[MP3] The Depreciation Guild

depreciationguild

Einhverntíman hef ég minnst á hljómsveitina The Pains of Being Pure at Heart sem spilaði hér á Organ í mars síðastliðnum. Sveitin a tarna vakti litla eftirtekt hér heima, en er rísandi stjarna í indiepop senunni erlendis og túrar með Wedding Present um Bretlandseyjar í desember næstkomandi. Trommuleikari sveitarinnar, Kurt Feldman, er ekki við eina fjölina felldur. Hann spilar líka á gítar í hávaðarokkbandinu The Depreciation Guild ásamt félaga sínum Christoph Hochheim.

Sveitin gaf út EP plötuna Nautilus árið 2006 og breiðskífuna In Her Gentle Jaws í fyrra. Þeir félagar spila báðir á gítara og njóta fulltyngis Nintendo tölvu sem sér um trommur og sampl. Af þessum sökum eru þeir öðrum þræði kenndir við lítt þekkta senu sem kallast Chiptune (Neib, aldrei heyrt um það heldur). Áhrifavaldar sveitarinnar eru m.a. My Bloody Valentine, Pale Saints og Cocteau Twins úr skógláps geiranum, og Bill Nelson og Yellow Magic Orchestra úr elektróníska geiranum.

Hlýðum á tóndæmi:

[MP3] The Depreciation Guild - Butterfly Kisses
[MP3] The Depreciation Guild - In her gentle Jaws
[MP3] The Depreciation Guild - Sky Ghosts
[MP3] The Depreciation Guild - Nautilus

Myndband við "Nautilus":

[The Depreciation Guild á Myspace]

  


The Wannadies - You and Me Song

Mikið rosalega var gaman að hoppa við þetta lag á 22 í gamla daga. Man einhver eftir þeirri stemningu? Þegar gólfið á annarri hæðinni dúaði upp og niður og minnstu mátti muna að allt draslið hryndi niður?

Ég las í einhverju (nokkurra mánaða) gömlu blaði um daginn að 22 væri að opna aftur eftir gagngerar betrumbætur, semsagt hættur að vera technoslömm. Ég hef hinsvegar ekki komið þangað inn af viti í mörg ár, og sannarlega ekki um helgar. Er þetta eitthvað breytt? Ég fer ekki þangað aftur nema ég eigi raunhæfan möguleika á að heyra eitthvað nýtt og ferskt.... Pixies... Nirvana... Smiths..... nú eða Wannadies.

Hvað segirðu? Ekki nýtt og ferskt? Hvað um það... ef það er bara Thomsen techno þá getur þessi staður étið það sem úti frýs.

Annað lag með Wannadies sem er ekki af verri endanum; "Hit":

[The Wannadies á Myspace]


[MP3] Andhéri

andheriÞað er agalega erfitt að afla sér upplýsinga um hljómsveitina Andhéra á internetinu. Nær allar niðurstöður fjalla um úthverfi höfuðborgar Indlands, en hverfið heitir einmitt Andheri. Satt best að segja þá er ástandið það slæmt að það eina gáfulega sem er til um hljómsveitina á netinu er skrifað af sjálfum mér, og það kann varla góðri lukku að stýra.

Platan Fallegir Ósigrar með Andhéra sigldi algerlega undir radarinn minn þegar hún kom út árið 1997. Hún var ein nokkurra platna sem komu út í útgáfuröð Smekkleysu, "Skært Lúðrar Hljóma".  Allar plöturnar voru nær því að vera EP plötur heldur en eiginlegar breiðskífur, með 7-9 lögum. Af öðrum skífum í þeirri seríu má nefna t.d. Von með Sigur Rós sem og plötur með Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna, Soðinni Fiðlu og Á Túr.

Andhéri átti einnig lag í þeirri arfaslöku kvikmynd Blossi/810551.

Platan fór alveg framhjá mér á sínum tíma, og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, þegar konan mín kom heim úr vinnu hjá RÚV með nokkra diska sem átti að farga, að hún bættist í safnið mitt. Nokkrum mánuðum síðar var platan komin á stanslausa endurtekningu hjá mér, og nú er svo komið að ég álít hana eina bestu plötu sem komið hefur út hér á landi. Athyglisvert er hinsvegar að hún er ekki á lista yfir 100 bestu plöturnar í rokk riti Gunnars Hjálmarssonar, Eru ekki allir í stuði?

Andhéri innihélt Gunnar Tynes og Örvar Þóreyjarson sem árið eftir stofnuðu hljómsveitina Múm. Númi Thomasson barði trommur en hann hefur undanfarið verið titlaður Tour Chef hjá Björk, og opnaði nýlega restaurant sem ég man ekki hvað heitir, en var nýlega skrifað um í einhverju dagblaðinu. Hljómsveitin átti upp á pallborðið hjá popp spekúlöntum þá, og var platan tilnefnd sem plata ársins árið 1997, og Gunnar var tilnefndur sem bassaleikari ársins, og hljómborðsleikkonan, Guðfinna Mjöll, var tilnefnd sem hljómborðsleikari ársins. Hún rekur nú, skv. mínum heimildum, "matarhönnunarfyritæki". Platan átti í vök að verjast og tapaði fyrir Homogenic plötu Bjarkar, þótt hún sé að mörgu leiti mun skemmtilegri.

Ég mæli alveg eindregið með þessari ljómandi fínu plötu. Hvort hún er einhversstaðar fáanleg veit ég hinsvegar ekki, eflaust eru staflar af henni á lager hjá Smekkleysu.

Hérna er lagið "Plútó" sem var áður hægt að hala niður af vefsíðu Smekkleysu, áður en síðunni var umturnað með öllu og breytt í vefverslun. Lagið fjallar um (fyrrverandi) reikistjörnuna Plútó sem svífur um himingeiminn í bullandi sjálfsvorkunn með hendur fyrir augum.

[MP3] Andhéri - Plútó

[Versla plötuna á MP3 formati frá Smekkleysu]

 


[MP3] Rúnk

runk

Hljómsveitin Rúnk fór ekkert sérstaklega hátt hér árið 2002 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu, Ghengi Dahls. Þó virðast tónlistarspekúlantar sammála um að platan sé ein af gersemum íslenskrar tónlistar, og það má að sönnu segja að hún eigi sér ekki sinn líka. Helst dettur mér í hug samlíkingar við plötu Andhéra frá 1997 er bar heitið Fallegir Ósigrar.

Rúnk varð ekki langlíf, en meðlimir sveitarinnar hafa allir haldið áfram tónlistarsköpun og ættu vera flestum að góðu kunnir. Benedikt Hermann Hermannsson rekur núna hljómsveitina Benni Hemm Hemm, Björn Kristjánsson er raftónlistarmaðurinn Borko, en fyrrum trommari Andhéra, Númi Thomasson, hefur gjarnan spilað með honum á tónleikum. Hildur Guðnadóttir er núna mikils metinn sellóleikari. Hún hefur komið fram undir nafninu Lost in Hildurness og gaf út plötuna Mount A árið 2006. Auk þess hefur hún gripið í hljóðfæri með Múm. Svavar Pétur Eysteinsson stofnaði Skakkamanage ásamt áðurnefndum Borko. Óli Björn Ólafsson byrjaði feril sinn í Yukatan árið 1993 og hefur skotið upp kollinum í sveitum eins og Unun, Múm, Kanada, Slowblow og Stórsveit Nix Noltes.

Það þarf því engan að undra að Ghengi Dahls sé áhugaverður gripur, með svona stórskotalið innanborðs. Platan hefur verið ófáanleg um langa hríð, en skv áreiðanlegum heimildum eru nokkur eintök til í Smekkleysu á Laugaveginum akkúrat núna.

[MP3] Rúnk - Friends Forever
[MP3] Rúnk - Klapparstígur 


[MP3] Eighties nostalgía - Naked Eyes

nakedeyes

Á unglingsárum mínum, þegar Pixies voru að sigra heiminn, þá fékk mikið af eighties poppi að róa. Maður hreinlega afneitaði poppinu þegar maður uppgötvaði snillinga eins og Throwing Muses og My Bloody Valentine, og eldri spámenn eins og Einsturzende Neubauten og Birthday Party. Einhverjar plötur fengu þó að gista áfram í plötusafninu, s.s. Howard Jones, Thompson Twins, Adam and the Ants og gestir okkar í kvöld, Naked Eyes.  

Naked Eyes gáfu út tvær plötur á gullaldarárum sínum (1983-4) og nutu mikilla vinsælda vestanhafs meðan sveitin var svo að segja óþekkt í heimalandi sínu, Bretlandi.

Þeir félagar Peter Byrne (söngur) og Rob Fisher (hljómborð) stofnuðu sveitina eftir að hafa verið saman í hljómsveitinni Neon ásamt Roland Orzabal og Curt Smith sem síðar stofnuðu Tears for Fears. Þeir slógu í gegn svo að segja strax með útgáfu lagsins "Always something there to remind me" sem var reyndar ábreiða af Burt Bacharach lagi. Seinni platan, Fuel for the Fire rataði í plötusafnið mitt á sínum tíma og er til þessa dags í miklu uppáhaldi hjá mér. Sú plata þótti á sínum tíma mun síðri en frumburðurinn, og hljómsveitin hætti störfum fljótlega eftir útgáfu hennar.

Rob Fisher gekk síðar til liðs við söngvarann Simon Climie og saman stofnuðu þeir Climie Fisher sem átti m.a. smellinn "Love changes (everything)".

Rob lést árið 1999, 42 ára að aldri, eftir magauppskurð. Daginn áður hafði fyrrum félagi hans úr Naked Eyes landað samningi sem átti að koma Naked Eyes á kortið aftur.

Peter Byrne starfaði sem session söngvari á ýmsum plötum, og tók svo aftur upp nafnið Naked Eyes. Í fyrra kom út undir því nafni plata með ábreiðum ýmiskonar, Fumbling with the Covers, og önnur plata er væntanleg á þessu ári, eða komin út jafnvel. Mér er hinsvegar til efs að það sé mikið varið í það efni án Rob Fisher.

[MP3] Naked Eyes - (What) In the Name of Love
[MP3] Naked Eyes - No Flowers Please

Bæði lögin eru af plötunni Fuel for the Fire (1984).

Myndband við smellinn "(What) In the Name of Love:

"Always something there to remind me":

Climie Fisher syngja og leika smellinn "Love changes (everything)":

[Naked Eyes á Myspace]


Frí músík, fermingar og fæðingarorlof.

Ég er að "bookmarka" þetta fyrir sjálfan mig. Fann þarna plötu sem ég hef lengi leitað að, kannski finnið þið eitthvað skemmtilegt þarna líka.

http://mp3maniaco.blogs.sapo.pt/

Ekki það, að auðvitað á maður að styðja tónlistarmen og kaupa plötur. Stundum vantar mann bara að heyra hluti án þess að kaupa þá fyrst. Platan sem mig vantaði er reyndar til í plötusafninu mínu, bara á vínyl. Ég er búinn að rekast á margar svona vefsíður undanfarið og hef aldrei tíma til að gramsa almennilega á þeim.

Ég er kominn í fæðingarorlof, litla dóttir mín er orðin eins árs. Það eina sem hún segir eftir pöntun er "tré" og "brauð". Hún segir hinsvegar aldrei "pabbi" eða "mamma" svo ég heyri, en mér skilst hún kunni það líka. Það verður mikið stuð hérna næstu tvo mánuðina.

Elsta barnið mitt er nú á 13 ári og á að fermast á næsta ári. Ég þurfti því að dröslast með honum í messu núna á sunnudaginn. Við félagarnir stóðum og sátum eftir kúnstarinnar reglum, og horfðum báðir í gaupnir okkar þegar átti að syngja einhvern sálminn. Fyrir framan okkur voru nokkrir strákar á sama aldri og minn, eflaust skikkaðir í messuna líka sem hluti af fermingarundirbúning. Einn þeirra var með buxurnar á hælunum, og virtist það með ráðum gert. Þetta þykir líklegast mjög smart núna. Mamma segir mér að þegar ég fermdist þá hafi rassaskoran á mér blasað við kirkjugestum þegar ég kraup við altarið. Ég hef þá verið mjög á undan minni samtíð því þá voru krakkar ekki með brækurnar á hælunum heldur með sítt að aftan og í æpandi skærlitum jogging göllum.

Um það leiti skiptust krakkar í tvennt. Þá sem fíluðu Wham og hina sem dýrkuðu Duran Duran. Svo voru einhverjir úti í móa eins og ég sem fílaði Thompson Twins. Við skulum því líta á myndband sem gæti hrært upp í nostalgíunni hjá gamalmennum sem lesa bloggið.

Gaman að segja frá því að hressi blökkumaðurinn Joe Leeway er núna sérfræðingur í dáleiðslu. Einhversstaðar á ég áritaða ljósmynda af bandinu, fengin frá Official Thompson Twins fan club.

Bravo var nú skemmtilegt blað. Þótt maður skildi ekki orð í þýsku.

tt

Skjáumst síðar....


[MP3] Magic Wands

magic

Ég á það til að stilla á X-ið 977 á morgnana meðan kaffið er að malla. Þeir eru eitthvað hressilega að misskilja hlutina. Glaðhlakkalegur maður skýtur inn á milli laga frasanum "X-ið, þú heyrir það fyrst hér!", og svo kemur "Bohemian like you" með Dandy Warhols. Eins og enginn hafi nokkurn tíman heyrt Vodafone lagið áður.

Ég held að þetta sé ekki allskostar rétt. Reyndar hef ég yfirleitt heyrt öll lög á X-inu áður, man allavegana ekki í svipinn eftir að hafa uppgötvað einhver ný sannindi þar, enda keyrir stöðin á playlista eins og aðrar gróðamaskínur. Fólk vill upp til hópa hlusta á eitthvað kunnuglegt. Ég held miklu frekar að þú heyrir það fyrst hér, á mp3.blog.is. Útvarpsstöð fólksins!

Hver hefur til dæmis heyrt í Magic Wands áður? Ekki ég, ekki fyrr en undarleg grein á visir.is (þeim fjölgar sífellt), fjallaði um öryggisvörð í 10-11 sem bar "sprota" innanklæða. Einhver þankagangur í framhaldi af þeirri frétt endaði með því að ég var að hlusta á Magic Wands í góðum fíling. Enn veit ég hinsvegar ekki hvers eðlis þessi sproti er sem þykir hentugur við öryggisvörslu. Ekki er það töfrasproti, og varla tónsproti. Guð hjálpi okkur öllum ef það er svona töfrasproti sem tíðkast að nota á heimilum við að tæta niður grænmeti og ávexti, ég vildi síður fá einn slíkan í smettið.

Saga sveitarinnar er þyrnum stráð ástarsaga. Chris og Dexy hittust á tónleikum í LA árið 2006, og tóku tal saman, án þess að úr því yrði neitt meira í það skiptið. Ári síðar var Chris að rápa um Myspace og féll fyrir lagi á einhverjum prófíl þar sem hét Teenage Love. Síðar komst hann að því að Dexy hafði samið lagið, hann skrifaði henni bréf og þau hófu ástríðufullt internet samband, spjölluðu um tónlist og skiptust á mp3 skrám. Þar sem þau bæði höfðu áhuga á að semja tónlist þá endaði með því að þau sömdu saman nýja smelli gegnum netið. Eftir það fer þetta hríðversnandi, þau fóru að senda hvort öðru gjafir, s.s. bangsa, handskrifuð ljóð, nammi, tjah, svei mér þá, þetta endar með ósköpum.

Núna eru þau fastir liðir á Lollapalooza og Glastonbury, og hafa afrekað það að birtast á þessu bloggi. Njótið vel:

[MP3] Magic Wands - Black Magic
[MP3] Magic Wands - Teenage Love

Þú heyrir það fyrst á mp3.blog.is! Hefur annars einhver heyrt um þetta band áður? Ég á það til að vera svoldið eftir á, og þessi lög hljóma eitthvað kunnuglega.

[Magic Wands á Myspace]


[MP3] Airwaves #17 - El Perro del Mar

elperrodelmar

Svíþjóð er ágætur byrjunarreitur ef maður ætlar að finna góða tónlist. Jafnvel væri fínt að byrja í Gautaborg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim frábæru böndum sem koma frá Gautaborg í Svíþjóð, borgin er gróðrastía fyrir indiepopp og twee. Líklega er þetta allt ABBA að kenna.

"Melancholic lo-fi twee pop" er ein lýsingin á tónlist Söruh Assbring sem kallar sig El Perro del Mar (fallbeygir maður erlend nöfn? Það virðist eiga við hér). El Perro del Mar þýðir ... hundur hafsins. Það er væntanlega spænska, næsti bær við sænska.

El Perro del Mar ævintýrið hófst árið 2003 gaf í fyrstu út hjá fyrirtækinu Hybris, sem einnig hefur gefið út Familjen sem heimsækir líka Airwaves. Fyrsta platan, Look! It's El Perro del Mar! kom út árið 2005 og var samansafn af smáskífum og EP plötum sem sumar komu bara út sem MP3 skrár eða brenndar á disk heima í stofu.

Stærra fyrirtæki í Bretlandi gaf svo plötuna út undir heitinu El Perro del Mar, með einhverjum tilfæringum, og telst sú útgáfa vera fyrsta eiginlega stúdíóplata dömunnar. From the Valley to the Stars kom svo út núna í ár. Sarah hefur verið dugleg að spila meðal annars með góðvinum sínum Jens Lekman og Lykke Li.

[MP3] El Perro del Mar - How did we forget?
[MP3] El Perro del Mar - This Loneliness
[MP3] El Perro del Mar - You can't steal a Gift
[MP3] El Perro del Mar - Do not despair
[MP3] El Perro del Mar - Glory to the World
[MP3] El Perro del Mar - Jubilee

 Hérna flytur hún lagið "Glory to the World" í Bowery Ballroom í NYC, 5 ágúst síðastliðinn: 

[El Perro del Mar á Myspace]

Hugsanlega var Sarah Assbring líka að mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur oftar en einu sinni. Hún er allavegana kunnugleg á þessari mynd.


[MP3] Dell fartölvuauglýsingin - Colors

kirawilley

Ég er ábyggilega ekkert einn um að hafa sperrt eyrun þegar auglýsing fyrir Dell fartölvur kemur í sjónvarpinu þessa dagana. Kira Willey á heiðurinn af laginu "Colors" sem þar hljómar, en lagið er af barnaplötunni Dance for the Sun - Yoga Songs for Kids. Já þetta lag er samið fyrir yoga kennslu.

Ekki eru bara lög á disknum heldur heil kennslustund í yoga fyrir krakka. Lögin samdi hún þegar hún var að reyna að svæfa elstu dóttur sína. Hún tók kennsluréttindi í yoga og greip gítarinn með sér í tíma, við það góðar undirtektir að hún tók lögin upp og gaf út. Þetta er sannkallað fjölskyldualbúm því frændi hennar sá um upptökur og lék á trommur, og bróðir hennar, dætur og vinir lögðu til raddir.

Þetta lag ku vera það besta á plötunni. Það er hinsvegar engin leið lengur að hlusta á það án þess að hugsa um fartölvur. Sjálfur spila ég alveg hiklaust Ramones fyrir yngstu dóttur mína, og hún hefur gaman af. Stundum sofnar hún út frá Tindersticks eða Slowdive. Það er ágætt yoga líka.

[MP3] Kira Willey - Colors

[Hlusta á meira af plötunni]


[MP3] Ultrasport

ultrasport

Finnar eru skemmtileg þjóð. Margir eru hinsvegar sammála um að Helsinki sé alveg afspyrnu ljót borg. Þetta vita félagarnir í Ultrasport, enda er hljómsveitin frá Helsinki. Á plötu þeirra, False Start City, sem kom út í fyrra er að finna skemmtilegan óð til borgarinnar, "God save the Architects". Fyrir utan Madness-legan saxófónleik undir lok lagsins, þá er þetta með því skemmtilegra sem ég hef heyrt undanfarið. Og textinn er hjartnæmur.

Ultrasport uppgötvaði ég árið 2005 þegar þeir höfðu nýlega gefið út fyrstu breiðskífu sína, Nothing Can Go Wrong, en titillag þeirrar plötu kemst að mínu mati ansi nálægt því að vera fullkomið popplag.

Því miður er sveitin ekki lengur starfandi, en allir munu þeir vera að vinna að tónlist áfram, sitt í hvoru lagi. Þannig mun Juho, sem syngur og leikur á gítar, vera í þann mund að gefa út MP3 smáskífu undir heitinu Future Gravity. Miðað við fyrri afrek þá verður forvitnilegt að heyra það og mun ég að sjálfsögðu koma því á framfæri hér.

[MP3] Ultrasport - God save the Architects
[MP3] Ultrasport - Nothing can go wrong

Textinn við "God save the Architects":

God save those 1980's buildings
And 1970's too
'cause all that ugly architecture
it leads me back to you
Those north Helsinki suburbs
They meant nothing to me then
But one night on her mattress
Made me go back there again

God save those architects of ours
The perfect and the good
But especially the bad ones
The misunderstood
who built these ugly buildings
This ugly concrete house
For us to fill with our stuff
for us to fill with love
So let's go!

Hey sing your heart out
For this town
And these buildings
That surround it
And those silent men who never get praised enough
Sing your heart out
Hey sing it out

We try to love these small apartments
'Cause they're all we can afford
And all the little cracks in the ceiling
'cause they keep the rent so low
God save these ugly buildings
Our shelter from the cold
For us to fill with our stuff
For us for making love
So let's go!

Hey sing your heart out
For this town
And for these buildings
That surround it
And those silent men who never get praised enough
Hey, sing your heart out
Hey, sing it out

And keep their children away from harm
And smooth the wrinkles from the foreheads of those women that they love
And keep their hands from getting smashed
Oh, save these buildings
Oh, save them all!

ultrasport2

[Ultrasport á Myspace]
[ultrasport.org]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband