[MP3] Roadside Poppies

roadsidepoppies

Mér varð það á í fyrrasumar að fjölga mannkyninu. Þá fæddist lítil yndisleg stúlka sem telst þá vera sjötti fjölskyldumeðlimurinn, fyrir utan kettina og hamsturinn. Skyndilega varð fallega bláa Nubiran mín (sem gekk undir heitinu Bláa Bláberið) alltof lítil og við fórum að svipast um eftir stærri bíl. Eftir nokkar umhugsun var ákveðið að splæsa í þægindi í stað sparnaðar og verslaður var risastór 7 manna Chevrolet sem fékk nafnið Rauða Rúsínan.

Síðan skall á kreppa og skrjóðurinn sá er þeim galla búinn að allir mælar eru í mílum en ekki kílómetrum. Það vandast því málið að reikna út hvað hann eyðir og stærðfræði hefur aldrei verið mitt sterkasta fag. Eftir grófan útreikning í huganum fann ég því út að hann eyddi circa 100 lítrum á hundraðið. Þá var dreginn fram hjólgarmur sem mér lánaðist að fá gefins fyrir nokkru. Það er hinsvegar þrautin þyngri að hljóla í vinnuna, einhverra hluta vegna svitna ég eins og grís og paufast upp minnstu brekkur blásandi eins og eimreið. Þetta fannst mér ekki sniðugt. Því fór ég að draga hljólið fram í frítíma mínum og hjóla um nágrennið, Öskjuhlíðina og Fossvoginn og draga krakkana með, svona til að byggja upp þol. Og það er barasta ekkert mál!

Því komst ég að þessari niðurstöðu, það er ekkert mál að HJÓLA... það er hinsvegar þrælerfitt að hjóla í VINNUNA.

Roadside Poppies er Twee band frá Cambridge í Bretalandi, frontað af Matloob Qureshi sem mér virðist vera indversk ættaður. Drengurinn sá flutti til Kaupmannahafnar snemma á þessu ári og sankaði þar að sér fólki til að spila með sér svo að hljómsveitin væri ekki dauð á meðan, Roadside Poppies hefur því þá sérstöðu að vera til bæði í Danmörku og Bretalandi. Og Matloob er ekki ókunnugur hjólreiðum, hugsanlega er hann að hjóla í vinnuna í þessu lagi:

[MP3] Roadside Poppies - Cycling and Crying

Matloob sendi mér línu í fyrra í tölvupósti, sagðist hafa hitt íslenska stúlku á tónleikum með þeim þar ytra. Sú vildi ólm að þeir kæmu til Íslands. Ef hún les þetta þá biður hann að heilsa. En tékkum á fleiri lögum með þeim félögum.  

[MP3] Roadside Poppies - Wed Nes Day
[MP3] Roadside Poppies - Just Another Love Song

[Roadside Poppies á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég farin að emja úr hlátri af þessu

hvernig gekk annars getraunin? giskuðu ekki allir Gullfoss??

Kolbrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Magnús Axelsson

Það hefur enginn giskað á eitt eða neitt, skil ekkert í þessu. En það minnir mig á það, þú átt eintak af plötunni hérna hjá mér! Nú þarftu bara að redda þér plötuspilara.

Magnús Axelsson, 21.7.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband