah well
My boyfriend gets real shy
He's such a quiet guy
Sometimes he won't say a word, not even "hi"
But he's a damn good--

Chorus

Oh yeah well
My boyfriend speeds around
On a scooter all over town
He's on a first-name basis with the cops
He's gonna crash if he don't stop
And he's a damn good--

Chorus

Crazy 'bout that boy
Oh boy, he's crazy about me
Crazy 'bout that boy
Oh boy, he's crazy about me
That boy is crazy
That boy is crazy
That boy is crazy
That boy is crazy

[Viðtal við AGSFB á indie-mp3.co.uk]
[AGSFB á Myspace]
[Fleiri lög]

Bönd væntanleg á næstunni: Camera Obscura, The Icicles, La Casa Azul, Hanky and Panky, The Gun Club, Hari and Aino, Hurricane #1, Subcircus, Yunioshi, Urusei Yatsura, Santa Dog, Language of Flowers, Tim Ten Yen, Snow Coloured Kid, Wolfie, The Like Young.... Þú heyrir það fyrst á mp3.blog.is!


Mazda 929

1258164517_ea79433b0f

Ef einhver á Mözdu 929 eins, eða svipaða, og þessa á myndinni, líklegast árgerð 1981, þá mætti sá hinn sami gjarnan senda mér línu. Takk fyrir það.


R.I.P. Organ

Þá er besti litli tónleikastaður borgarinnar allur. Organ í Hafnarstræti hefur lagt upp laupana. Þetta er miður því það er enginn tónleikastaður í bænum sem kemst í hálfkvisti við Organ í gæðum, hvað varðar minni tónleika. Hvað er eftir þegar Organ er farinn?

NASA er of stórt fyrir mörg bönd, og kostar, seinast þegar ég athugaði, 180.000 kr kvöldið.

Á Grandrokk hafa ekki verið tónleikar af viti síðan staðnum var breytt í "sportbar". Ég spilaði þar nokkrum sinnum og staðurinn var alveg ljómandi fínn, utan að nær undantekningarlaust þurfti að bíða nokkrar klukkustundir eftir hljóðmanni, ef hann þá fannst á annað borð. Oft mætti hann kannski hálftíma áður en tónleikar voru auglýstir, og sándtékk var þá enn í gangi þegar fólk var að týnast inn.

Bar 11 er full lítill. Eiginlega telst hann fullur ef svona 20 manns mæta þangað. Þar er einn lítill mixer og tvö monitor box sem snúa út í salinn, en engir mónitorar fyrir böndin sjálf. Eitt sinn þegar ég spilaði þar, þá þurftum við sjálf að sækja lykil að staðnum í verslun í grenndinni, hleypa okkur inn, finna sjálf rafmagnstöfluna til að slá inn rafmagninu og hringja svona 5 sinnum í eigandann til að finna einhverjar snúrur. Sviðið er það lítið að illgerlegt er að koma þar að bandi sem telur meira en fjóra meðlimi.

Dillon. Þar hafa verið haldnir tónleikar í horninu við hliðina á innganginum. Þar er ekkert hljóðkerfi svo því þarf að redda líka. Stærðin er ekki til að hrópa húrra fyrir, flestir áhorfendur þurfa að gera sér að góðu að standa á bakvið súlu.

Gaukurinn er ekki lengur tónleikastaður.

Cafe Amsterdam varð álitlegur kostur um tíma áður en Organ opnaði. Þar er basic hljóðkerfi en enginn hljóðmaður og mixerinn átti það til að vera lánaður yfir á Dubliner og þurfti þá að leita að honum. Helmingur tónleikagesta eru yfirleitt fastagestir staðarins sem koma fyrir spilakassana.

Organ var PRO. Þetta var hugsað sem tónleikastaður frá upphafi, og þar var gott kerfi, þótt reyndar væru overhead monitorar full innarlega á sviðinu eftir að sviðið var stækkað fram. Þær hljómsveitir sem harðast rokkuðu áttu það til að reka hljóðfærin sín í þá. Hljóðmaður mætti alltaf á slaginu 5 og sándtékk átti alltaf að vera búið klukkan 7, allavegana þá daga sem ég spilaði þar, eða sá um tónleika. Það brást heldur ekki, og í stað þess að bönd þyrftu að bíða lon og don eftir hljóðmanni, þá voru það frekar böndin sjálf sem voru of sein. Tónleikar á Organ byrjuðu oftast á skikkanlegum tíma, nokkuð sem fólk á ekki að venjast og ég missti gjarnan af fyrsta bandi vegna þessa. Staðurinn virkaði í það heila rosalega vel fyrir smærri bönd. Það verður mikil eftirsjá af Organ og óskandi að borgaryfirvöld tækju í taumana og sæu til þess að þetta gangi áfram.

Hvað finnst ykkur annars? Má Organ missa sín? Hvaða aðrir staðir koma til greina? Fer ég með rangt mál um hina staðina? Þess má geta að nokkuð er um liðið síðan ég hef spilað á þeim, eitthvað kann að hafa breyst.

Ég átti það til að liggja þarna á gólfinu og taka myndir af böndum, meira af vilja en getu, og stundum hætti maður lífi og limum þegar mosh pyttur myndaðist án þess að ég tæki eftir því. Myndavélin er basic imbavél, Canon Ixus, og myndir því langt frá því sem best getur talist. Ég tók kannski samtals 700 myndir á einum tónleikum og fékk út úr því svona 20 stk sem ekki þurfti að skammast sín mikið fyrir. Hérna eru nokkrar þeirra. Blessuð sé minning Organ. Þín verður saknað.

Sá/Sú sem getur nefnt flestar sveitirnar á myndunum fær vegleg verðlaun. (Tími til að submitta er runninn út og nöfnin vera nú gefin upp!)

1. Jan Mayen

l_4e248f471161ffeb0693f7482b4a5801

2. Singapore Sling

l_4ffc5b223a8abac27be9d524a5a2dec2

3.  Seabear

l_5bc06d321acee287c8d680ffd1336a97

4. Sólstafir

l_8a26cc4da2cce15404c483b8c16d268e

5. Singapore Sling

l_22d30f434404ca0ab8d5dcee58286e12

6. Mammút

l_26a309160ecb76f12f673aa5aa2e9ed4

7. <3 Svanhvít!

l_52cd02ff8738981eaa74bec0daa6e4a5

8. The Pains of Being Pure at Heart (US)

l_88fdbaaf0f62b78d8fcd7667f31fe419

9. Dísa

l_92b8cbccb6afc64a7bf68493d25d4c62

10. Yunioshi (UK)

l_191c1b1e563ac5df57b8204dd0fc9e41

11. Bacon

l_217fe1c6f8709092d178069a69b8dada

12. Æla

l_432b7496c66925a99baef82fdd59e29e

13. Swords of Chaos

l_0679b8e741002eba48988812c094e2d7

14. Kimono

l_77226f90d810c2d31d81f0873610a648

15. Hjaltalín

l_5629232233ef83ebbe91b43e9bedbd9d

16. Reykjavík!

l_ae782547f4c94b1a62ad1ee6146c389d

17. Morðingjarnir

l_af218d2a9bca8cdfbf9883298f0e5cdd

18. Jan Mayen

l_b4c75de34d5d373c8b7f18705177a7f9

19. The Way Down

l_b10c283aa416b5836a44fe8033481c38

20. Bloodgroup

l_bd5e1f317f1cc4cadac17e4dc9a60e2a

21. Dr. Spock

l_d5cae670cc9fef85b9916a975d7a437a

22. Elíza

l_ec1d3e0ab47b5185d8decd3188272759

23. Misery Index (US)

l_f9df06f9e82ff1696e9e952ff6282d58

24. Hoffmann

l_fced0c8f60eb2eec15fb18183eb3ba78

25. Ultra Mega Technobandið Stefán

l_ff9b9687da7ba5800a3d8f8e60e29d45

26. Lada Sport

l_fff22a1efe30d71e1f65e124c800bc8f


[MP3] Airwaves #18 - Handsome Furs

handsome2

Handsome Furs eru Dan Boeckner úr Wolf Parade og eiginkona hans, Alexei Perry. Þau skötuhjú lönduðu samningi við Sub Pop árið 2006 og gáfu út fyrstu plötu sína, Plague Park, í fyrra.

Þetta hljómar alveg ágætlega en sjálfur er ég ekkert frávita af spenningi. Og Wolf Parade hef ég aldrei hlustað á, væntanlega er það voðalega frægt band. Hérna er svakalegur texti með mörgum lýsingarorðum fenginn að láni frá last.fm. Ef ykkur liggur á þá er nóg að lesa bold orðin.

The duo of Handsome Furs, comprised of Montreal residents Dan Boeckner (Wolf Parade) and his wife Alexei Perry, began as an idea in the winter of 2005. Dark and minimal while noisy and earnest, the point was to be as sparse and repetitive as possible with the help of little more than vocals, guitars, and a new drum machine.

Plague Park was released on May 22, 2007. Songs of earthbound captains, eggs made of gold and iron, and sleepless bodies have been born. Boeckner’s disenchanted vocals thinly resonate while cloaked in a frenzied undertone of fear and uncertainty, all punctuated by bare drum machine beats. Through the course of each track, a deep-seated sense of longing is leveled out by staunch realism as a restless disdain for both urban life and smaller towns collide.

Handsome Furs toured Europe before having recorded any songs, and has since opened for the likes of Paavoharju, Islaja, David Cross and Modest Mouse before having released a proper record.

Recorded at Wolf Parade’s studio, Mount Zoomer, in the heart of December, Plague Park is their debut. It is a record of melancholic tendency and heartfelt desire; a stripped down symphony relegated between city and country, and made for ears of either side. 

Hér eru nokkur lög sem ég fann hist og her.

[MP3] Handsome Furs - Cannot get, started 
[MP3] Handsome Furs - Handsome Furs hate this City
[MP3] Handsome Furs - Hearts of Iron
[MP3] Handsome Furs - Dead and Rural
[MP3] Handsome Furs - Sing! Captain
[MP3] Handsome Furs - What we had

[Handsome Furs á Myspace]


[MP3] Keflavík Dauðans - Tónleikar 5 sept

071023_100206_aelaairwaves07_TO_02

Það verður mikið um dýrðir á Ljósanótt þeirra Suðurnesjamanna. Utan veglegrar auglýstrar dagskrár verður tónlistarhátíðin Keflavík Dauðans haldin núna annað kvöld, föstudaginn 5 september, á Paddy&#39;s í Keflavík. Þar munu stíga á stokk Hellvar, Klaus, Æla, Tommygun Preachers og The Pen.

Klaus spilar kaflaskipt hryllingsrokk og hljóðtilraunir. Sveitin hefur leikið við góðan orðstýr undanfarna mánuði og í farvatninu er breiðskífa.
http://www.myspace.com/klausiceland
 
Æla spilar nýbylgjupönk. Sveitin er þekkt fyrir líflega framkomu með tilheyrandi áhættuatriðum. Æla hefur verið dugleg við spilamennsku erlendis og er tiltölulega nýkomin úr  tónleikaferðalagi frá Bretlandi.
http://www.myspace.com/aelaspace

Tommygun Preachers spila steinaldarmetal. Sveitin sendi nýverið frá sér fyrstu breiðskífu sína, Jawbreaker, sem hlotið hefur fína dóma. Að horfa á sveitina á tónleikum er upplifun.
http://www.myspace.com/tommygunpreachers

The Pen spilar Pönk. The Pen er óskrifað blað í íslenskri rokksögu. Bandið fær að spila á þessum tónleikum fyrir hreinan klíkuskap, en það er í anda bæjarfálagsins.
http://www.myspace.com/sreirpen

Hellvar spilar rafmagnsnýbylgju. Hljómsveitin hefur eytt sumrinu í að vinna úr innblæstri frá tónleikaförinni sem farin var til Kína í vor, og boðið verður upp á smakk á nýju efni á tónleikunum.
http://www.myspace.com/hellvarmusic


Allar eiga sveitirnar það sameiginlegt að vera frá Suðurnesjum og er þetta toppurinn á ísjakanum sem er ólgandi verksmiðja skapandi tónlistar úr rokkbænum.....

..... segir í fréttatilkynningu.

Ég fyrir mitt leyti sá Hellvar spila á Menningarnótt siðastliðinni, og þá tóku þau fjögur ný lög sem öll hljómuðu spennandi. Það var þó í laginu "Nowhere" sem ég stóð mig að því að gapa eins og gullfiskur af aðdáun. Hlýðum á það:

[MP3] Hellvar - Nowhere

Og já, það kostar ekkert inn á tónleikana á Paddy&#39;s, og gott er að mæta þangað um klukkan 22.00.

hellvar21


[MP3] The Wannadies

wannadies2

Mér sýndist þetta vera Pétur Jóhann Sigfússon hérna hægra megin á þessari mynd af The Wannadies. Mig langaði að pósta einhverjum MP3 lögum með þessu ágæta bandi, en fann bara eitt lag í fljótu bragði, og hef ekki samvisku í að rippa þetta sjálfur af mínum diskum. Hef heldur engan tíma til að standa í svona rugli, er núna á þriðja degi í fæðingarorlofi með eins árs dóttur minni. Þrír dagar er alveg ágætt. En það eru 7 vikur eftir þegar þessi vika klárast! Hvað hét nú aftur gaurinn sem söng "they&#39;re coming to take me away, ha ha, hee hee, ha ha...."? Napóleon eitthvað?

Hérna er allavegana fínt lag með The Wannadies.

[MP3] The Wannadies - Friends

Og myndband þeirra við lagið "Skin":

Vúhú!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband