[MP3] The Pastels og Black Tambourine

black

Þegar ég kynntist fyrst þeirri eðal hljómsveit, The Pains of Being Pure at Heart, þá var það fyrsta sem ég las um bandið þetta:

"Imagine if The Ramones traded in their leather jackets for anoraks, or Stephen Pastel actually threw Aggi off the bridge and married Black Tambourine's Pam Berry and had four babies that formed a pop band."

Ég skildi ekkert hvað var verið að tala um, þekkti ekki neitt þarna nema Ramones. Stephen hver? Pam Berry? Aggi? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum rekist vísanir í lagið "Throw Aggi off the Bridge" með Black Tambourine, meðal annars í texta við lagið "Twee" með hinu ágæta bandi Tullycraft, þar sem segir "Please don't throw Aggi from the bridge". En hver er þessi Aggi? Ef ég kemst að þessu þá hlýt ég að komast að innstu leyndardómum twee poppsins.

Í stuttu máli er þetta einhvernvegin svona:

Stephen Pastel stofnaði The Pastels árið 1982 í Glasgow, og fékk til liðs við sig Aggi Wright, fyrrum hljómborðsleikara Shop Assistants, einhverju síðar. Líklegast hafa þau svo verið par á einhverjum tímapunkti, og eftir því sem ég kemst næst er bandið ennþá starfandi en núna án Aggi. Árið 1989 kom Black Tambourine fram á sjónarsviðið í Maryland í USA og starfaði til 1992. Pam Berry var söngkona Black Tambourine og þau sömdu lagið "Throw Aggi Off The Bridge" en það er einskonar óður til Stephen Pastels frá ástsjúkum aðdáanda sem stingur upp á að hann dömpi Aggi (fram af brú).

Svo má alveg teygja lopann í framhaldi af þessu: 

Stephen Pastel heitir réttu nafni Stephen McRobbie, eins og sönnum skota sæmir, og hann stofnaði einnig plötuútgáfuna 53 and 3rd sem hjálpaði böndum eins og Belle and Sebastian, Jesus and Mary Chain og Teenage Fanclub að koma undir sig fótunum. The Pastels gáfu út smáskífur hist og her þar til fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós árið 1987. Bandið er sagt hafa haft áhrif á marga indie risa eins og Sonic Youth og Nirvarna og á plötunni Illumination frá 1997 er að finna gestaleikara úr böndum s.s. My Bloody Valentine, Teenage Fanclub og Stereolab, en Gerard Love úr Teenage Fanclub var á tímabili gítarleikari sveitarinnar. The Pastels eru talin ein af forsprökkum Anorak stefnunnar, sem stundum er kölluð Twee og/eða C-86, allt er þetta sama tóbakið. 

Black Tambourine var stofnuð í Maryland í USA árið 1989 og var undir miklum áhrifum frá Jesus and Mary Chain, Ramones, Shop Assistants og auðvitað The Pastels. Bandið var til í 3 ár, spilaði á örfáum tónleikum og gáfu út nokkrar smáskífur. Nýlega var öllum útgefnum lögum þeirra, 10 talsins, safnað saman á diskinn Complete Recordings sem gefinn er út af Slumberland, en Mike Shulman, meðlimur Black Tambourine, var einn stofnandi þeirrar útgáfu. Archie Moore og Brian Nelson gengu til liðs við Velocity Girl meðan Pam Berry kom við fjölda hljómsveita sem ég þekki ekki. Archie Moore var svo að ljúka við að mixa nýja plötu The Pains of Being Pure at Heart sem eru undir áhrifum frá Black Tambourine, og í USA verður hún gefin út af Slumberland. Gaman að þessu. Og innstu leyndardómar Twee poppsins? Gerðu það sjálfur, því það gerir það enginn annar fyrir þig, það er ekki lengur frumlegt að vera frumlegur... og taktu sjálfan þig og alla aðra mátulega alvarlega.

The Pastels er allavegana enn að, Black Tambourine er löngu dauð, minning þeirra beggja lifir í The Pains of Being Pure at Heart. Og Ramones eru allir dauðir nema trommuleikarinn.

[MP3] Black Tambourine - Throw Aggi Off The Bridge
[MP3] Black Tambourine - Black Car

[MP3] The Pastels - Breaking Lines
[MP3] The Pastels - Fragile Gang

thepastels

[The Pastels á Myspace]
[Black Tambourine á Myspace]

[Meiri lesning um The Pastels á Wikipedia]
[Meiri lesning um Black Tambourine á Wikipedia]

[Textinn við Throw Aggi Off The Bridge]


[MP3] Professor Pez lag dagsins - What Do You Do

profpez2

Professor Pez koma ekki til landsins að þessu sinni, Icelandair verðin eru einfaldlega ekki samkeppnishæf við önnur flug til Bandaríkjanna frá Noregi. En við fáum nú samt lag með þeim í dag líka, enda þrusufínt band. Þetta lag hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Skemmtilegar pælingar um hvað maður ætlar að verða þegar maður er stór.

[MP3] Professor Pez - What Do You Do


[MP3] Meira nýtt frá Pains of Being Pure at Heart

pains3

Enn og aftur hampa ég The Pains of Being Pure at Heart, og svosem ekki að ástæðulausu. Þetta band á eftir að ná laaaannngt. Ný lög af væntanlegri breiðskífu þeirra voru að poppa upp á myspace síðu þeirra, og hérna eru þau, glóðvolg úr ofninum.

Þess má geta, fyrir þá sem til þekkja, að Archie Moore úr Black Tambourine og Velocity Girl mixaði albúmið, en Black Tambourine er einmitt einn helsti áhrifavaldur The Pains of Being Pure at Heart. Við fáum kannski lög með þeim bráðum svona til að bera saman.

Þess má líka til gamans geta, og af því ég hef minnst á öll þessi bönd í fyrri póstum, að á myndinni að ofan má greina í áhorfendaskaranum nokkra kumpána úr amerísku indiepopp senunni, Jedediah úr My Teenage Stride, Mat Pat úr Specific Heats og Andy úr Pants Yell! Þetta er lítill twee heimur. Nánar um það hér.

[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Stay Alive
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Everything With You


Nýtt lag frá Ælu

Hin ástsæla pönkhljómsveit Æla kom fram á 1 árs afmælishátíð Organ núna á föstudaginn og vakti mikla lukku. Þar fluttu þeir m.a. nokkur ný lög og eitt af þeim gefur á að líta hér, ef allt virkar rétt. Gaman væri nú ef einhver gæti frætt okkur um hvað lagið heitir.  

[Æla á Myspace]


[MP3] Professor Pez lag dagsins - Stealing Sneakers

prpez

[MP3] Professor Pez - Stealing Sneakers


[MP3] A Place to Bury Strangers

place2

Mér til mikillar ánægju þá sofnaði ég yfir tónleikum Amy Winehouse í sjónvarpinu áðan, en í þeirri dömu hafði ég aldrei heyrt áður, bara lesið um ævintýri hennar á visir.is. Það er leitt að fjölmiðlar sjá sér ekki fært að fjalla meira um áhugaverða tónlistarmenn sem halda brókunum uppi, eins og t.d. Oliver Ackerman og félaga í A Place to Bury Strangers.

Sveitin hefur verið kölluð háværasta rokksveit New York, og kemur ekki á óvart að fyrirmyndir þeirra eru m.a. Jesus and Mary Chain. "The most ear-shatteringly loud garage/shoegaze band you'll ever hear" sagði Washington Post um bandið. Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarið, túrað vítt og breytt og selt plötur í bílförmum. Mér til mikillar undrunar komst sjálf-titluð plata þeirra á topp lista tónlistarskríbenta hér heima yfir plötur ársins 2007, en hingað til hafa svona læti ekki átt upp á pallborðið í fjölmiðlum hér heima. Það tóku reyndar fáir eftir bandinu fyrr en vefritið Pitchforkmedia.com fjallaði lofsamlega um frumburð þeirra.

A Place to Bury Strangers var stofnuð úr rústum sveitarinnar Skywave, eins og annað frábært band sem ég hef ritað um hér áður, Ceremony. Mér hefur alltaf fundist Ceremony betra band, en hingað til hefur ekki borið jafn mikið á þeim.

Hlustum aðeins á eyrnamergshreinsandi konfekt með A Place to Bury Strangers:

[MP3] A Place to Bury Strangers - My Weakness
[MP3] A Place to Bury Strangers - To Fix The Gash In Your Head

Og af því ég held svo mikið upp á systursveit þeirra, Ceremony, fáum eitt lag með þeim líka, geðveikt lag sem heitir "Old". Takið eftir stórkostlegum lokakaflanum og stigmagnandi hávaðanum sem byrjar ca 3 mín 40 sek, og hækkið í botn.

[MP3] Ceremony - Old

Þess má geta að Oliver Ackerman smíðar sína eigin effecta pedala og selur undir merkjum Death by Audio. Þar má finna hluti eins og White Noise Generator og annað sem mér leikur forvitni á að vita hvað er; Pink Noise Generator. Þar er líka að finna "Total Sonic Annihilation" og "Supersonic Fuzz Gun". Hljómar spennandi. Svo er að sjá að hann hafi selt pedala til U2 og Nine Inch Nails, og svo skemmtilega vill til að APTBS er að fara að spila með síðarnefnda bandinu, og fleiri skemmtilegum sveitum s.s. Shellac og Dandy Warhols.

[A Place to Bury Strangers á Myspace]


[MP3] Professor Pez lag dagsins - Looking at Stars

profpez

[MP3] Professor Pez - Looking at Stars (af plötunni We found the Beach, Where is the Ocean?)

 


[MP3] Professor Pez snúa aftur

professorpez_small

Norska indiepopp sveitin Professor Pez kom hingað til lands í fyrra og spilaði á Organ á leið sinni til Bandaríkjanna þann 7unda nóvember. Gott ef að Æla og Dýrðin hituðu ekki upp fyrir þau. Myndin hér að ofan er eldgömul, einungis tveir á myndinni eru enn með bandinu en það taldi 6 manns seinast þegar ég gáði, meðal annars Tommy nokkurn Haltbakk sem leikur einnig með einni vinsælustu norsku hljómsveitinni í dag, The Royalties.

Þau tóku þá miklu ástfóstri við land og þjóð, og í október stefna þau á að túra um Bandaríkin með viðkomu hér á landi aftur. Það verður þá sömu helgi og Iceland Airwaves svo líklegast troða þau upp á off-venue giggi einhverstaðar í bænum. Ég hvet alla til að kíkja á bandið þar sem þau eru alveg glimrandi á tónleikum.

Í fyrra gaf sveitin út þriðju plötu sína sem ber heitið Hordaland í höfuðið á heimahéraði sveitarinnar en hún á ættir sínar að rekja til Bergen. Platan sú er helvíti góð, og ég fékk Petter Saetre, forsprakka sveitarinnar, til að segja okkur eitthvað um 4 lög á skífunni, en þema plötunnar er einmitt Hörðaland, og allir textarnir gerast þar.

The Hordaland Man "...is basically about the the idea of Hordaland being a seperate state from the rest of Norway. The song is also a kind of complaint about the fact that Norwegians are too confirming, and that we need more civil unrest in this country."

[MP3] Professor Pez - The Hordaland Man

Papillon (Escape from Ulvsnes Island) "...Is about an island called Ulvsnes Island which kind of is Hordaland's answer to Devil's Island in the book Papillon. A bit far fetched as the island in Hordland is for the nicest prisoners, but the song is about escaping it's tough prison life."

[MP3] Professor Pez - Papillon

Laxevaag Burning: "This song is about the "accidental" bombing of a children's school in Bergen during the second world war. British bombers were supposed to bomb a bunker used for submarines, did it during schoolhours and hit a school next door instead. Laxevaag is the part of town which burned after the incident."

[MP3] Professor Pez - Laxevaag Burning

The Place I Was Born. "A song about longing back to- you guessed it -Hordaland."

[MP3] Professor Pez - The Place where I was Born

Hlýðum líka á nokkur eldri lög með sveitinni:

[MP3] Professor Pez - Indiepopkids
[MP3] Professor Pez - The Perfect Test
[MP3] Professor Pez - Imperial Airways

profpezbluelagoon 

[Professor Pez á Myspace]

 


Professor Pez

Meira um Professor Pez von bráðar.  Þangað til, myndband við lagið "Papillon":


[MP3] Springfactory

springfactory

Enn og aftur fell ég í sömu gryfjuna, sumar eftir sumar. Ég fer í sumarfrí, og í staðinn fyrir að vakna snemma og koma einhverju í verk, þá sef ég allavegana til hádegis, og er svo tvo tíma að nudda stírurnar úr augunum yfir kaffibolla, og þá er dagurinn hálfnaður, og tekur því varla að byrja á neinu.

Það er því við hæfi að hlýða á lagið "Get out of bed" með sænska dúettinum Springfactory, sem samanstendur af Peter Gunnarson úr Suburban Kids With Biblical Names og vinkonu hans Linu Cullemark.

[MP3] Springfactory - Get out of bed
[MP3] Springfactory - No more
[MP3] Springfactory - As winter gives way to spring

Á morgun hinsvegar... á morgun vakna ég snemma! "Á morgun" segir hinn lati.

[Springfactory á Myspace]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband